Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 11
H ú n va r r e i ð TMM 2018 · 1 11 Manstu hvaða ljóð þú last? Ég var hrifin af dönsku skáldi sem heitir Morten Blok. Ætli ég yrði jafn hrifin af honum núna? En ég var það þá. Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og verkin þín? Ég skrifa svo mikið um fjölskyldur og vel má segja að ég skrifi um sambönd mín við foreldra mína. Viltu segja eitthvað um framtíð prentaðra bóka? Ég held að þær muni lifa af, ég held að maður þurfi ekki að óttast að þær fari halloka fyrir tölvuvæðingunni í samfélaginu. Hver er staða bókmennta í heiminum í dag? Það eru góðir tímar fyrir bókmenntir, opinberlega fá þær gott pláss, það er mikill áhugi og hinir ungu eru áhugasamir, í boði eru margs konar námskeið fyrir fólk sem vill skrifa. *** Hvenær fórstu fyrst til Suður-Kóreu? Ég fór fyrst árið 2000 með kærustunni minni. Við ferðuðumst um Asíu í hálft ár. Við ætluðum til Tíbet, Víetnam, Kína, Filippseyja og fleiri landa, ferðinni var ekki heitið til Kóreu, en í Víetnam veiktist ég alvarlega og það þótti ekki öruggt að fara t.d. til Tíbet uppá sjúkrahús að gera og við tókum skyndiákvörðun, breyttum plönum og enduðum í Kóreu. Hittirðu foreldra þína? Ég fór á barnaheimilið sem ég dvaldi á fyrstu mánuði ævinnar og fékk þar upplýsingar um foreldra mína. Ég var spurð hvort ég vildi hitta þau. Það var mér áfall að vita að til væru upplýsingar um þau en ég gat ekki hugsað mér að hitta þau í þetta skipti. En seinna heimsækir þú blóðforeldrana? Já, svo fór ég þangað í þrjár vikur árið 2007 og hitti þau í fyrsta sinn. Þá ákvað ég að fara aftur og dvelja lengi afþví mig langaði til að kynnast fjöl- skyldunni. Ég var líka komin í samband við hóp fólks sem var gagnrýnið á ættleiðingar og vildi kynna mér starf þess og skoðanir betur. Það voru megin- ástæður þess að ég flutti til Kóreu árið 2007 og bjó þar í þrjú og hálft ár. Í lok árs 2010 snéri ég tilbaka. Hvernig kom landið þér fyrir sjónir? Stærsti hluti Kóreu eru fjöll. Í Seoul eru bílar alls staðar, ljósaskilti á hús- veggjunum og fólk útum allt, en hvar sem þú ert stödd í borginni sérðu til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.