Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 46

Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hinn umdeildi illgresiseyðir Round- up varð tilefni réttarhalda sem hóf- ust í vikubyrjun í Bandaríkjunum, hálfu ári eftir að umsjónarmaður skólalóðar vann fyrstu lögsóknina gegn eitrinu þar sem dæmt var að Roundup væri krabbameinsvaldur. Þýska efnaverksmiðjan Bayer eignaðist Roundup með kaupum á bandaríska efna- og lyfjafyrirtæk- inu Monsanto í fyrra. Í eyðinum er að finna glýfosat sem umhverf- isverndarmenn og aðrir gagnrýn- endur hafa lengi haldið fram að væri krabbameinsvaldur. Glýfosat er hið virka efni í ill- gresiseyði sem fjöldi fyrirtækja framleiðir og er algengari í notkun um heim allan en nokkur önnur efnablanda með sama hlutverk. Í ágúst sl. komust dómarar að einróma niðurstöðu um að Mons- anto hefði með refsiverðum ásetn- ingi valdið manni að nafni Dewayne „Lee“ Johnson skaða og að illgres- iseyðarnir Roundup og Ranger Pro hefðu að verulegu leyti átt þátt í ólæknandi sjúkdómi hans. Nú hefur annar Kaliforníumaður, Edwin Hardeman, sakað Roundup um að hafa valdið krabbameini hans, sem er sömu gerðar og mein- semd Johnsons, eða svonefnt Hodg- kins-eitilfrumukrabbamein (NHL). Viðvaranir skorti Hardeman er frá sýslunni So- noma sem er norður af San Franc- isco. Hann brúkaði Roundup stíft til að halda aftur af illgresi á land- areign sinni á árunum frá 1980 til 2012, að sögn lögmanna hans. Hann kærði Monsanto snemma árs 2016, eða ári eftir að hann greindist með krabbamein. Í kærunni er því slegið föstu, að fyrirtækið „vissi eða hafði ástæðu til að vita að Roundup væri gallað og háskalegt“ og komist menn í snertingu við efnið „gæti það leitt til krabbameins og ann- arra vægðarlausra sjúkdóma og skaða“. Lögmenn Hardemans segja að í upplýsingum sem Monsanto veitti eða sendi frá sér hafi skort á full- nægjandi viðvaranir og ábendingar um varúðarráðstafanir sem hefðu getað leyft Hardeman og öðrum einstaklingum í sömu stöðu að nota eyðinn af öryggi með fullnægjandi varnarbúnaði. Í staðinn hafi fyrirtækið „dreift út um allt upplýsingum sem voru ónákvæmar, falskar og villandi,“ bæta þeir við. Notað í rúm 40 ár Monsanto hefur selt Roundup um heim allan í rúmlega 40 ár og stend- ur fast á sínu í vörn sinni. Illgres- iseyðirinn er ekki hættulegur sé farið að notkunarskilyrðum, segir fyrirtækið og bætir við að þetta sé stutt með hundruðum vísindarann- sókna um dagana. Eins og réttarhöldin í máli John- son fara málaferli vegna kæru Har- demans einnig fram í San Franc- isco. Það er fyrsta mál sinnar tegundar sem lagt er fyrir alrík- isdómstól þar sem sum laga- tæknileg skilyrði geta verið önnur en fyrir ríkisrétti eins og þeim sem Johnson vann sitt mál fyrir. Mál Hardemans er leiðandi mál í stefnu sem hundruð fyrirtækja tengjast. Málin eru lagalega tengd en verða tekin fyrir sjálfstætt. Þótt ekki sé um að ræða hópmálssókn í máli Hardemans mun niðurstaðan hafa áhrif á framvindu annarra mála. Fordæmið sem fékkst með máli fyrrnefnds Johnsons gegn Mons- anto mun einnig vofa yfir málaferl- um Hardemans sem talið er að standa muni yfir í fjórar til fimm vikur. Johnson greindist árið 2014 með NHL-krabbameinið, sem leggst á hvítu blóðkornin. Hann kvaðst hafa notað Ranger Pro ítrekað á gróðurflatir er hann starf- aði við skóla í Benicia í Kaliforníu. 9,4 milljarða skaðabætur Dómarar í máli hans dæmdu Monsanto í ágúst í fyrra til greiðslu 250 milljóna dollara í sekt og skaða- bætur eða sem svarar 30 millj- örðum íslenskra króna. Að við- bættum öðrum kostnaði sem féll á fyrirtækið vegna málsins nam heildargreiðslan tæpum 290 millj- ónum dollara. Forsvar fyrir dómurunum við ríkisrétt Kaliforníu hafði Suzanne Bolanos. Hafnaði hún síðari kröfum Monsanto um að réttað yrði upp á nýtt í málinu. Lækkaði hún aftur á móti skaðabæturnar sem fyrirtækið var dæmt til að borga niður í 78 milljónir dollara, jafnvirði 9,4 millj- arða króna. Var það í samræmi við lög um útreikninga bóta af því tagi. Dómurinn varð til þess að hluta- bréf í Bayer hríðféllu en greinendur á markaði óttuðust að alda kostn- aðarsamra dómsmála gæti verið við það að brotna allharkalega á fyr- irtækinu. Bayer sagði í nóvember síðast- liðnum að það myndi fækka starfs- fólki sínu um 12.000 manns í upp- stokkun og endurskipulagningu starfseminnar eftir yfirtökuna á Monsanto, sem vísaði dómnum til áfrýjunarréttar með kröfu um að sakfellingunni í Johnson-málinu yrði vísað frá. Að beiðni Bayer verður Harde- man-málið tekið fyrir í tveimur þrepum. Í því fyrra verði leitast við að ákvarða hvort Roundup sé skað- valdur í meinsemd hans. Verði það niðurstaða dómsins verður við- fangsefni seinna þrepsins að ákvarða hvort Monsanto sé bóta- skylt og sé svo þá hvers konar skaðabótaupphæð skuli greidd. Misvísandi ákvarðanir Fyrir dómarann er markmið tveggja þrepa fyrirkomulagsins að auðvelda dómnum að kveða á um hugsanlega ábyrgð glýfosats án áhrifa frá orðspori Monsanto sem hefur á sér vafasama ímynd um veröld víða og hefur meðal annars sætt ásökunum um að hafa hagrætt niðurstöðum rannsókna á skaðsemi efnanna. Monsanto hefur átt vini í röðum bænda því þeir hafa lofað glýfosat fyrir skilvirkni þess og hversu ódýrt það er þeim. Efnið er undir sérstakri smásjá í Evrópu, einkum og sér í lagi í Frakklandi en þarlend yfirvöld bönnuðu eina útgáfu þess, Roundup Pro, í nýliðnum jan- úarmánuði. Illgresiseyðirinn hefur mátt þola mótsagnakenndar ákvarðanir víða um heim. Í nóvember 2017 end- urnýjaði Evrópusambandið (ESB) heimildir til notkunar þess til fimm ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur hins vegar heitið því að uppræta notkun glýfosats með öllu frá og með 2021. Í rann- sókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (WHO) var niðurstaðan sú að glýfosat væri „líklega krabbameins- valdandi“. Umhverfissamtök, þar á meðal Greenpeace, hafa hvatt til allsherj- arbanns við notkun þess í Evrópu. Monsanto svaraði því með því að staðhæfa að illgresiseyðirinn upp- fyllti allar kröfur ESB sem fyrir hendi verða að vera til að leyfi fáist til notkunar þess. Umdeildur illgresiseyðir fyrir rétt  Umhverfissamtök hafa hvatt til allsherjarbanns við notkun glýfosats í Evrópu  Monsanto svaraði því til að illgresiseyðirinn uppfyllti allar kröfur ESB fyrir notkun hans Glýfosat, öflugur og umdeildur illgresiseyðir 1 Heimildir: IARC, EFSA, Monsanto Notkun á glýfosati í heiminum Flokkað sem: í tonnum árin 2015 og 2017 af Evrópsku matvælaöryggis- málastofnuninni (EFSA) Munurinn milli þessara tveggja niðurstaðna: EFSA segir að IARC taki ekki mið af viðbótarrannsóknum Rannsakendur segja að niðurstaða EFSA byggi á gögnum, sem fram- leiðendur hafa sjálfir látið í té Fullur aðgangur að rannsóknum ekki veittur: framleiðendur bera fyrir sig trúnað, viðskiptaleyndarmál og einkaleyfi líklega krabbameinsvaldandi af Alþjóðastofnun krabbameins- rannsókna (IARC) árið 2015 ólíklegt til að valda krabbameini 1994 2000 2005 2010 2014 56.000 402.000 826.000 Getur valdið eitrun í örverum í vatni Glýfosat leysist upp Fyrirtækið Monsanto, sem er nú í eigu Bayer framleiðir virka efnið í illgresiseyðinum Önnur fyrirtæki hafa framleitt efnið frá árinu 2000 Efnaformúla: C3H8NO5P Sumum fræjum (maís, soja) hefur verið erfðabreytt til að þola glýfosat Sumar plöntur eru orðnar ónæmar Plöntueitur sem drepur flestar plöntur Glýfosat bælir EPSPS ensímið sem finnst í jurtum og sumum örverum Íblöndunarefni bindur plöntueitrið við yfirborð jurtarinnar Jurtin deyr vegna þess að hún getur ekki lengur framleitt tilteknar amínósýrur 3 2 AFP Illgresiseyðir Roundup, sem inniheldur glýfosat, er algengt plöntueitur. Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.