Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 179.99524. apríl í 16 nætur BENIDORM 60+ Okkar vinsæla ferð eldri borgara Frá kr. 179.99510. maí í 14 nætur Gist á Hotel Melia Benidorm **** Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 365 miðla á 100% hlutafjár í Póst- miðstöðinni í júlí 2018 var haft eftir Haraldi Johannessen, fram- kvæmdastjóra Árvakurs og rit- stjóra Morgunblaðsins, að þróunin erlendis væri sú að dagblöð sam- nýttu dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. „Hér á landi er ekki síður þörf á að fara þessa leið þegar haft er í huga að íslenski fjölmiðlamark- aðurinn er smár, hann býr við mikla erlenda samkeppni, auk harðrar samkeppni við um- svifamikið ríkisfyrirtæki,“ sagði Haraldur. dreifingu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins nú vera hafna. „Við byrjuðum í síðustu viku að sameina dreifinguna og hefur þetta gengið vel hingað til. Það hafa þó komið upp einhverjir hnökrar, líkt og búast má við þegar svona um- fangsmiklar breytingar taka gildi. Verði áskrifendur fyrir einhverjum óþægindum vil ég hvetja þá til að hafa samband við þjónustuver Ár- vakurs – við erum alltaf reiðubúin að bregðast við ábendingum áskrif- enda okkar,“ segir María Lilja. Þegar tilkynnt var um und- irritun kaupsamnings Árvakurs og „Með þessum kaupum erum við að bæta enn frekar þjónustu okkar við áskrifendur og um leið tryggja að þeir fái Morgunblaðið fyrr inn um lúguna,“ segir María Lilja Mo- ritz Viðarsdóttir, þjónustustjóri Árvakurs, og vísar í máli sínu til kaupa Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, á 51% eignarhlut í Póstmiðstöðinni. Fyrir var Póstmiðstöðin dreif- ingaraðili Fréttablaðsins og fara nú 365 miðlar, eigandi Torgs ehf. útgáfufélags Fréttablaðsins, með 49% eignarhlut í Póstmiðstöðinni. María Lilja segir sameinaða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hádegismóar María Lilja Moritz Viðarsdóttir, þjónustustjóri Árvakurs, segir breytingarnar bæta enn þjónustu. Sameiginleg dreifing blaðanna er nú hafin  Árvakur og 365 miðlar eigendur Póstmiðstöðvarinnar Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin 9. febrúar, binda miklar vonir við að ábendingar sem lög- reglan er að vinna eftir verði til þess að írskar björgunarsveitir verði kallaðar út til að leita Jóns. Fjölskyldan átti stöðufund með írsku lögreglunni í gær. „Staðan er nákvæmlega sú sama og síðustu daga. Þeir eru ennþá að vinna úr og sannreyna ábendingar,“ segir Dav- íð Karl Wiium, bróðir Jóns. Hann segir að fjölskyldan ætli að sýna þolinmæði út daginn í dag. „Ef það er ekkert að gerast þá skipu- leggjum við stóra leit aftur,“ segir Davíð. Leitin myndi fara fram í næstu viku eða nálægt þarnæstu helgi og yrði með svipuðu sniði og umfangsmikil leit sem gerð var að Jóni síðasta laugardag. „Staðan er sú sama og síðustu daga“ Formaður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis sakaði þingmenn Miðflokksins um að vinna gegn því að hér yrði fjölbreytni í fjárfestahópi ríkisskuldabréfa sem hann segir að myndi auka stöðugleika, bæta að- gang ríkissjóðs að fjármagni til lengri tíma og stuðla að lægri fjár- mögnunarkostnaði. Þeir vinni gegn því að hér verði umhverfi sem geri ríkissjóði kleift að stunda lánastýr- ingu eins og viðgengst á hinum Norðurlöndunum. Kom þetta fram hjá Óla Birni Kárasyni í umræðum um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstök- um takmörkunum. Verðlauna „eftirlegukindur“ Þingmenn Miðflokksins hafa hald- ið uppi málþófi í 2. umræðu um frum- varpið síðustu daga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í andsvari við ræðu Óla Björns að hann hefði vonast eftir því að heyra pólitískar skýringar á því hversvegna núverandi stjórnvöld vildu hverfa frá þeirri aðgerðaáætl- un sem lagt var upp með árið 2015. Þau hafi raunar verið að snúa því upp í andhverfu sína með því að verðlauna sérstaklega þá sem ekki hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til efnahagslegrar upp- byggingar og ætli nú að hnýta enda- hnútinn með allsherjar afléttingu fjármagnshafta af „eftirlegukindun- um“ sem svo hafi verið kallaðar. Með frumvarpinu er lagt til að aflandskrónueigendum verði gefið færi á að losa eignir sínar. Seðla- bankinn lagði áherslu á að frumvarp- ið yrði afgreitt áður en gjalddagi til- tekins flokks ríkisbréfa rynni upp 26. febrúar. Ef það tækist ekki, sem varð raunin, myndi aukast hætta á að stórir aflandskrónueigendur, sem átt hefðu sín bréf í samfelldu eign- arhaldi frá því fyrir höft og taldir hefðu verið líklegir til að endurfjár- festa í íslenskum skuldabréfum, myndu í þess stað leita út þegar þeir losnuðu af bundnum reikningum. Óli Björn tók fram að megnið af skulda- bréfunum væri í eigu skuldabréfa- sjóða sem átt hefðu bréfin lengi. Engir vogunarsjóðir væru í þeim hópi. helgi@mbl.is Vinni gegn fjölbreytni  Þingmenn Miðflokksins sakaðir um að vinna gegn hags- munum ríkissjóðs með löngum ræðum um afléttingu hafta Morgunblaðið/Hari Haftamál Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni liggur mikið á hjarta. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kennarar sem valið hafa að kenna á öðru, aðliggjandi skólastigi hafa verið ráðnir sem leiðbeinendur og starf þeirra auglýst árlega. Hafa hæfir og reynslumiklir kennarar kosið að láta af störfum sem leið- beinendur því ekki hefur verið unnt að greiða þeim laun í samræmi við stöðu þeirra, auk þess sem starfs- öryggi þeirra hefur verið óvið- unandi, að mati formanna Félags grunnskólakennara og Skólastjóra- félags Íslands. Frumvarp menntamálaráðherra um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu á þremur skólastigum, leik-, grunn- og framhaldsskóla, er til kynningar í samráðsgátt stjórn- arráðsins. „Kennari“ verður starfs- heiti allra. Verði frumvarpið að lög- um verður gefin út reglugerð þar sem fram kemur skilgreining á al- mennri og sérhæfðri hæfni til að gegna tilteknu kennarastarfi. Þær umsagnir sem birst hafa í samráðsgáttinni eru flestar jákvæð- ar í garð frumvarpsins, enn sem komið er, en Félag framhaldsskóla- kennara hefur ekki veitt um- sögn. Þorgerður Laufey Diðriks- dóttir, formaður Félags grunn- skólakennara, og Þorsteinn Sæ- berg, formaður Skólastjórafélags Íslands, eru í hópi þeirra sem fagna frumvarpinu en það gera þau í sameiginlegri umsögn. Þau segja að markmiði gildandi laga um sveigjanleika og samfellu á milli skólastiga hafi ekki verið náð. Eykur samfellu milli skólastiga Mikilvægt sé að tryggja starfs- öryggi kennara á öllum skólastigum og auka samfellu milli skólastiga, færa þau nær hvert öðru og stuðla að því að strax í leikskóla hefjist undirbúningur að samfellu í skóla- starfi þar sem eitt skólastig taki við af öðru. Frumvarpið muni ekki ein- ungis auka réttindi og starfsöryggi kennara heldur virka sem hvatning til aukinnar starfsþróunar kennara og aukins flæðis milli skólastiga. Fagna frumvarpi um kennara  Starfsöryggi hluta kennara óviðunandi Skóli Eitt leyfis- bréf er lagt til. Allir starfsmenn og nemendur í Klettaskóla þurfa nú að gangast undir próf til þess að fá úr því skor- ið hvort þeir hafi smitast af berkl- um. Starfsmaður í skólanum greindist með berkla eftir að hafa leitað til læknis vegna veikinda. Fyrst var greint frá málinu á RÚV í gær og Árni Einarsson, skólastjóri Klettaskóla, staðfesti við mbl.is að starfsmaður hefði greinst með berkla. Prófað verður þannig að efni verður sprautað undir húð- ina og síðan skoðað eftir nokkra daga hvort svörun kemur fram. Að sögn Þórólfs Guðnasonar sótt- varnalæknis greinast hér á landi um tíu einstaklingar á ári hverju með veikindi af völdum berkla. Hann segir að fólk geti borið berklabakteríuna áratugum saman án þess að finna fyrir einkennum. Berklasmit greindist í Klettaskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.