Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 56
S æ b j ö r g F r e y j a G í s l a d ó t t i r 56 TMM 2018 · 1 sem fylgir henni. Íbúum Flateyrar finnst að mörgu leyti mjög huggulegt að hafa svona fjölbreytilega mannflóru í þorpinu en þykir að sama skapi örlítið leiðinlegt að sumarhúsaeigendur séu í burtu megnið af árinu. Það verður ansi dimmt í kringum leikskólann þegar öll ljós í húsunum eru slökkt. Stór hluti sumarhúsaeigendanna er viðriðinn kvikmyndagerð á einhvern hátt og þetta fólk notar stundum húsin sín til að vinna og semja en líka Eyrina og fólkið þar fyrir kvikmyndir sínar og önnur hugverk. Og þegar verið er að taka upp kvikmyndir á Flateyri þá aukast tekjur þeirra sem eiga matsölustaði eða leigja út hús og íbúðir. Margir heimamenn eru einnig stoltir af því að hafa leikið í kvikmyndunum eða komið fyrir sem sögupersónur í skrifum. Svo það hefur sína kosti og ókosti að hafa fjöldann allan af sumarhúsaeigendum á Flateyri. Þeir flikka líka upp á húsin sem þeir keyptu ódýrt og ásýnd bæjarins breytist til hins betra. En þegar verið er að taka upp kvikmyndir þá þarf vitanlega að laga umhverfið að þeim hugmyndum sem höfundur, leikstjóri og leikmynda- hönnuðir hafa gert sér áður en tökur byrja. Síðustu tvær kvikmyndir sem voru teknar upp að öllu leyti eða hluta til á Flateyri heita París norðursins og Þrestir. Fyrir tökur á þessum myndum þurfti sums staðar að mála hús í þorpinu að utan og innan, stundum í skærum litum. En sum hús þóttu líka líta of vel út þannig að leikmyndahönnuðir máluðu þau og flikkuðu til svo þau litu út fyrir að vera bæði ryðguð og sjúskuð. Það er frekar mikil þversögn að fólkið sem vann við kvikmyndirnar og á hús á Flateyri væri að gera eignir sínar upp en sú ímynd reyndist svo ekki henta hugverkum þess. Kvikmynd er auðvitað skáldskapur sem byggir aðeins að hluta til á raun- veruleikanum. Þar er þó alltaf einhver ímynd sem er verið að draga upp samkvæmt þeim hugmyndum sem handritshöfundur og leikstjóri hafa gert sér. Tilhneigingin hefur verið sú að hafa myndina af dreifbýlinu nokkuð kaldhæðnislega og svarta. Til dæmis var þó nokkuð af íbúðum til sölu á Flateyri og í kvikmyndinni París norðursins var þeim fjölgað enn frekar með tilbúnum auglýsingaskiltum. Þetta fór fyrir brjóstið á sumum heima- mönnum því það var eins og enginn vildi búa á staðnum. Leikmyndahönn- uður myndarinnar svaraði þessari gagnrýni í viðtali við Bæjarins Besta á Ísafirði og sagði: Þetta hefur valdið usla í bænum en það vill svo til að þetta er meitlað í stein og maður kemst ekki hjá því að gera þetta þó maður glaður vildi … Þetta er bara hluti af handritinu og því verður ekki breytt.2 Leikmyndahönnuðurinn á sumarhús á Flateyri og honum þykir gott að vera þar og eins þykir íbúunum gott að hafa hann og fjölskyldu hans þó að þeim líkaði ekki þessi mynd sem var dregin upp, að öll húsin stæðu tóm og væru til sölu. Hönnuðurinn orðaði það svo að handritið væri meitlað í stein og því yrði ekki breytt. Hið rétta er auðvitað að handrit eru aldrei meitluð í stein, heldur eru þau mannanna verk og löguð til og skrifuð í samræmi við þá sögu sem höfundarnir vilja segja. Það er líkt og þeir sem starfa við listræna sköpun eða fræðileg skrif hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.