Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 83
A n d ó f s m a ð u r i n n J ó n l æ r ð i TMM 2018 · 1 83 framsetningin sé yfirleitt meinleysislegri á yfirborðinu). Jón lærði bjó yfir trúartrausti, einfaldri guðstrú sem örugglega jók honum þolgæði. Það sést víða í kvæðum hans en vegna þess að heimsmynd hans var víðfeðm og fjöl- breytt var trú hans ekki römmuð inn af hugmyndinni um tvö ríki, eins og kveðskapur Skáld-Sveins og Sigfúsar, og þar stóð hnífurinn í kúnni. Jón var svo sjálfstæður í hugsun að hann hikaði ekki við að gagnrýna þegar honum þótti þess þurfa. Þess vegna er andóf hans margslungið, hugmyndirnar flóknar og verða ekki smættaðar. Gagnrýnið andóf kemur skýrast fram í kveðskap Jóns. Fyrst má þar nefna ævikvæðið Fjölmóð, sem þó er frekar píslarsaga en ævisaga. Þar eru það einkum forspjallið og langur eftirmáli sem hann kallar Restans eða rófu sem birta grundvallarhugtök í andófshugsun hans. Hann gagnrýnir siðaskiptin og þá samfélagsupplausn sem hann skynjaði allt í kringum sig. Þá vegur hann grímulaust að grunnþáttum í skipan samfélagsins og smíðar orð og hugtök í því skyni. Mynd hans af siðaskiptunum er víðfeðm og ekki bundin við Martein Lúther: Kápur láta sníða Kalvíns hópar eftir lystingum og losta prýði, þykir skrautlega skína á mörgum, það alfríið síðan af sér fæðir.10 „Alfrí“ er hugtak yfir siðferðilegt sjálfdæmi, sem Jón heimfærir uppá Kalvín- ista, taumlaust frelsi án ábyrgðar, svipað því sem í dag kallast frjálshyggja. Það leiðir hugann að sígildri hugmynd Max Weber um náið samflot mótmæl- endatrúar og anda kapítalismans, ekki síst vegna þess að alræði kapítalismans nú á dögum bælir allar hefðbundnar siðferðishugmyndir. Hagnaður eða hagnaðarvon eru metin æðri öllu siðferði. Weber miðaði einkum við kalvínisma og nefna mætti í framhjáhlaupi að Betsy deVos, menntamálaráð- herra í ríkisstjórn Donalds Trump, er af hollensk-kalvínskum ættum. Ekki er nóg með að Jón smíði þetta siðferðishugtak, heldur birtir hann líka í hinu fjölskrúðuga riti Tíðfordrífi sem hann skrifaði 1644 þá útópísku hugmynd að hægt sé að breyta ástandinu, jafnvel grunnmynd samfélagsins: Hvað sér þú meira maður? Mildari upp kemur öldin, langt er þó að líta þangað. Ljótt er ei nærri flótta, Kristur fær aftur klaustrin, kirkjurnar nokkuð styrkjast. Athuginn inn verður látinn, alfríið dregur þá halann.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.