Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýr Herjólfur mun ekki hefja áætl- unarsiglingar milli lands og Eyja hinn 30. mars, eins og að var stefnt, að sögn Hjartar Emilssonar, skipa- tæknifræðings og framkvæmda- stjóra Navis ehf. Hann er verkefna- stjóri Vegagerðarinnar vegna loka- frágangs og afhendingar nýja skipsins. Vonast er til þess að búið verði að afhenda skipið 30. mars og eftir afhendinguna tekur við heim- sigling og þjálfun áhafnarinnar. Líst mjög vel á skipið „Mér leist mjög vel á skipið. Ég get ekki talað nema sem leikmaður en ég vil gjarnan taka mér far með þessu skipi,“ sagði Bergþóra Þor- kelsdóttir, forstjóri Vegagerðar- innar, sem skoðaði nýja Herjólf í Gdynia í Póllandi í gær. Fulltrúar Vegagerðarinnar fóru um allt skipið og skoðuðu farþegasalina, eldhús, vélarrúm, rafhlöðugeymslur og önn- ur rými. „Þetta er allt glæsilegt og nú er unnið að lokafrágangi. Þetta er verulega huggulegt skip.“ Stefnt er að því að nýi Herjólfur geti siglt í Landeyjahöfn um leið og skipið verður tekið í notkun. Dýpk- unarskip er nú til reiðu að hefja dýpkunarframkvæmdir um leið og veður leyfir, að sögn Bergþóru. „Þegar gefur til dýpkunar verður farið í það. Svo vonumst við til að höfnin verði opin. Fyrir utan veður- haminn sem hefur tafið okkur eru aðstæður í höfninni fremur góðar,“ sagði Bergþóra. Unnið er að undirbúningi upp- setningar fasts dælubúnaðar í Land- eyjahöfn. Því verkefni mun ekki ljúka á þessu ári, að sögn Bergþóru. „Það er verið að leggja grunn að því að þessi samgöngumáti geti nýst betur, bæði með nýja skipinu og að- gerðum í höfninni,“ sagði Bergþóra. Vanda til undirbúningsins „Áherslan verður lögð á að vanda til undirbúningsins og að allt verði klárt og áhöfnin fullþjálfuð áður en áætlunarsiglingar hefjast,“ sagði Hjörtur Emilsson. „Það verður tölu- verð breyting frá gamla skipinu með þessu skipi. Stjórn nýja skipsins er allt önnur en gamla Herjólfs. Eins og þetta lítur út í dag mun skipið ekki hefja rekstur 30. mars, það verður einhver töf á því. Gamli Herj- ólfur er til staðar og mun halda uppi áætlunarsiglingum þar til nýja skip- ið tekur við.“ Reynslusiglingar nýja Herjólfs hafa gengið ágætlega og engin stór atriði komið upp á í þeim, að sögn Hjartar. „Það eru ýmis minni háttar atriði sem þarf að lagfæra en reynslusiglingarnar gengu alveg prýðilega.“ Fyrri reynslusiglingin var þriggja til fjögurra sólarhringa löng og svo var önnur styttri í byrj- un vikunnar. Skipið lenti í smá brælu og öldugangi og reyndist mjög vel, að sögn áhafnarinnar. Hjörtur sagði að það hefði verið létt yfir áhöfninni eftir prufutúrinn og menn ánægðir með skipið. Nýi Herj- ólfur verður rafknúinn, sem er nýj- ung í íslenska skipaflotanum. Hjört- ur sagði að sá búnaður hefði reynst vel. Hópur frá Vegagerðinni er nú staddur í Gdynia í Póllandi vegna lokauppgjörs ferjusmíðinnar. Hjört- ur sagði að það styttist í afhendingu skipsins en dagsetning hennar hefur ekki verið ákveðin. Farþegasalur Stórir gluggar veita mikilli birtu inn í farþegasalinn þar sem farþegarnir geta tyllt sér og horft á sjónvarp. Veitingar Fullkomið eldhús og veitingabúð verða í skipinu. „Þetta er verulega huggulegt skip“  Eitthvað dregst að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar  Þjálfa þarf áhöfnina eftir að skipið kemur  Sanddælubúnaður í höfninni ekki tilbúinn á þessu ári  Reyndist vel í reynslusiglingum Ljósmyndir/Vegagerðin Herjólfur Skipið hefur farið í reynslusiglingar, þar af eina langa, og reynst vel. Það fer vel í sjó og engin stór atriði sem þarfnast úrlausnar. Bíladekkið Skipið er gegnumakstursskip og smíðað til flutnings á fólki og farartækjum. Vistlegt Nú er lögð lokahönd á frágang nýju ferjunnar hjá CRIST S.A. skipasmíðastöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.