Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 84
Vi ð a r H r e i n s s o n 84 TMM 2018 · 1 „Orðhelgi“ er annað orð sem Jón virðist hafa smíðað utan um þá hugmynd sem hann eignar lútherskum, að gjörðir manna skipti engu fyrir sálarheill þeirra, trúin ein geti bjargað þeim: Sett var orðhelgi í stað verka, gerðu það vorir góðu þýskir; mætti það duga að munnur pulaði þó að ávextir aldrei sæjust. (Fjölmóður 33. erindi í Restans) Jón hrósar hins vegar kaþólskum með því að hampa góðum gjörðum þeirra, þeir séu kærleiksfullir og fórni sér hver fyrir annan. Hann persónugerði sam- bræðing alfrís og orðhelgi og kallaði frú Vild. Hún skýtur upp ófrýnilegum kolli víða í ritum hans, fulltrúi fyrir siðlaust sjálfdæmi höfðingjanna. Í huga Jóns var tímabilið frá 1616, þegar hann varð að flýja undan ofsóknum Ara í Ögri vegna afstöðunnar til Baskavíganna, og fram undir 1640 þegar hann var loksins kominn í skjól Brynjólfs biskups Sveinssonar austur í Útmannasveit, nánast samfellt mótgangs- eða ofsóknatímabil. Víða í ritum hans má sjá persónulegar og beiskjublandnar athugasemdir um ýmis- legt frá þeim tíma. Hluti þessara ofsókna var annars heims eða í það minnsta með fulltingi slíkra afla. Engan skyldi því undra að víða í ritum sínum hefur hann varann á gagnvart hugmyndakúgun og ritskoðun samtímans, nefnir að ekki megi minnast á þetta eða hitt: „En mér fáfróðum er næsta ofþungt um stóra hluti að tala eða það sem heimurinn vill eg yfir þegi.“12 Svo virðist sem hann hafi, líklega einkum á síðari hluta þess tímabils (1630–1640), ort kvæði sem varðveist hafa í sérstöku safni sem naumlega var bjargað frá glötun. Það er aðeins varðveitt í einu handriti sem Sigmundur Matthíasson Long skrifaði upp í Winnipeg í maímánuði árið 1894. Forrit þess hefur ekki komið í leitirnar en þó er vitað að það var ritað af Jakobi Sigurðssyni, afar listfengum skrifara austfirskum frá 18. öld; hann skrifaði upp fleiri rit Jóns sem varðveist hafa.13 Meira er ekki hægt að segja með vissu um varðveislu safnsins en inntakið er þó svo gagnrýnið á köflum að ólíklegt er að því hafi verið flíkað ótæpilega. Yfirskriftin fremst í safninu er Gamla taska en líklega á hún aðeins við fyrsta kvæðið sem er 58 ferskeytt erindi. Á eftir fylgja 26 kvæði undir viki vaka háttum, fjölbreytt að efni. Þau fjalla um tíðarfar, náttúrufar og lífs nautnir á borð við tóbak. Sum þeirra eru hvöss ádeila á samfélag og sam- félagshætti. Upphafskvæði safnsins er lykill að andófi Jóns, því þar birtir hann drætti úr hugmyndaheimi sínum sem var fjarri viðurkenndri lútherskri heims- mynd. Hann tíundar hulin öfl af ýmsu tagi og lítur þannig á veruleikann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.