Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 73

Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 miðjum áttunda áratugnum, þar sem hún gengur lengra í átt op- listar, til að mynda í „Grænu bylt- ingunni“ og „Tveimur teningum“. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að fá skýrari mynd af ferli Eyborgar og skoða verkin í víðara alþjóðlegu samhengi. Ey- borg var ein fárra íslenskra lista- manna sem héldu lífinu í þróun ab- straktlistarinnar hér á landi á þessum tíma. Hún hafði sérstöðu í karllægum heimi myndlistarinnar og hver veit í hvaða átt verk henn- ar hefðu þróast hefði henni unnist aldur til að vinna lengur að sinni merku listsköpun. Natni hefur ver- ið lögð í uppsetningu sýningar- innar og titill hennar, Hringur, fer- hyrningur og lína, endurtekur sig í umgjörð hennar. Kringlóttri pullu hefur verið komið fyrir á gólfinu, tveir langir veggir mynda skáhall- andi svarta línu sem brýtur upp hið ferhyrnda rými sýningarsal- arins. Merkingar eru látlausar og trufla ekki upplifun áhorfandans. Á sýningunni Hringur, ferhyrn- ingur og lína er stigið fyrsta skref- ið í átt að frekari rannsóknum á ferli Eyborgar sem vonandi verður fylgt eftir með vandaðri bókaút- gáfu. Þetta er sýning sem enginn listunnandi ætti að láta framhjá sér fara og þótt biðin eftir henni hafi verið löng er Hringur, fer- hyrningur og lína sannarlega bið- arinnar virði. Morgunblaðið/Hari Formleikur Gestir á Kjarvalstöðum rýna í eitt hinna formhreinu verka. heldur lýsir höfundur venjulegu fólki, sem fámennisins vegna verð- ur að halda friðinn. Sumir eiga erfitt með að fóta sig en öðrum gengur allt í haginn. Hvað sem lífsbaráttunni líður er það ham- ingjan, sem öllu skiptir og eins og í öllum góðum sögum er endirinn ánægjulegur. Hann hefur samt ekkert að gera með lausn gát- unnar, sem skýrist ekki fyrr en í lokin. Ann Cleeves „Roðabein má flokka sem „mjúka“ sakamálasögu. Ekki er beint hægt að segja að harkan sé í sviðsljósinu,“ segir rýnir. Danski sellóleikarinn Andreas Brantelid leikur sellókonsert Edwards Elgar undir stjórn finnska stjórnandans Evu Ollikainen á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. „Brantelid hefur leikið þenn- an konsert með hljómsveitum um allan heim frá því hann var 14 ára gamall og þekkir hverja hendingu hans út og inn,“ segir í tilkynningu og rifjað er upp að konsertinn hafi verið síðasta stóra verk Elgar, sam- ið 1919 þegar skuggi heimsstyrj- aldar hvíldi enn þungt á tónskáld- inu. Auk þess eru á efnisskránni Eld- ur eftir Jórunni Viðar í tilefni þess að í desember var öld liðin frá fæð- ingu tónskáldsins. „Eldur var fyrsta sinfóníska tónsmíð íslenskr- ar konu og jafnframt fyrsti ballett- inn sem settur var á svið hér á landi við íslenska tónlist.“ Loks er á dag- skránni Sinfónía nr. 3 eftir Witold Lutosławski. „Þetta er almennt tal- in ein magnaðasta sinfónía frá seinni hluta 20. aldar.“ Að vanda hefst tónleikakynning í Hörpuhorni kl. 18 og bein útsend- ing á Rás 1 kl. 19.27. Þess má geta að Brantelid leikur sellókonsert Elgar einnig á tónleikum í Norður- ljósum á morgun kl. 18. Á þeim tón- leikum leikur Strokkvartettinn Siggi In Memory eftir Joan Tower. Brantelid leikur Elgar Morgunblaðið/Hari Einleikarinn Andreas Brantelid og stjórnandinn Eva Ollikainen á æfingu. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Þú mátt ekki láta þessa fram hjá þér fara! Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið „... hittir svo sannarlega í mark.“ 1 HEILDARLISTI 20. – 26. feb 2019 Metsölubók sem er byggð á magnaðri sannri sögu Lales og Gitu Sokolov sem kynntust í Auschwitz, urðu viðskila en fundu hvort annað aftur eftir stríð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.