Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 63

Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 63
MINNINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 ✝ Ingi SigurðurHelgason fæddist í Skaftfelli á Fáskrúðsfirði 3. október 1941 og ólst þar upp. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. febr- úar 2019. Foreldrar hans voru hjónin Stef- anía Sigurbergs- dóttir, f. 18.6. 1915, d. 7.4. 2000, og Helgi Sigtryggur Sigurðs- son, f. 27.10. 1910, d. 9.6. 1977. Systir hans er Sigurbjörg, f. 29.1. 1945. Kona Inga er Árný Arnþórs- dóttir frá Litla-Haga á Fá- skrúðsfirði, f. 22.10. 1941. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Stef- án, f. 4.4. 1959, d. 19.6. 1981. 2) Helgi Svanberg, f. 1960, maki Hanna Bára Guðjónsdóttir. Börn: Jóhann Ingi, Árný Heiða, Guðmundur Heiðar og Unnar Daði. 3) Arnar Þórir, f. 1962, maki Hrönn Sævarsdóttir. Börn: Harpa Sif og Ómar Þór. 4) síðan framtíðarheimilið sitt, Lindarbæ, og flutti fjölskyldan þangað árið 1968, þau hjón fluttu svo til Reykjavíkur í jan- úar 1989. Elsta drenginn sinn missti hann af slysförum árið 1981, var það mikið áfall fyrir fjölskyld- una. Ingi vann sem ungur maður hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðs- fjarðar og einnig um tíma sem verslunarstjóri í Kaupfélaginu. Hann vann svo að mestu sem sinn eigin herra í gegnum árin. Við rörasteypu, veitinga- og hótelrekstur og margt fleira. Hannaði hann og teiknaði sjálfur allt sem hann smíðaði, liðtækur múrari, lagði flísar og parket. Hann var mikill tónlistarunn- andi, spilaði á harmonikku og einnig á skemmtara. Var einn af þremur meðlimum í tríóinu GIM og tók virkan þátt í leiksýn- ingum með leikfélaginu á Fá- skrúðsfirði. Átti Ingi auðvelt með að setja niður texta þegar á þurfti að halda við ýmsar skemmtanir. Ingi ferðaðist mikið með konu sinni, bæði hérlendis og erlendis. Útför Inga fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28. febrúar 2019, klukkan 13. Birgir Ómar, f. 1971, maki Jóna Marý Hafsteins- dóttir. Börn: Katrín Lind og Ingi Þór. Barnabörn Inga eru átta og barna- barnabörnin eru níu. Að loknu námi í heimabyggð lá leið hans í Alþýðuskól- ann á Eiðum í einn vetur. Ingi þurfti snemma að verða fullorðinn og sinna ýmsum störfum heimilisins í Skaftfelli, þar sem faðir hans hafði misst annan fótinn eftir óhapp við vinnu sína sem ungur maður á sjó. Ingi og kona hans Árný hófu sinn búskap í Reykjavík eftir að hafa verið saman frá því þau voru aðeins 15 ára gömul. Dvöldu þar stutt og fluttu aust- ur á Fáskrúðsfjörð, í Miðbæ. Tæplega tuttugu og eins árs var hann orðinn faðir þriggja kröftugra drengja. Þau byggðu Á degi sem þessum reikar hugurinn til tengdapabba míns sem við kveðjum í dag. Hef þekkt hann síðan ég var aðeins átján ára gömul og flutti austur á Fáskrúðsfjörð til hans Helga míns. Við bjuggum um tíma í kjall- aranum hjá tengdaforeldrum mínum og á þeim tíma gerðum við Inga að afa, þá var hann 38 ára gamall. Hann sagði mér það löngu seinna að hann hefði nú ekki verið alveg tilbúinn að verða afi svona ungur en tók það að sjálfsögðu fljótt í sátt. Hann var fljótur að kenna hon- um Jóhanni Inga að kalla þau afa glanna og ömmu skvísu. Enda var hann svona töffaraafi, sem fannst gaman að eiga flott- an bíl og kitla aðeins pinnann. Það var mikið áfall fyrir Inga og okkur öll þegar þegar Gummi heitinn lést í mótor- hjólaslysi aðeins tuttugu og tveggja ára gamall. Menn jafna sig aldrei á svona lífsreynslu en læra kannski að lifa með henni. Ingi var mjög fjölhæfur, bæði í huga og höndum, fékk hugmyndir. Sumar þeirra sem voru pínu „klikkaðar“ og þá þurfti kona hans stundum að kippa honum niður á jörðina. Ein af hans hugmyndum var t.d. að þegar við Helgi giftum okkur, þá vildi hann helst halda svona Hollywood-brúðkaup. En brúðurin tilvonandi, með þriggja mánaða gamla tví- burana, var ekki til í mikinn glamúr og athygli og umfangið var minnkað til muna. Inga fannst gaman að spila músík og vildi stundum slá upp fjöri þegar við komum í heim- sókn og vildi spila þannig að vel heyrðist. Þá varð nú stundum styr um „volume“-takkann, hann hækkaði og Árný lækkaði með þessum orðum sem við heyrðum svo oft: „Hættu þessu, Ingi.“ Oft á kvöldin þegar við bjuggum í kjallaranum þá sat hann og spilaði á skemmtarann. Það barst svo fallega niður til okkar og sofnaði ég mjög oft út frá þessu hugljúfa spili hans. Eftir að Ingi greindist með Alzheimers-sjúkdóminn and- styggilega og hann farinn að hafa veruleg áhrif á líf hans, vildi hann að við færum með þeim Árnýju, synir hans og við tengdadæturnar, í reisu á með- an heilsa hans leyfði. Fórum við saman í siglingu um Karíbahafið. Tveimur dögum fyrir flugið til Flórída fór Ingi í hjartaþræðingu, en fékk leyfi frá læknunum að fara í ferðina þrátt fyrir það. Við nutum þess að vera öll saman, í yndislegu heitu veðri og sólríku. Í þannig veðri naut Ingi sín. Hann var í raun sól- ardýrkandi. Borðuðum við góð- an mat og drukkum kokkteila. Sátum á svölunum og hlust- uðum á öldugjálfrið á kvöldin í myrkri og 30 gráðum á meðan við sigldum á næsta áfanga- stað. Eignuðumst meira að segja okkar eigið ljóð, að Inga beiðni. Þar segir: „sameinuð stöndum við öllsömul þétt“. Það erum við svo sannarlega búin að gera á þessum erfiðu vikum. Ingi lagðist inn á Landspít- alann tæpri viku fyrir jól og greindist um jólin með krabba- mein í lifur. Nú, rúmum tveimur mánuð- um eftir að við komum úr ferð- inni okkar, er hann allur. Fyrir vikið verður ferðin okkur enn dýrmætari. Finnst hreinlega að hann hafi einhvern veginn get- að haldið aftur af veikindum sínum til að komast í reisuna með okkur. En það er sama hversu menn eru sterkir og miklir naglar, já- kvæðir og lífsglaðir, það getur enginn lifað lengi með tvo svona erfiða og miskunnarlausa sjúkdóma. Um eitt er ég viss, að nú hef- ur Ingi lagt upp í aðra siglingu með öðrum ástvinum, þeim er hann var viss um að hitta þegar þessi stund rynni upp. Góða ferð minn, kæri tengdapabbi. Hanna Bára. Elsku afi minn. Ég sit hér á kaffihúsi í hjarta Brussel til að skrifa til þín. Ég rétt náði að skrifa „Elsku afi“ áður en tárin tóku að streyma og nú eru aðrir gestir kaffi- hússins farnir að gjóa augunum til mín. Mér er þó sama, mér finnst við hæfi að skrifa þessi orð til þín hér innan um iðandi mann- líf og ómandi tónlist. Þetta væri staður að þínu skapi og mér finnst eins og þú sért hér, lífs- glaði afi minn með barnslega hjartað. Hver heimsókn til þín sem barn var nýtt ævintýri uppfyllt af sköpunargleði. Við sömdum sögur, sungum og lék- um á skemmtarann, tókum upp allskyns leikið efni og klipptum tökurnar svo til þar til útkoman var að okkar mati meistara- verk. Þú gafst mér óbilandi trú á eigin getu og sannfæringu um að ekkert sé ómögulegt í þessu lífi. Eitt sinn vorum við að rúnta um bæinn þegar þú spurðir mig hvort ég gæti ekki tekið upp með þér nokkur Celine Dion-lög. Þegar ég var efins um að ég myndi valda því svaraðir þú ákveðinn „þú syng- ur miklu betur en hún!“ 10 ára stelpuskottið var auðvitað í skýjunum með þetta. Svona varst þú, alltaf í liði með okkur krökkunum sem í þínum augum vorum fullkomin og meira en það. Hjá þér mátti alltaf hafa gaman og vera með ærsl og læti, þú sagðir enda að lífið væri til að hafa gaman af því. Ein af mínum fyrstu minn- ingum lýsir þessu vel. Ég var í sundlauginni hjá þér og ömmu í Orlando, hékk aftan á þér með könnu í hendi og hellti yfir þig hverri vatnsgusunni á eftir annarri. Ég beið eftir því að þú fengir nóg og segðir stopp, en það kom aldrei að því. Þú hafð- ir jafn gaman af þessu og barnið. Óteljandi ljúfar minningar tengjast þér og ömmu. Þegar ég dvaldi með ykkur eitt sumarið á Fáskrúðsfirði og þú lést mig dansa um sveitirnar og bjóst til tónlistarmyndband við lagið „Stína var lítil stúlka í sveit“. Allar helgarnar sem við barnabörnin fengum að gista hjá ykkur og halda náttfatap- artí þar sem við spiluðum tón- list á hæsta styrk og klöpp- uðum og sungum á nátt- fötunum. Ferðin til Mallorca. Þegar ég horfi til baka fyllist ég óendanlegu þakklæti í þinn garð og ömmu. Ég er líka óend- anlega þakklát fyrir síðasta daginn okkar saman. Hann var ljúfsár en fullkominn. Við hlustuðum á uppáhaldslögin þín, héldumst í hendur, grétum, hlógum og föðmuðumst. Við vissum að þetta var síðasta stundin okkar, þessi fallega stund. Og nú ertu farinn. Á sjálfan Valentínusardaginn sveifst þú á brott á vængjum ástarinnar sem þú varst svo þétt umvaf- inn. Í Brussel birti skyndilega til eftir margar vikur af myrkri og nístingskulda. Á heiðbláum himni tók sólin að skína og meðan ég ráfaði um og yljaði mér við allar ljúfu minningarn- ar um þig kom ég auga á nokk- ur útsprungin blóm, þau fyrstu á árinu. Ég hugsaði að þetta táknaði að þjáningum þínum væri lokið og þú værir nú á friðsælum og fallegum stað, sólríkum og blómstrandi. Með- an ég horfði á blómin kom þessi litla vísa til mín: Dýrmætar horfnar stundir, fylla nú hjarta mitt hlýju, er verða okkar endurfundir, við syngjum saman að nýju. Guð geymi þig, elsku afi. Þín Harpa. Ingi frændi kom mér alla tíð fyrir sjónir sem hress náungi og grallari, bæði orðheppinn og gamansamur. Ein fyrsta minning mín um Inga frænda tengist jólatrés- skemmtun í Skrúði, þar sem ég nánast sturlaðist úr hræðslu þegar hann var þar í gervi jóla- sveins og reyndi að gefa mér, öskrandi barninu, epli. Næsta minning er að sjá hann troða upp á þjóðhátíðardaginn með söngtríói, syngjandi um Tótu litlu létta á fæti. Þetta gerði hann nánast að rokkstjörnu í mínum barnshuga. Það er ekki hægt að kalla fram minningar um Inga frænda án þess að minnast bílatöffarans sem naut þess að gefa í á austfirskum malarveg- um svo buldi undir kagganum. Kraftmiklir bílar voru ein af hans ástríðum og átti hann þá nokkra. Þetta voru bílar sem skáru sig úr á götunum fyrir átta strokka hljóminn og renni- legar línur. Hann var flinkur bílstjóri. Eitt helsta skap- gerðareinkenni Inga var sköp- unargáfan ásamt dugnaði og áræði til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og koma þannig á legg eigin atvinnu- rekstri eins og Rörasteypunni og hótelinu í Snekkjunni. Hann stendur fyrir hugtakið athafna- skáld, frjór í hugsun, drífandi, duglegur og hamhleypa til verka. En Ingi frændi var líka næmur á líðan annarra. Hann var ötull við að hlúa að fjöl- skyldu sinni og vildi henni að- eins það besta. Árný, æskuástin hans og lífsförunautur, var alla tíð skvísan hans og milli þeirra ríkti ást, virðing og vinátta alla ævi. Frá þeim er vaxinn myndarlegasti ættbogi sem samanstendur af mannvænlegu fólki sem hann var stoltur af. Ég hugsa með gleði í hjarta til þess tíma þegar ég fékk að starfa sem sumarstarfsmaður Rörasteypunnar, þar sem reyndi á þrek og styrk unga fólksins undir leiðsögn Inga, sem þarna hafði viðurnefnið forstjórinn hinn fríði. Hann hafði til að bera hæfilega blöndu af ákveðni og prakk- araskap. Ég minnist þess þegar við fórum í vinnuna í morguns- árið, sitjandi uppi á palli á vörubílnum. Eitthvað sem þætti athugavert í dag en þetta voru okkar hamingjustundir. Og að ekki sé talað um þegar hlé var gert á vinnunni og brunað út í fótbolta eða þegar sementsbrettin voru notuð sem byrgi í bófaleikjum sem reglu- lega brast á með innan um vinnutækin og sandstæðurnar. Þarna var gaman að vera til og forstjóranum leiddist heldur ekki að vera á gólfinu með þessum æskulýð sem steypti og mótaði rör sem líklega þjóna enn í holræsum fjarðanna aust- firsku. Kaffitímarnir voru upp- spretta gamansemi og sagna af furðulegu fólki sem uppi hafði verið á Fáskrúðsfirði og und- arlegri háttsemi þess, þannig að maður velti því fyrir sér á stundum hvurslags samsafn af furðufuglum hafði lifað og starfað í þessu litla samfélagi. Þarna naut sín vel frásagnar- gáfa forstjórans sem hafði lag á að gæða hverja sögu lífi og töfrum. Kallið kom nokkuð óvænt og í raun allt of fljótt. Ég veit þú hefðir kosið að fá lengri tíma til að njóta lífsins með Árnýju og fjölskyldunni en enginn fær ráðið för. Eftir stendur minn- ingin um góðan fjölskylduföður og traustan mann sem alltaf var tilbúinn að leggja öðrum lið. Takk fyrir allt, elsku Ingi frændi. „Hasta luego!“ Stefanía Guðmundsdóttir. Ingi Sigurður Helgason Kær vinur okkar og nágranni í 23 ár hefur kvatt, það er okkur mikill missir. Frá fyrsta degi var hann okkur hjálpsamur, alltaf brosmildur og hress. Hann gat svarað öllum okkar spurningum í sambandi við húsið sem við vorum að flytja í enda var hann einn af þeim sem höfðu byggt þetta hús. Við munum alltaf minnast Finns með gleði í hjarta og eft- irsjá. Minning þín lifir um ókomin ár. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Finnur Bergsveinsson ✝ Finnur Berg-sveinsson fæddist 28. maí 1920. Hann lést 11. febrúar 2019. Útför Finns fór fram 18. febrúar 2019. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Halldóra (Dóra) og Hannes. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON frá Ingjaldshóli, verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 2. mars klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast láti Björgunarsveitina Lífsbjörg njóta þess. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og langafabarna, Margrét Þorláksdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA KRISTÍN ÞÓRHALLSDÓTTIR, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum, lést 10. febrúar. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Gylfi Anton Gylfason Linda Hrönn Ævarsdóttir Ólafur Þór Gylfason Ingibjörg Arnarsdóttir Unnur Heiða Gylfadóttir Bjarki Týr Gylfason Sigríður Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, GYLFI THORLACIUS, hæstaréttarlögmaður, sem lést á Landspítalanum föstudaginn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. mars klukkan 15. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Svala Thorlacius

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.