Morgunblaðið - 28.02.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 28.02.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýr Herjólfur mun ekki hefja áætl- unarsiglingar milli lands og Eyja hinn 30. mars, eins og að var stefnt, að sögn Hjartar Emilssonar, skipa- tæknifræðings og framkvæmda- stjóra Navis ehf. Hann er verkefna- stjóri Vegagerðarinnar vegna loka- frágangs og afhendingar nýja skipsins. Vonast er til þess að búið verði að afhenda skipið 30. mars og eftir afhendinguna tekur við heim- sigling og þjálfun áhafnarinnar. Líst mjög vel á skipið „Mér leist mjög vel á skipið. Ég get ekki talað nema sem leikmaður en ég vil gjarnan taka mér far með þessu skipi,“ sagði Bergþóra Þor- kelsdóttir, forstjóri Vegagerðar- innar, sem skoðaði nýja Herjólf í Gdynia í Póllandi í gær. Fulltrúar Vegagerðarinnar fóru um allt skipið og skoðuðu farþegasalina, eldhús, vélarrúm, rafhlöðugeymslur og önn- ur rými. „Þetta er allt glæsilegt og nú er unnið að lokafrágangi. Þetta er verulega huggulegt skip.“ Stefnt er að því að nýi Herjólfur geti siglt í Landeyjahöfn um leið og skipið verður tekið í notkun. Dýpk- unarskip er nú til reiðu að hefja dýpkunarframkvæmdir um leið og veður leyfir, að sögn Bergþóru. „Þegar gefur til dýpkunar verður farið í það. Svo vonumst við til að höfnin verði opin. Fyrir utan veður- haminn sem hefur tafið okkur eru aðstæður í höfninni fremur góðar,“ sagði Bergþóra. Unnið er að undirbúningi upp- setningar fasts dælubúnaðar í Land- eyjahöfn. Því verkefni mun ekki ljúka á þessu ári, að sögn Bergþóru. „Það er verið að leggja grunn að því að þessi samgöngumáti geti nýst betur, bæði með nýja skipinu og að- gerðum í höfninni,“ sagði Bergþóra. Vanda til undirbúningsins „Áherslan verður lögð á að vanda til undirbúningsins og að allt verði klárt og áhöfnin fullþjálfuð áður en áætlunarsiglingar hefjast,“ sagði Hjörtur Emilsson. „Það verður tölu- verð breyting frá gamla skipinu með þessu skipi. Stjórn nýja skipsins er allt önnur en gamla Herjólfs. Eins og þetta lítur út í dag mun skipið ekki hefja rekstur 30. mars, það verður einhver töf á því. Gamli Herj- ólfur er til staðar og mun halda uppi áætlunarsiglingum þar til nýja skip- ið tekur við.“ Reynslusiglingar nýja Herjólfs hafa gengið ágætlega og engin stór atriði komið upp á í þeim, að sögn Hjartar. „Það eru ýmis minni háttar atriði sem þarf að lagfæra en reynslusiglingarnar gengu alveg prýðilega.“ Fyrri reynslusiglingin var þriggja til fjögurra sólarhringa löng og svo var önnur styttri í byrj- un vikunnar. Skipið lenti í smá brælu og öldugangi og reyndist mjög vel, að sögn áhafnarinnar. Hjörtur sagði að það hefði verið létt yfir áhöfninni eftir prufutúrinn og menn ánægðir með skipið. Nýi Herj- ólfur verður rafknúinn, sem er nýj- ung í íslenska skipaflotanum. Hjört- ur sagði að sá búnaður hefði reynst vel. Hópur frá Vegagerðinni er nú staddur í Gdynia í Póllandi vegna lokauppgjörs ferjusmíðinnar. Hjört- ur sagði að það styttist í afhendingu skipsins en dagsetning hennar hefur ekki verið ákveðin. Farþegasalur Stórir gluggar veita mikilli birtu inn í farþegasalinn þar sem farþegarnir geta tyllt sér og horft á sjónvarp. Veitingar Fullkomið eldhús og veitingabúð verða í skipinu. „Þetta er verulega huggulegt skip“  Eitthvað dregst að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar  Þjálfa þarf áhöfnina eftir að skipið kemur  Sanddælubúnaður í höfninni ekki tilbúinn á þessu ári  Reyndist vel í reynslusiglingum Ljósmyndir/Vegagerðin Herjólfur Skipið hefur farið í reynslusiglingar, þar af eina langa, og reynst vel. Það fer vel í sjó og engin stór atriði sem þarfnast úrlausnar. Bíladekkið Skipið er gegnumakstursskip og smíðað til flutnings á fólki og farartækjum. Vistlegt Nú er lögð lokahönd á frágang nýju ferjunnar hjá CRIST S.A. skipasmíðastöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.