Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 58

Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 58
Súkkulaðibollur með saltri karamellu og pekanhnetum Einn pakki af Toro-hveitibolludufti, bak- að eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka 1 pakki Royal-karamellubúðingur 50 g 70% súkkulaði 2,5 dl nýmjólk 2,5 dl rjómi 1 tsk gróft salt og ½ tsk gróft salt (hvort í sínu lagi) 1 pakki rjómatöggur ½ dl rjómi pistasíuhnetur án kjarna (saltar eða ósaltar) Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum og bætið við þær 50 g af smátt skornu 70% súkkulaði. Gerið svo saltkaramellubúðing með 1 pakka karamellubúðingi, 2½ dl rjóma, 2½ dl nýmjólk og 1 tsk af grófu salti og leggið til hliðar. Bræðið svo rjómatöggur í potti með ½ dl rjóma og ½-1 tsk af grófu salti. Skerið bollurnar í tvennt og setjið karamellu og muldar pekanhnetur á botninn. Setjið svo búðinginn ofan á og lokið bollunni. Toppið með saltkaramellu og muld- um pekanhnetum. Ljósmynd/María Gomez Lífið er hreinlega of stutt til að flippa ekki smá og hvað er betra en bollur sem búið er að snúa í hringi og toppa með öllu því besta sem hægt er að setja inn í og ofan á eina bollu? Það er María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift. Öðruvísi og ómótstæðilegar Þessi samsetning er algjörlega stórkostleg og vel þess virði að prófa. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust. Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum Einn pakki af Toro Hveteboller-dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka 1 pakki vanillu Royal-búðingur Hindberjasulta 2,5 dl nýmjólk 2,5 dl rjómi Flórsykur Bakið bollurnar eftir leiðbein- ingum. Gerið svo vanillubúðing með 1 pakka búðing, 2,5 dl rjóma og 2,5 dl nýmjólk. Setjið svo hindberjasultu á botn- inn og vanillubúðing ofan á. Lokið bollunni og stráið flórsykri yfir með sigti. Berlínarbolla Hér getur að líta hina klassísku berlínarbollu sem á alltaf vel við á bolludaginn. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is. Ljósmynd/María Gomez Skotheld Berlínarbolla er eitt af þessum föstu leikatriðum sem klikka ekki. Vatnsdeigsbollur 190 g smjör 375 ml vatn 190 g hveiti 6 egg Hitið ofninn á 180°C með blæstri. Hitið saman smjör og vatn í potti þar til smjörið er bráðið og leyfið aðeins að sjóða saman. Slökkvið þá á hellunni og setjið hveitið út í smjörblönduna og blandið vel með sleif, hrærið dá- góða stund saman þar til deigið losnar frá köntunum. Færið deigið nú yfir í hræri- vélina og notið K-ið á lægstu stillingu til að leyfa hitanum að- eins að rjúka úr. Pískið eggin saman í skál á meðan og bætið þeim síðan sam- an við í litlum skömmtum. Stundum duga 5 eða 5½ egg ef þau eru stór svo geymið að bæta restinni saman við þar til í lokin. Deigið á að vera teygjanlegt og ekki of þunnt, það verður að halda hæð þegar það er sett á bökunarplötuna. Best er að setja vel kúfaða te- skeið (um það bil 2 tsk.) af deigi með góðu millibili á bökunar- plötu íklædda bökunarpappír. Fínt er að miða við um 15 bollur á hvora plötu, uppskriftin gefur um 30 bollur. Bakið bollurnar í 20-22 mín- útur eða þar til þær eru vel gylltar og ekki opna ofninn á meðan því þá geta þær fallið. Fylling 500 ml þeyttur rjómi jarðarberjasulta frá Den Gamle Fabrik hindberjasulta frá Den Gamle Fabrik fersk hindber og jarðarber (má sleppa) Smyrjið vel af sultu á neðri botninn á hverri bollu (15 með jarðarberja- og 15 með hindberja- sultu). Sprautið rjóma ofan á sultuna og raðið ferskum berjum þar næst. Setjið lokið á og útbúið glass- úrinn. Glassúr 100 g brætt smjör 215 g flórsykur 3 msk. bökunarkakó 3 tsk. vanilludropar 2 msk. heitt kaffi Setjið allt saman í skál og hrærið saman með písk þar til vel blandað. Setjið góða teskeið af glassúr ofan á hverja bollu og dreifið úr. Gamaldags vatnsdeigs- bollur með sultu og rjóma Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Það er fátt sem við elskum meira en gömlu góðu vatnsdeigsbollurnar þó það geti vafist fyrir ýmsum að baka þær (nefni engin nöfn). Margir vilja þær bara með sultu, rjóma og súkkulaðiglassúr en svo má líka flippa og setja það sem hugurinn girnist á milli. Þessi uppskrift kemur frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is. Lekkert og ljúffengt Góður kaffibolli með nýbakaðri bollu er eitt það besta sem hægt er að gæða sér á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.