Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Page 28
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 28 TMM 2018 · 1 eru þrír, eins og í ævintýrunum og eins og þrenningin, faðir sonur og heilagur andi. En táknræn merking þeirra er margbrotnari en svo, rósin er átta blaða rós, Rosa Candida. Auður gerir þetta heiti einmitt að umræðuefni í viðtali um verk sín á heimasíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta, í franskri þýðingu heitir bókin Rosa Candida „sem er líka heiti sem var notað um Maríu guðs- móður í gömlum bókum.“10 Talan átta tengist líka óendanleikanum, tákn hans í stærðfræði er ∞, átta á hlið. Rósaafleggjararnir þrír, hver með átta blöð, mynda þannig töluna 888 sem er sú tala sem fæst þegar stöfunum í grísku formi nafnsins Jesús er gefið talnagildi og þeir lagðir saman.11 Rósirnar eru tákn eilífðarinnar og Jesú Krists. Þessar rósir hafa sérstök tengsl við dóttur Arnljóts, Flóru Sól, hún er afleggjari hans og móður hans, rétt eins og rósirnar. Dagsetningar í sögunni styðja þetta, Flóra Sól fæðist á afmælisdegi móður hans, sem einnig er dánardagur hennar, þannig tryggir fæðing barnsins ódauðleika móðurinnar. Hér gæti einhverjum þótt túlkandinn kominn út á nokkuð langsóttar brautir en þegar rýnt er í fleiri tákn í sögunni kemur í ljós að þessar tengingar við óendanleikann og Jesú Krist eru engar tilviljanir. Rós er rós er rós, eða hvað? Afleggjarinn fjallar að stórum hluta um gróður, ekki síst um rósir. Arnljótur er ástríðufullur garðyrkjumaður, þeirri ástríðu deildi hann með móður sinni og þegar hann leggur af stað í sitt ferðalag hefur hann með sér þrjá afleggjara af sérstöku afbrigði áttablaðarósarinnar sem móðir hans hefur ræktað. Hér má raunar gera lítinn útúrdúr um titla bókanna tveggja. Þeir eru báðir marg- ræðir, afleggjarinn vísar auðvitað til rósaafleggjaranna en titillinn er í eintölu og því freistandi að líta svo á að barnið sem Arnljótur eignast í sögunni, Flóra Sól, sé sá afleggjari sem hann vísar til. Í þriðja lagi er Afleggjarinn ferðasaga og gömul líking um lífið sem ferðalag gefur tilefni til þriðju túlkunarinnar; við getum litið svo á að afleggjarinn vísi til vegar eða leiðar sem Arnljótur hefur valið að fara út af aðalbrautinni eða þeim vegi sem algengastur er. Báðar þessar túlkanir má svo tengja við trúarlegar vísanir, „Ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið,“ segir Jesús við lærisveinana í Jóhannesarguðspjalli (14.6). Ör er við fyrstu sýn auðtúlkaðri titill, þótt það sé ekki alveg ljóst hvort hann sé í eintölu eða fleirtölu. Í fyrsta kafla sögunnar fer Jónas á húðflúrs- stofu þar sem honum er sagt að margir viðskiptavinir komi til að fela ör. Sjálfur er hann með „samtals sjö ör á líkamanum, fjögur fyrir ofan nafla, upphafsreitinn, og þrjú fyrir neðan nafla.“ Húðflúrið sem hann velur sér er einfalt, hvít vatnalilja. Samtalið milli hans og húðflúrarans er áhugavert: – Vatnalilja, segi ég hiklaust. – Og bara einn litur?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.