Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 73
K e i s a r a m ö r g æ s i r
TMM 2018 · 1 73
„Ég skal láta hana í friði,“ segir Ómar. „Ef hún getur farið eftir því sem
við vorum búin að ákveða.“
„Æi, Ómar elskan,“ segi ég. „Einn diskur.“
Hann kiprar saman varirnar. Æðarnar spretta fram á gagnaugunum.
Undir strekktri húðinni á hálsinum koma þykkar sinar í ljós.
„Eiginlega ættum við að halda upp á þetta,“ segir Haraldur þegar við
erum búin að borða.
„Halda upp á hvað?“ segi ég.
Hann bendir með gafflinum á loftljósið.
„Þetta,“ segir hann. „Þetta er allt annað.“
„Ein,“ segir Ómar. Hann er að gera upphífingar á dyrakarminum.
„Viltu vera svo vænn að telja í hljóði,“ segir Haraldur.
„Tvær,“ segir Ómar.
„Já, er þetta ekki allt annað?“ segi ég.
„Allt annað,“ segir Haraldur.
„Eiginlega ættum við að halda upp á þetta,“ segir Haraldur.
„Einn bjór á mann,“ segir Ómar. „Á viku. Það er það sem við vorum
búin að ákveða.“
„Já, vinur,“ segi ég. „Við förum eftir því sem við vorum búin að
ákveða. Ekki spurning.“
„Þrjár,“ segir Ómar.
„En að kíkja á mynd?“ segir Haraldur.
„Fullkomið,“ segi ég.
„Hvað eyðir spilarinn miklu rafmagni?“ segir Ómar.
„Varla nokkru,“ segi ég.
Það er kassi með gömlum DVD-myndum undir stiganum. Ég veit ná-
kvæmlega hvaða mynd mig langar að sjá. En ég man ekki nafnið. Og
heldur ekki leikarann.
„Brad Pitt?“ segir Ómar.
„Morgan Freeman?“ segir Haraldur.
„Já! Morgan Freeman,“ segi ég.
„Ég myndi ekki kalla Morgan Freeman kynþokkafullan,“ segir Ómar.
„Já, en röddin,“ segi ég.
„Já,“ segir Haraldur. „Röddin.“
„Varstu þá að tala um Shawshank Redemption?“ segir Ómar.
„Nei,“ segi ég.
„Seven?“ segir Ómar.
„Nei,“ segi ég.
„Driving Miss Daisy?“ segir Ómar.