Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 mikið úrval af fallegum sængurverum MEMO rúmföt 9.995 140x220/60x63 cm Tríó gítarleikarans Gunnars Hilm- arssonar kemur fram á tónleikum djassklúbbsins Múlans á Björtu- loftum í Hörpu annað kvöld kl. 21. Tríóið flytur djasstónlist sem sækir innblástur í tónlist gítarleikarans Djangos Reinhardt. Auk Gunnars skipa tríóið Jóhann Guðmundsson gítarleikari og bassaleikarinn Leif- ur Gunnarsson. Sækja innblástur í Django Reinhardt FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hef- ur tekið í gagnið nýja tegund heims- lista í hverri grein frjálsíþrótta. Áætlað er að listarnir ráði þátttöku á stórmótum frá og með næsta ári. Árangur á Meistaramóti Íslands hefur talsvert vægi á listunum en Íslendingar þurfa þó jafnframt enn frekar en áður að sækja mót erlend- is til að safna stigum. »1 Nýir heimslistar ráða miklu í frjálsum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Kvikmyndaleikstjórarnir Ísold Uggadóttir, Guðný Halldórsdóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir og Valdís Ósk- arsdóttir sækja kvikmyndahátíðina Nordatlantiske Filmdage í Kaup- mannahöfn sem hefst 1. mars. Kon- ur í kvikmyndagerð verða í brenni- depli á hátíðinni sem haldin verður í Nordatlantens Brygge. Ísold sýnir kvikmynd sína Andið eðlilega við opnun hátíðarinnar, en einnig verða sýndar Ungfrúin góða og húsið eftir Guðnýju, Svanurinn eftir Ásu, stutt- myndin Atelier eftir Elsu og Sveitabrúð- kaup eftir Valdísi. Konur í brennidepli Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Áður en flogin byrjuðu var ég sport- týpan sem vildi ekki taka verkjalyf. Sjúkdómshrædd en dreymdi samt um að læra hjúkrun,“ segir Jónína Margrét Bergmann sem berst við ill- víga flogaveiki með sex mismunandi tegundum af flogum. Flogin hafa mismunandi afleiðingar og standa yf- ir frá nokkrum mínútum til 36 klukkustunda. Þegar flogunum lýkur getur Jónína ekki tjáð sig. Hún heyr- ir og skynjar það sem fram fer, en það tekur 10 til 15 mínútur að ná hæfninni til að tjá sig á ný. Eftir sum flogin er Jónína með harðsperrur í nokkra daga. „Ég á erfitt með að líta á flogaveik- ina sem sjúkdóm og mér gengur illa að sætta mig við lyfjatöku og auka- verkanir af henni. En lyfin verð ég að taka til þess að halda niðri flogaveik- inni,“ segir Jónína sem nýtur núna lífsins í lengsta sjúkdómshléi sem hún hefur fengið – það er eitt og hálft ár og 14 dagar. „Ég horfi á þetta meira sem verk- efni heldur en sjúkdóm. Ég hef lært að meta litlu hlutina, sem eru svo mikilvægir, á annan hátt og af reynslunni lært að ganga ekki að neinu sem gefnu,“ segir Jónína sem aldrei hefur upplifað reiði en komst að því hverjir hennar raunverulegu vinir eru og hvað hún á sterka og góða fjölskyldu og eiginmann, Jón Inga Einarsson. Lífið blasti við ungum og ástföngn- um foreldrum sem mættu á fæðing- ardeild Landspítalans 20. febrúar 2005, spennt að verða foreldrar í fyrsta sinn. Jónína segir að með- gangan hafi gengið vel en fæðingin reynst erfið og hún hafi þegið mænu- deyfingu. Jónína segir mistök hafa átt sér stað við mænudeyfinguna. Hún telur að það gæti verið orsökin fyrir flogunum en læknar hafi ekki viðurkennt það. Það eina sem komið hafi út úr erfiðum rannsóknum hér á landi og erlendis sé glúkósaþurrð á litlum bletti í vinstri hluta heila. Á röntgenmyndum hjá kírópraktor hafi hins vegar sést bunga við mæn- una og mar á baki í þrjú ár á eftir og enn séu eymsli til staðar. „20. febrúar kom í heiminn falleg stúlka, Embla Karen. Þar sem fæð- ingin var erfið þá fengum við að vera í sólarhring á fæðingardeildinni. Mér gekk erfiðlega að hafa Emblu á brjósti og hún grét mikið. Tveimur sólarhringum eftir heimkomu rank- aði ég við mér á gólfinu að loknu fyrsta flogakastinu. Ég fæ svo annað flog og þegar ég vakna úr því stendur Jón Ingi hræddur og ráðvilltur með barnið okkar í fanginu en minnið mitt var farið og ég vissi ekki að ég væri búin að fæða barnið, “ segir Jónína sem fyrir fjórum árum fékk floga- kast á gangstétt og bæði gangandi og akandi fóru hjá án þess að veita henni eða ungri dóttur hennar hjálp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirmynd Jónína Margrét Bergmann lætur ekki illvíga flogaveiki stöðva sig. Hún nýtir sjúkdómshlé til þess að sinna fjölskyldu og áhugamálum. Jónína syngur, semur lög og ljóð, dansar og er nú á leiklistarnámskeiði. Byrjar á því að klæða sig í brosið á hverjum morgni  Barist við flogaveiki í 14 ár  Lengsta flogakastið 36 klst. MEkki óttast fólk í flogi ... »26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.