Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 24
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 24 TMM 2018 · 1 gætir barnsins. Margt í lýsingunni á því hvernig þau verða smám saman að fjölskyldu er undurfallegt, en um leið mótsagnakennt, ekki síst þegar horft er til þeirra táknrænu vísana sem þar má greina. Matargerð er mikilvæg í Afleggjaranum eins og í öðrum verkum Auðar. Með annarri skáldsögu hennar, Rigningu í nóvember, fylgir matreiðslubók með uppskriftum að réttum sem eldaðir eru í bókinni og í öðrum verkum hennar gegnir matur margvíslegum hlutverkum. Í Afleggjaranum birtist bjargarleysi karlmannanna í sögunni skýrt í matargerð þegar faðir Arn- ljóts reynir að halda minningu konu sinnar á lofti með því að elda mat upp úr handskrifuðum uppskriftum sem hún hefur skilið eftir sig. Það verður einnig mikilvægur þáttur í þroska Arnljóts að læra að elda mat fyrir sig og fjölskylduna sem hann verður óvænt hluti af í þorpinu. Matur gegnir þannig því hlutverki að færa fólk saman og skapa fjölskyldur. Ekkillinn faðir Arnljóts nær saman við gamla vinkonu eiginkonunnar þegar þau fara að bjóða hvort öðru í mat. En matargerð hefur einnig táknræna vídd. Þegar mæðgurnar koma til kastalaþorpsins er Arnljótur búinn að búa þeim heimili. Fyrsta máltíðin sem hann eldar handa þeim er kálfakjöt, sem leiðir óhjákvæmilega hugann að sögunni sem Jesús segir tollheimtumönnum og bersyndugum af heimkomu glataða sonarins og alikálfinum sem slátrað er af því tilefni í Lúkasarguðspjalli (15, 11–32). Þetta er ein af fyrstu tengingum barnsins við Jesú Krist, en sannarlega ekki sú síðasta. Önnur eftirminnileg sviðsetning sem tengist heimilisstörfum er þegar Arnljótur hengir upp þvott litlu fjölskyldunnar: „Ég hengi fyrst upp gam- mosíur af dóttur minni og síðan nærbuxur af barnsmóður minni, þannig festi ég einkalíf mitt smám saman upp á þráðinn, líkt og lökin með blóð- blettinum sem voru hengd út á svalir.“ Í þessari sviðsetningu sameinast tvö ólík hlutverk Arnljóts, annars vegar er hann nútímalegur karlmaður sem gengur í öll störf á heimilinu, jafn- vel þvotta, sem eru síðasta vígi hefðbundinnar verkaskiptingar kynjanna á íslenskum heimilum,7 á hinn bóginn er engu líkara en hann sé kominn hér í hlutverk brúðgumans sem hengir blóðugt lakið út á svalir til sönnunar því að hjónabandið sé fullkomnað. Í þessari einföldu athöfn, að hengja þvott á snúru, mætast þannig merkingarlögin tvö sem einkenna sögu Auðar Övu, hið nútímalega og hið táknræna. Umræða um karlmennsku og kynhlutverk almennt er augljós í báðum sögum og liggur á yfirborði þeirra jafnt sem á hinu táknræna sviði. Í Afleggjaranum má sjá nútímalega sýn á hlutverk kynjanna, ekki síst for- eldrahlutverkið, þegar Anna segir við Arnljót, „Ég fæ ekki jafn mikið út úr móðurhlutverkinu og þú út úr föðurhlutverkinu“ (274), og hún er sér líka fullkomlega meðvituð um að móðurhlutverkið er einmitt hlutverk, ekki eitt- hvað sem tilheyrir eðli hennar, eða sem hún gengur sjálfkrafa inn í um leið og hún hefur fætt barn. „Mér finnst ég þurfa að gera svo margt áður en ég verð móðir,“ segir hún við Arnljót (273). Hér bergmála fræg orð Simone de
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.