Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 125
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 1 125 ir á borð við sögur Thors Vilhjálmsson- ar í Dögum mannsins: Og sú sem er í uppáhaldi hjá Jósef er skrifuð í Barcelona í júlí 1950: „Hann tekur bréfið úr vasanum og les: Ástin mín. Það er svo langt síðan að þú fórst og hér er allt svo autt og tómt og dáið síðan, fuglarnir fóru líka …“ (210) Þegar lesandinn sér þessa tilvitnun hefur hann þegar lesið nokkur af bréf- um Ástu til ókunnugs elskhuga sem hefjast flest á svipuðum nótum. Er sögupersóna Jóns Kalmans þá að skrifa sögupersónu Thors? Er saga Thors svar við þessu bréfi? Þegar tveir textar mæt- ast þannig, „verða tvísaga og gera hvor annan afstæðan“ erum við komin á slóðir karnivals í anda Bakhtins, segir Kristeva, og karnivalið dregur „óhjá- kvæmilega fram í dagsljósið það dulvit- aða sem býr undir þessari formgerð [skáldsögunnar]: kynlíf og dauða“.11 Bókmenntasagan hefur fært okkur inn í tilvistarlega vídd skáldskaparins. Allt sem við óttumst Ef við víkjum aftur að yfirlýsingum bróður Sigvalda um hulinn heim skáld- skaparins, þar sem fram kemur „allt sem við þegjum yfir, felum eða viljum ekki viðurkenna“, dulvitund okkar, þá blasir við að erótík og dauði eru einmitt eitt af meginþemunum í Sögu Ástu – sem og í öðrum verkum Jóns Kalmans sem finnst sjálfsagt „að takast á við þessar stóru spurningar: Lífið, dauðann og allan þann pakka.“ Ástin og dauðinn, jú, það er eitthvað sem breytir öllu, en um leið órjúfanlegur hluti tilverunnar. Alls staðar í kringum okkur og því í sjálfu sér hversdagslegt. Fyrir mér er jafn sjálfsagt að skrifa um ástina, dauðann og að lýsa því hvernig kaffi kólnar.“12 Í Sögu Ástu reynir bróðir Sigvalda að útskýra þetta hlutverk skálda þannig að það sé einfaldlega hæfileiki þeirra, „eða þá ógæfa, að sjá stundum það sem er falið eða það sem er reynt að fela“. Allt breytist þegar hann fari að skrifa. „Eitt- hvað leysist úr læðingi innra með mér […] ég breytist í næma taug sem titrar milli þess sem sést og þess sem er hulið.“ (137–138) Höfundar sem grafa eftir öllu sem við viljum fela eiga auðvitað á hættu að viðbrögðin verði þau sömu og hjá Sigvalda, sem segir „stopp! Þetta er aðeins of mikið fyrir mig núna!“ (138) Ekki síst þegar söguefnið er sótt í raun- verulegar persónur og atburði. Skáldið, bróðir Sigvalda, stendur líkt og sögu- maðurinn og höfundurinn Jón Kalman í þeim sporum að skrifa sögu fjölskyldu sinnar, að þurfa að byggja á lífi og per- sónuleika fólks í kringum sig – og þá kannski ekki síst sjálfum sér. „Hvernig er hægt að komast burtu frá sjálfum sér … ef það er engin leið út úr heimin- um …“ spyr sögumaðurinn (394) sem hefur þannig ítrekað endurskapað sjálf- an sig en heldur þó hugrakkur í lok bókar „út í vitann“ til að kljúfa myrkrið í leit að öðrum heimi, klyfjaður bókum, tónlist og minningum (443). Í lokin ætla ég að slá því fram að eitt helsta gildi höfundarverks Jóns Kal- mans sé að hvert verk er hluti af list- rænni yfirlýsingu hans um eðli og til- gang skáldskaparins. Hvort sem er í hinni ytri vídd bókmenntahefðarinnar eða innri vídd skáldskaparins hefur Jón Kalman skapað sinn eigin heim, sem er í stanslausu, dýnamísku samtali við hina stærri heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.