Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 107
S a m s t æ ð s a k a m á l TMM 2018 · 1 107 XII. Ef refsileysi er reglan Hér að framan hafa verið rakin gömul og ný dæmi um meint lögbrot sem margir vita um og stjórnmálahagsmunir voru og eru bundnir við og voru samt og eru látin afskiptalaus eða látin fyrnast. Meint brot í tengslum við einkavæðingu bankanna 1998–2003 fyrntust 2013, nokkrum mánuðum eftir að Alþingi samþykkti að skipa rannsóknarnefnd í málið. Með því að láta hjá líða að skipa nefndina gerði Alþingi sig sekt um að hindra óbeint framgang réttvísinnar sem væri lögbrot ef einstaklingur ætti í hlut frekar en Alþingi. Einnig voru nefnd til sögunnar nokkur meint brot tengd hruninu 2008 sem virðast nú vera í kunnuglegum fyrningarfarvegi með vitund og vilja yfir- valda. Klukkan tifar. Brýnt er að Alþingi og önnur yfirvöld læri af mistökum fyrri tíðar og láti hefja rannsókn á þessum málum til að girða fyrir fyrningu meintra brota og snúi með því móti af braut meðvitaðs refsileysis í málum sem tengjast stjórnmálum og skyldum viðskiptahagsmunum. Í samtali við Jóhann Hauksson í júní 2009 lýsti Eva Joly refsileysi svo: „Að vera hafinn yfir lögin er merking þessa orðs. Þetta er stétt manna sem telur sig ekki þurfa að lúta reglum réttarkerfisins. Hún lítur svo á að lögin séu ekki ætluð þeim heldur öðrum. Í spilltum löndum mútar þessi stétt dóm- urum. Meðal þróaðra þjóða á Vesturlöndum mynda menn bræðrareglu innan þessarar stéttar. Lendi einhver þeirra bak við lás og slá koma reglubræður á vettvang og vitna um sakleysi eða sjúkdóma og þar með er viðkomandi sleppt. Ég hef tekið þátt í fjölþjóðlegu starfi lögfræðinga. Við tökum þessu sem meginreglu og viljum berjast gegn þessari mismunun, refsileysi hinna ríku og voldugu. Við höfum eitt nýlegt dæmi frá Frakklandi. 15. maí var kveðinn upp dómur yfir Charles Pasqua, fyrrverandi innanríkisráðherra, en hann er nú 82 ára. Hann hafði verið ákærður fyrir spillingu og fyrir að hafa komið undan sem svarar 170 milljónum króna. Þetta var hafið yfir allan vafa. Ríkislögmaður krafðist eins árs skilorðsbundins fangelsis. Í næsta réttarsal var verið að dæma 19 ára mann. Hann hafði stolið sem svarar 40 þúsund íslenskum krónum í matvörum. Viltu giska á hvaða dóm hann hlaut? Jú, eins árs fangelsi óskilorðsbundið. Íslenska þjóðin er sködduð og ég finn til sam- stöðu með henni og finn til með henni þegar ég hugsa til afleiðinganna af bankahruninu. Byrðarnar sem henni er ætlað að bera eru eins og eftir mikla styrjöld. Það er því mjög mikilvægt fyrir framtíðina að ábyrgðin sé dregin fram í dagsljósið og að menn verði dregnir fyrir rétt. Meira get ég ekki sagt um Ísland og hugsanlegt refsileysi að sinni þar sem ég á hlut að rannsókninni. En ekkert er mikilvægara fyrir Íslendinga nú en að þessi rannsókn gangi alla leið.“50 Eva Joly hélt áfram: „… ég held að Ísland sé réttarríki. Sannleiksnefndir eru frekar verkfæri sem grípa þarf til í þróunarlandi. Maður setur ekki á fót sannleiksnefnd í réttarríki. Þar er stuðst við réttarkerfið sjálft. Maður dregur fólk fyrir dóm.“51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.