Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 75
MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Canada Goose Chilliwack Bomber er framúrskarandi vörn gegn kuldanum og glæsileg hönnun fyrir borgarlífið. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C an ad a G o o se C hi lli w ac k B o m b er p b i1 14 .9 9 0 kr . Kuldaþol: -20°C Sagan um gallsteina afa Gissaeftir Kristínu Helgu Gunn-arsdóttur kom fyrst út ábók árið 2002 og var síðar sett upp sem útvarpsleikrit árið 2016 hjá RÚV en ratar nú á svið sem fjöl- skyldusöngleikur hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. Tjaldið er dregið frá og við okkur blasir mynd, litirnir eru djúpir og heillandi og leikararnir kyrrir eins og myndastyttur á vaxmyndasafni. Afi Gissi birtist á baksviðinu eins og úr öðrum heimi og leiðir okkur inn í söguna. Hér segir frá systkinunum Grímu og Torfa sem þurfa að glíma við hefðbundin vandamál barna í gegnum tíðina, móður sem útbýr einungis vondan heilsumat og um- gengst börnin sín helst með „farðu að skipunum“, fjarlægan og tilfinn- ingasljóan föður og eldri bróður sem hefur umbreyst í unglingaskrímsli sem er allt í senn; geðvont, óskiljan- legt og hættulegt. Allt breytist þetta þó þegar fjarlægja þarf gallsteina úr síkáta sjóaranum afa Gissa. Þegar börnin segja honum frá vandræðum sínum trúir hann þeim fyrir því að steinarnir séu engir venjulegir gall- steinar, heldur óskasteinar, og lánar þeim þá með þeirri aðvörun að fara varlega með hvers þau óski sér. Á sviðinu eru dregnar upp og ýktar andstæðurnar fyrir og eftir óskina. Í byrjun er flest kassalaga og and- laust, litlaus hönnunarhúsgögn, föt- in köflótt og foreldrarnir í svörtum og hvítum litum, unglingurinn Úlfur er óþolandi. Reglur, skyldur og skóli er það sem líf Grímu og Torfa snýst um. Eftir óskina umbreytist hins vegar allt, foreldrarnir eru lit- ríkir og skemmtilegir, borð sem má dansa á og marglitir púðar og pullur leysa formföst húsgögn af hólmi, skyldur og skóli eru horfin á brott, reglur eru brotnar og það besta af öllu: Ekkert unglingaskrímsli. Fjörið er í fyrirrúmi, sýningin er drifin áfram af fádæma krafti, tón- listin glymur og það er gleði og gaman. Já, það er kátt í höllinni og á nokkrum stöðum táraðist ég bók- staflega úr hlátri þegar leikarar fóru á kostum í galsanum. Leik- mynd, lýsing og danshreyfingar mynda órofa heild. Litrík leik- myndin er nokkuð einföld en með því að aflaga horn og hlutföll tekur hún á virkan hátt þátt í ýktum frá- sagnarmátanum. Lýsingin er til fyr- irmyndar. Einkum er það snilldar- leg notkun á myndvörpun í atriðum sem gerast við sjávarsíðuna eða úti á sjó sem er mögnuð, en djúpir og hlýir litir og áherslulýsing á bak- sviðið á ýmsum stöðum styrkja þá aðferð sem hér er notuð við að segja sögu. Dans, hreyfingar og svip- myndir sem leikarar framkalla í tónlistaratriðum falla einnig þarna undir, allt er þetta listilega fléttað saman til að framkalla sömu áhrif gleði, galsa, fjörs og ýktrar frásagn- ar. Tónlistin er hins vegar ekki eftir- minnileg, laglínur eru fullflóknar og textar oft miklar langlokur. Það vantar einfaldari stef og grípandi línur sem festast í minninu, það vantar spýtur og það vantar sög. Þetta eru varla lög sem börn eiga eftir að raula fyrir munni sér við leik og störf í framtíðinni. Leikarar komast allir vel frá sínu. Benedikt Karl Gröndal sem pabbinn fær að sýna mestu andstæðurnar í sinni persónu fyrir og eftir óskina og gerir það frábærlega. Jóhann Axel Ingólfsson og Birna Pétursdóttir leika bæði mikinn fjölda auka- hlutverka með prýði. Það er alltaf skemmtilegt þegar maður fær að sjá leikara bregða sér í mörg hlutverk á skömmum tíma með tilheyrandi bún- ingaskiptum og takast það jafn vel upp og hér, þó stendur túlkun Jó- hanns á unglingaskrímslinu Úlfi upp úr hjá honum. María Pálsdóttir gerir mömmunni góð skil en umbreytingin á henni við óskina er þó minni en hjá pabbanum og skýrist það helst af því að mamman var frekar kraftmikil persóna fyrir. Karl Ágúst Úlfsson ljær afa Gissa hlýlegan blæ og birtist okkur sem ákaflega lífsglaður og já- kvæður karl. Það er helst að upp á skorti þegar kemur að söngnum, því þótt öll haldi þau lagi með ágætum er ekki hægt að segja að nokkurt þeirra sé sérstaklega sterkur söngv- ari. Eitt er það þó sem truflaði mig við þessa sýningu. Afi Gissi er gam- all sjóari með húðflúr af ýmsum konum út um allan skrokk, gömlum „sigrum“ úr hafnarborgum víða um heim, og styttir sér stundir á spít- alanum við að segja hinum sjúk- lingunum kvennafarssögur af sjálf- um sér, að því er virðist í því augnamiði að bæta nýrri mynd í safnið. Mamman ber ábyrgð á heimilinu, börnum, matseld og eig- inmanninum líka. Það breytist ekki við óskina þó óneitanlega sinni hippinn þessu öllu á annan veg en herforinginn. Pabbinn sem er fjar- rænn og tilfinningasljór fyrir ósk- ina er aðallega sár yfir því að börn- in nenni ekki að leika við hann eftir hana. Hlutverkin hafa snúist við en samkvæmt þessu er hlutverk feðra fyrst og fremst að leika við börnin sín, þeir eru ekki uppalendur. Aukapersónurnar varpa svo enn skýrari mynd á það sem þarna er á seyði. Yfirmaður pabbans er karl en fulltrúi barnaverndarnefndar er kona, lögregluþjónninn er karl en kennarar barnanna eru báðir kon- ur. Skólastjórinn er svo að sjálfs- sögðu karlkyns. Mögulega er þetta hugsunarleysi en með því að ríg- halda í þessar hefðbundnu og gam- aldags staðalmyndir um kynhlut- verkin í samfélaginu er tækifærinu til að gera verkið djarfara, nútíma- legra og gefa því meira erindi varp- að fyrir róða. Það er spurning hversu hollt það er að halda þess- um úreltu fyrirmyndum að börnum. Áður en tjaldið er dregið aftur fyrir höfum við lært ákveðna lexíu. Það er ágætt að óska sér en sumar óskir geta líka verið hættulegar. Við viljum fá Úlf aftur, unglinga- skrímsli eða ekki. Við viljum for- eldra sem skipta sér af okkur og skipa okkur fyrir, vegna þess að þeim þykir vænt um okkur. Þetta er ef til vill ekki stór sannleikur og flest áttum við okkur á þessu frek- ar ung. Það hefði eflaust verið hægt að kafa dýpra í þetta flókna samspil ástar og umhyggju foreldra og barna án þess að fórna léttleik- anum og fjörinu sem einkenna sýn- inguna sem er fyrst og fremst ákaf- lega góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Gleði, galsi og gallsteinar Ljósmynd/Auðunn Níelsson Góð Sýningin „er fyrst og fremst ákaflega góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna,“ segir um Gallsteina afa Gissa. Leikfélag Akureyrar Gallsteinar afa Gissa bbbnn Handrit: Karl Ágúst Úlfsson og Kristín Helga Gunnarsdóttir. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. Leikmynd og búningar: Þór- unn María Jónsdóttir. Lýsing: Lárus Heiðar Sveinsson. Hljóð: Gunnar Sigur- björnsson. Danshöfundur: Katrín Mist Haraldsdóttir. Hljómsveit: Jaan Alavere, Kristján Edelstein og Phillip Doyle. Leik- arar: Benedikt Karl Gröndal, María Páls- dóttir, Steingerður Snorradóttir, Þór- gunnur Una Jónsdóttir, Daníel Freyr Stefánsson, Örn Heiðar Lárusson, Karl Ágúst Úlfsson, Jóhann Axel Ingólfsson, Margrét Sverrisdóttir og Birna Péturs- dóttir. Leikfélag Akureyrar frumsýndi í Samkomuhúsinu 23. febrúar 2019. DANÍEL FREYR JÓNSSON LEIKLIST Sirkus Íslands frumsýnir Bæjarsirkusinn í Hlöðunni í Gufunesbæ í Reykjavík í kvöld kl. 19 og sýnir í fram- haldinu víðs vegar um landið. „Bæjarsirkusinn er sirkussýning fyrir alla fjöl- skylduna þar sem töfrar sirkussins vakna til lífsins í félagsheimilum um land allt. Sýningin er liður í því að gera Sirkus Íslands að sirkus allra landsmanna og leyfa þannig sem flestum að njóta gleðinnar. Kraft- mikil sýning sem fer með áhorfendur inn í spennandi heim sirkussins þar sem allt getur gerst! Óttalaus áhættuleikari, ótrúleg línu- dansmær, lipurt loftfim- leikafólk og ljónatemjari flakka um landið og kynna þig fyrir sirkusnum á hátt sem þú hefur aldrei séð áður. Sýningar Sirkuss Íslands í Sirkustjaldinu Jöklu hafa vakið mikla lukku undanfarin sumur en þessi sýning er gerð til þess að ferðast um landið þegar veður leyfir ekki tjaldtúr,“ segir í tilkynningu. Næstu sýningar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi 2. mars kl. 15, Klifi í Ólafsvík 3. mars kl. 15, Stað á Eyrarbakka 15. mars kl. 17, Íþróttahúsinu í Vík í Mýrdal 16 mars kl. 16 og Íþróttamiðstöðinni á Höfn 17. mars kl. 15. Einnig verður sýnt á Hólmavík 6. apríl og í Bolungarvík 7. apríl. Allar nán- ari upplýsingar og miðasala er á tix.is. Bæjarsirkus-sýning fyrir alla fjölskylduna  Sýnt í félagsheimilum og íþrótta- sölum landsins en ekki í útitjaldi Samstilling Sirkus Íslands hefur sýnt sirk- uslistir hérlendis á síðustu árum. Hér er hóp- urinn á Akureyri fyrir nokkrum árum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.