Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hinn umdeildi illgresiseyðir Round- up varð tilefni réttarhalda sem hóf- ust í vikubyrjun í Bandaríkjunum, hálfu ári eftir að umsjónarmaður skólalóðar vann fyrstu lögsóknina gegn eitrinu þar sem dæmt var að Roundup væri krabbameinsvaldur. Þýska efnaverksmiðjan Bayer eignaðist Roundup með kaupum á bandaríska efna- og lyfjafyrirtæk- inu Monsanto í fyrra. Í eyðinum er að finna glýfosat sem umhverf- isverndarmenn og aðrir gagnrýn- endur hafa lengi haldið fram að væri krabbameinsvaldur. Glýfosat er hið virka efni í ill- gresiseyði sem fjöldi fyrirtækja framleiðir og er algengari í notkun um heim allan en nokkur önnur efnablanda með sama hlutverk. Í ágúst sl. komust dómarar að einróma niðurstöðu um að Mons- anto hefði með refsiverðum ásetn- ingi valdið manni að nafni Dewayne „Lee“ Johnson skaða og að illgres- iseyðarnir Roundup og Ranger Pro hefðu að verulegu leyti átt þátt í ólæknandi sjúkdómi hans. Nú hefur annar Kaliforníumaður, Edwin Hardeman, sakað Roundup um að hafa valdið krabbameini hans, sem er sömu gerðar og mein- semd Johnsons, eða svonefnt Hodg- kins-eitilfrumukrabbamein (NHL). Viðvaranir skorti Hardeman er frá sýslunni So- noma sem er norður af San Franc- isco. Hann brúkaði Roundup stíft til að halda aftur af illgresi á land- areign sinni á árunum frá 1980 til 2012, að sögn lögmanna hans. Hann kærði Monsanto snemma árs 2016, eða ári eftir að hann greindist með krabbamein. Í kærunni er því slegið föstu, að fyrirtækið „vissi eða hafði ástæðu til að vita að Roundup væri gallað og háskalegt“ og komist menn í snertingu við efnið „gæti það leitt til krabbameins og ann- arra vægðarlausra sjúkdóma og skaða“. Lögmenn Hardemans segja að í upplýsingum sem Monsanto veitti eða sendi frá sér hafi skort á full- nægjandi viðvaranir og ábendingar um varúðarráðstafanir sem hefðu getað leyft Hardeman og öðrum einstaklingum í sömu stöðu að nota eyðinn af öryggi með fullnægjandi varnarbúnaði. Í staðinn hafi fyrirtækið „dreift út um allt upplýsingum sem voru ónákvæmar, falskar og villandi,“ bæta þeir við. Notað í rúm 40 ár Monsanto hefur selt Roundup um heim allan í rúmlega 40 ár og stend- ur fast á sínu í vörn sinni. Illgres- iseyðirinn er ekki hættulegur sé farið að notkunarskilyrðum, segir fyrirtækið og bætir við að þetta sé stutt með hundruðum vísindarann- sókna um dagana. Eins og réttarhöldin í máli John- son fara málaferli vegna kæru Har- demans einnig fram í San Franc- isco. Það er fyrsta mál sinnar tegundar sem lagt er fyrir alrík- isdómstól þar sem sum laga- tæknileg skilyrði geta verið önnur en fyrir ríkisrétti eins og þeim sem Johnson vann sitt mál fyrir. Mál Hardemans er leiðandi mál í stefnu sem hundruð fyrirtækja tengjast. Málin eru lagalega tengd en verða tekin fyrir sjálfstætt. Þótt ekki sé um að ræða hópmálssókn í máli Hardemans mun niðurstaðan hafa áhrif á framvindu annarra mála. Fordæmið sem fékkst með máli fyrrnefnds Johnsons gegn Mons- anto mun einnig vofa yfir málaferl- um Hardemans sem talið er að standa muni yfir í fjórar til fimm vikur. Johnson greindist árið 2014 með NHL-krabbameinið, sem leggst á hvítu blóðkornin. Hann kvaðst hafa notað Ranger Pro ítrekað á gróðurflatir er hann starf- aði við skóla í Benicia í Kaliforníu. 9,4 milljarða skaðabætur Dómarar í máli hans dæmdu Monsanto í ágúst í fyrra til greiðslu 250 milljóna dollara í sekt og skaða- bætur eða sem svarar 30 millj- örðum íslenskra króna. Að við- bættum öðrum kostnaði sem féll á fyrirtækið vegna málsins nam heildargreiðslan tæpum 290 millj- ónum dollara. Forsvar fyrir dómurunum við ríkisrétt Kaliforníu hafði Suzanne Bolanos. Hafnaði hún síðari kröfum Monsanto um að réttað yrði upp á nýtt í málinu. Lækkaði hún aftur á móti skaðabæturnar sem fyrirtækið var dæmt til að borga niður í 78 milljónir dollara, jafnvirði 9,4 millj- arða króna. Var það í samræmi við lög um útreikninga bóta af því tagi. Dómurinn varð til þess að hluta- bréf í Bayer hríðféllu en greinendur á markaði óttuðust að alda kostn- aðarsamra dómsmála gæti verið við það að brotna allharkalega á fyr- irtækinu. Bayer sagði í nóvember síðast- liðnum að það myndi fækka starfs- fólki sínu um 12.000 manns í upp- stokkun og endurskipulagningu starfseminnar eftir yfirtökuna á Monsanto, sem vísaði dómnum til áfrýjunarréttar með kröfu um að sakfellingunni í Johnson-málinu yrði vísað frá. Að beiðni Bayer verður Harde- man-málið tekið fyrir í tveimur þrepum. Í því fyrra verði leitast við að ákvarða hvort Roundup sé skað- valdur í meinsemd hans. Verði það niðurstaða dómsins verður við- fangsefni seinna þrepsins að ákvarða hvort Monsanto sé bóta- skylt og sé svo þá hvers konar skaðabótaupphæð skuli greidd. Misvísandi ákvarðanir Fyrir dómarann er markmið tveggja þrepa fyrirkomulagsins að auðvelda dómnum að kveða á um hugsanlega ábyrgð glýfosats án áhrifa frá orðspori Monsanto sem hefur á sér vafasama ímynd um veröld víða og hefur meðal annars sætt ásökunum um að hafa hagrætt niðurstöðum rannsókna á skaðsemi efnanna. Monsanto hefur átt vini í röðum bænda því þeir hafa lofað glýfosat fyrir skilvirkni þess og hversu ódýrt það er þeim. Efnið er undir sérstakri smásjá í Evrópu, einkum og sér í lagi í Frakklandi en þarlend yfirvöld bönnuðu eina útgáfu þess, Roundup Pro, í nýliðnum jan- úarmánuði. Illgresiseyðirinn hefur mátt þola mótsagnakenndar ákvarðanir víða um heim. Í nóvember 2017 end- urnýjaði Evrópusambandið (ESB) heimildir til notkunar þess til fimm ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur hins vegar heitið því að uppræta notkun glýfosats með öllu frá og með 2021. Í rann- sókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (WHO) var niðurstaðan sú að glýfosat væri „líklega krabbameins- valdandi“. Umhverfissamtök, þar á meðal Greenpeace, hafa hvatt til allsherj- arbanns við notkun þess í Evrópu. Monsanto svaraði því með því að staðhæfa að illgresiseyðirinn upp- fyllti allar kröfur ESB sem fyrir hendi verða að vera til að leyfi fáist til notkunar þess. Umdeildur illgresiseyðir fyrir rétt  Umhverfissamtök hafa hvatt til allsherjarbanns við notkun glýfosats í Evrópu  Monsanto svaraði því til að illgresiseyðirinn uppfyllti allar kröfur ESB fyrir notkun hans Glýfosat, öflugur og umdeildur illgresiseyðir 1 Heimildir: IARC, EFSA, Monsanto Notkun á glýfosati í heiminum Flokkað sem: í tonnum árin 2015 og 2017 af Evrópsku matvælaöryggis- málastofnuninni (EFSA) Munurinn milli þessara tveggja niðurstaðna: EFSA segir að IARC taki ekki mið af viðbótarrannsóknum Rannsakendur segja að niðurstaða EFSA byggi á gögnum, sem fram- leiðendur hafa sjálfir látið í té Fullur aðgangur að rannsóknum ekki veittur: framleiðendur bera fyrir sig trúnað, viðskiptaleyndarmál og einkaleyfi líklega krabbameinsvaldandi af Alþjóðastofnun krabbameins- rannsókna (IARC) árið 2015 ólíklegt til að valda krabbameini 1994 2000 2005 2010 2014 56.000 402.000 826.000 Getur valdið eitrun í örverum í vatni Glýfosat leysist upp Fyrirtækið Monsanto, sem er nú í eigu Bayer framleiðir virka efnið í illgresiseyðinum Önnur fyrirtæki hafa framleitt efnið frá árinu 2000 Efnaformúla: C3H8NO5P Sumum fræjum (maís, soja) hefur verið erfðabreytt til að þola glýfosat Sumar plöntur eru orðnar ónæmar Plöntueitur sem drepur flestar plöntur Glýfosat bælir EPSPS ensímið sem finnst í jurtum og sumum örverum Íblöndunarefni bindur plöntueitrið við yfirborð jurtarinnar Jurtin deyr vegna þess að hún getur ekki lengur framleitt tilteknar amínósýrur 3 2 AFP Illgresiseyðir Roundup, sem inniheldur glýfosat, er algengt plöntueitur. Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.