Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 • Við erum á facebook Kr. 12.990 Str. S-XXL 3 litir Vor- jakkar Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 JUNGE heilsársjakkar Flottir í borgarferðina frá 19.900,- Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Sund- fatnaður Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Str. 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur Plus Size Fashion / Spring 2019 ,,Ríkisskattstjóri telur að ávallt fari illa að fela utanaðkom- andi aðila frjálst mat um það hvaða upplýsingar úr gagna- safni embættisins viðkomandi telji nauðsynlegar til fram- kvæmdar á verkefnum sem viðkomandi hafa verið falin,“ segir í umsögn ríkisskattstjóra til velferðarnefndar Al- þingis við frumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um ýmsar lagabreytingar sem gera á vegna áhrifa nýju per- sónuverndarlaganna og snerta stofnanir sem heyra undir ráðuneytið. Ríkisskattstjóri gagnrýnir hvað veita á umboðsmanni skuldara víðtækan rétt til að sækja upplýsingar í gagna- safn embættisins. Afhending þessara gagna til ríkisskatt- stjóra fari fram í trúnaði og í því skyni að tryggja rétta álagningu skatta og gjalda. Um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- og einkamálefni einstaklinga sem eru háð ríkri þagnarskyldu. „Afar óheppilegt er að þriðji aðili hafi alfarið úrslitavald um að hvaða marki for- sendur séu taldar til að rjúfa lögverndaðan þagnarmúr um einkamálefni almennings sem skylt er að afhenda skatt- yfirvöldum,“ segir í umsögninni. Þá telur ríkisskattstjóri ótækt að embættið eigi að bera kostnað af miðlun upplýs- inga sem umboðsmaður óski aðgangs að. Kröfuhafar verði skuldbundnir til að veita embættinu upplýsingar Umboðsmaður skuldara sendi einnig í gær inn umsögn við frumvarpið og þar er lýst ánægju með að veita eigi embættinu skýrar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýs- inga. „Í stað þess að embættið byggi heimild sína til vinnslu persónuupplýsinga á samþykki umsækjanda er lagt til að embættið byggi vinnslu persónuupplýsinga á lagaskyldu, sem mælt er fyrir um í umræddum lagabálk- um,“ segir í umsögninni. Er tilhögun þessara mála í dag lýst og þar segir að þeg- ar einstaklingar óska eftir aðstoð umboðsmanns skuldara þurfi embættið að framkvæma víðtæka upplýsingaöflun til þess að heildstæð mynd náist um fjárhag hlutaðeigandi umsækjanda. „Í dag er framkvæmdin sú að embættið er með samninga um vefþjónustu við nokkra kröfuhafa, þar sem upplýsingar streyma beint frá upplýsingakerfi hlut- aðeigandi kröfuhafa í upplýsingakerfi embættisins. Þegar ekki er um vefþjónustu að ræða sendir embættið kröfuhöfum upplýsingabeiðni í tölvupósti ásamt samþykki umsækjanda fyrir upplýsingaöflun. Umræddar lagaheim- ildir ættu að leiða til þeirrar breytingar að kröfuhafar séu skuldbundnir til að veita embættinu upplýsingar í trausti þess að hlutaðeigandi upplýsingaöflun varði einstakling sem hafi sótt formlega um úrræði hjá embættinu eða leit- að eftir aðstoð þess með öðrum hætti. Það mun svo koma í ljós hvernig kröfuhafar venjast breytingunni, þ.e. hvort þeir geri kröfu um að embættið veiti sönnun um að hlut- aðeigandi einstaklingur hafi leitað til embættisins eða að embættið afhendi staðfestingu frá umsækjanda um að hann hafi verið upplýstur um upplýsingaöflunina,“ segir m.a. í umsögn umboðsmanns. omfr@mbl.is Gagnrýnir rýmri aðgang um- boðsmanns að gögnum RSK  Ríkisskattstjóri varar við breytingum í stjórnarfrumvarpi Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra tilkynnti 30 milljóna króna viðbótarframlag til mann- úðaraðstoðar í Jemen á al- þjóðaráðstefnu í Genf í vikunni. Heildarframlög íslenskra stjórn- valda til Jemens nema þá um 85 milljónum króna það sem af er ári, segir í tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. Guðlaugur átti einnig fund með Michelle Bache- let, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. „Stærsta neyðin í heiminum í dag ríkir í Jemen þar sem áttatíu prósent þjóðarinnar þurfa á neyð- araðstoð að halda. Við höfum lagt áherslu á að aðstoðin nái til barna og kvenna sem eru í sérstaklega bágri stöðu í Jemen,“ sagði Guð- laugur Þór m.a. í ræðu sinni. Hann lagði jafnframt áherslu á að bundinn yrði endi á átökin sem hafa staðið frá árinu 2015. 30 milljónir króna í viðbót til Jemens
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.