Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 58
S æ b j ö r g F r e y j a G í s l a d ó t t i r 58 TMM 2018 · 1 lífinu. Og þá er þetta einhver tjáning sem brýst fram í einhverskonar formi, listformi. Ég held að maður sem þarf ekki að hafa fyrir lífinu og hefur aldrei þurft og situr og málar eða teiknar eða býr til tónlist og annað, ég held að það geti aldrei orðið, ég held að það sé miklu frekar bara iðnaður.4 Óli kunni vel við dvölina í Æðey þrátt fyrir að vera þar aleinn. Daglegt líf hans einkennist af óvissu og erfiðisvinnu, þar sem hann er trillu sjómaður og algjörlega háður veðri, vindum, peninga- og stjórnvöldum um afkomu sína. Það er ekki auðvelt að byggja lifibrauð sitt á fisk veiðum og -vinnslu og það er ekki auðvelt að búa á Flateyri. Listsköpun af flestu tagi er iðnaður, þó að Óli telji að hugur verði að fylgja hjarta í þeim málum og harkið á Flat- eyri og í öðrum sjávarþorpum hafi orðið hvati margra til list- og ritgerða- sköpunar eins og áður var sagt. Bubbi söng til dæmis um bátana sem stóðu tómir við kajann þegar fiskurinn synti á brott og hversu kalt var á veturna í verbúðinni. „Helvítis aumingi sem nennti ekki að vinna,“ vildi faðir minn meina þegar ég innti hann eftir því hvernig var að vera á vertíð í Eyjum með söngvaskáldinu. Pabbi vann í fiski í Vestmannaeyjum og síðar á Flateyri þar sem þau mamma kynntust í frystihúsinu. Löngu seinna fór ég þangað til að vinna kauplaust og viða að mér efni fyrir meistaranámið. Þegar ég frétti að einn listamannanna hefði gert slíkt hið sama leið mér eins og hálfvita. Var ég virkilega komin á þann stað í lífinu að þurfa að snyrta fisk, „að gamni mínu“, og fá ekki einu sinni borgað fyrir það? Það var svo sem ekki skrýtið þó verkafólkið í fjölskyldu minni hnussaði framan í mig. Dvöl í bæjum og borgum frá unglingsaldri og fram á fullorðinsár hafði gert það að verkum að mér þótti bara skemmtilegt að vera frystihúskelling og samskipti fólksins áhugaverð. En ég fékk líka að fara heim eftir viku og halda áfram að skrifa. Líf mitt valt ekki á því hvernig fiskaðist yfir veturinn og frystihússtarfið er ekki afþreying fyrir alla eins og sumir líta kannski á að það hafi verið fyrir mig og listamanninn. Sagnfræðingurinn Guðmundur Hálfdanarson segir: „Rómantísk náttúru- sýn krefst vissrar fjarlægðar frá náttúrunni og um leið nokkurrar vissu um að hún ógni ekki lífi og tilveru manna, og meirihluti Íslendinga bjó lengst af ekki við þann munað að telja sig ónæman fyrir duttlungum náttúrunnar.“5 Hann hefði allt eins getað verið að skrifa um listafólkið, mig eða aðra sem hafa samið ritgerðir um Flateyri. Við komum og vinnum í frystihúsinu í nokkra daga, okkur finnst við dálítið töff að geta unnið líkamlega vinnu en förum svo án allrar eftirsjár og klæðum reynsluna í listrænan eða fræðilegan búning. Bubbi samdi lag um snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík, það hafa að minnsta kosti verið teknar upp þrjár kvikmyndir á Flateyri og gerðar þrjár heimildamyndir, skrifaðar nokkrar skáldsögur og fjórar lokaritgerðir, leik- ritið Flóðið var sett upp í Borgarleikhúsinu og fleiri langar að gera þorpið að viðfangsefni sínu. Kunningjakonu mína langar til dæmis að gera kvikmynd á Flateyri um konurnar sem unnu í frystihúsinu og litríka byggðina sem hýsir fólk frá mörgum löndum. Hún sagði að sér þætti staðurinn mjög myndrænn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.