Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 59
101 F l a t e y r i TMM 2018 · 1 59 og var þess vegna í sömu sporum og ég, með augun stillt í samhengi við myndavél og söguna sem var. „Mér finnst ég sjá hvað þessi staður er. Af því hann er náttúrulega líka fortíðin. Mig langar svo að sanna fyrir umheiminum að þetta er ekki skítapleis,“6 sagði hún og listamannsviðmælandi minn sagði svipaða sögu: „Flateyri er líka fortíðin á svo margan hátt.“7 En ég velti fyrir mér hver eigi þessa fortíð sem er verið að tala um og ég sá líka áður en ég flutti lögheimili mitt vestur. Er það fortíð okkar sem höfum einhvern tíma á ævinni unnið við fiskvinnslu eins og foreldrarnir eða er það sameiginleg fortíð Íslendinga, „sem eru fiskveiðiþjóð,“8 eins og fjölmargir viðmælendur mínir sögðu í annarri rannsókn. Kímin hugsaði ég með mér þá að þetta væru skondin tilsvör þar sem enginn af þeim sem ég talaði við hafði nokkurn tíma komið nálægt fiskvinnslu eða sjómennsku. „Svíar eru náttúrubörn,“9 skrifuðu sænsku þjóðfræðingarnir Jonas Frykman og Orvar Löfgren nokkru áður en ég fór að skrifa, þeir gáfu út bókina Culture Builders sem fjallar meðal annars um sýn milli- og efri-stéttar Svía á landsbyggðina í byrjun 20. aldar. Í bókinni kemur fram að ímyndin um hinn náttúruelskandi Svía sé svo rótgróin að margir telja að það hafi alltaf þótt eðlilegt að fólk ætti sumarhús á landsbyggðinni eða færi út í skóg um helgar til þess að tína ber og sveppi. Sú er þó ekki raunin, heldur má segja að hugmyndin sé sprottin upp úr þörf fyrir að finna samfellu milli nútímans og gamla bændasamfélagsins.10 Er ekki einhver samhljómur þarna á milli Svíanna og okkar sumarfuglanna á Flateyri? Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir skrifaði bókina Ósjálfrátt þar sem kunn- ugir geta auðveldlega þekkt margar persónur á Flateyri, þeirra á meðal Óla popp sem heitir reyndar Valdi í bókinni. Í bókinni stendur: „Þegar líða tekur á fyrsta áratug aldarinnar halda nokkrar fjölskyldur af pólskum uppruna þorpinu gangandi, þær mæta til starfa í fiskvinnslu sem er keyrð áfram með handaflinu einu. Þarna búa líka nokkrar sálir sem fæddust í þorpinu og vilja hvergi annarsstaðar vera þó að nágrannahúsin fyllist af listamannaspírum sem römbuðu á ódýran sumarbústað og auglýsa í Reykja- vík að þorpið sé alveg málið … Þýskir stangveiðimenn róa út á dagskvóta í morgunsárinu til að veiða ýsu sem þeir grilla á kvöldin.“11 Hvaða fortíð eru þessir þýsku ferðamenn að fá að láni þegar þeir sitja sveittir og þreyttir á barnum á kvöldin og metast um veiði dagsins? Eru þeir að máta daglegt líf trillusjómanna á Flateyri og borga fyrir það stórfé í stað þess að fá borgað fyrir fiskinn eins og trillukarlarnir? Því það eru vissulega trillusjómenn á Flateyri og frystihúsfólk en líka einstaklingar sem vinna í grunnskólanum, leikskólanum, á Ísafirði og á fjölmörgum öðrum stöðum. Því innfæddu og aðfluttu sálirnar í þorpinu eru töluvert margar, þó að það hæfi kannski ekki raunsæisrómantík rithöfunda, kvikmyndagerðarmanna eða fræðimanna að skrifa um venjulegt fólk sem hefur lífsviðurværi af öðru en því að veiða, snyrta og flaka fisk. Stundum þegar ég kom aftur suður í háskólann, eftir að hafa verið fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.