Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 43
S e b r a h e s t a r n i r í Ti j u a n a TMM 2018 · 1 43 í syndaborginni, eins og hún er oft kölluð, þar sem hægt er að sletta ærlega úr klaufunum, þar sem engar eru hömlurnar eftir því sem margir halda og bókstaflega allt leyfilegt. Fljótandi vín og vændiskonur á hverju strái. Það má segja að borgin beri nafn með rentu: Uppruni nafnsins Tijuana ku vera Tía Juana eða Juana frænka, gestrisna konan sem gaf ferðalöngum hress- ingu áður en þeir héldu lengra inn í eyðimörkina. Hún bjó á innsta bænum í dalnum áður en haldið var upp á heiðina. Svo breyttist hún með tímanum í hina lauslátu Juönu sem tældi til sín karlmenn til þess eins að snúa við þeim baki, og síðar í vændiskonuna Juönu, lágkúrulega og grófa. Ekki styðja þó allir fræðimenn þessa kenningu og telja nafnið komið úr máli frumbyggja.1 Hvað sem því líður er þessi kvengerving borgarinnar hluti af hinni svonefndu myrku goðsögn: að Tijuana sé borg hins ljúfa lífs, vændis og drykkju. Á höttunum stóð Honeymoon og Kiss me en líka Cisco Kid og Pancho Lopes, því Tijuana er líka griðastaður bófa og glæpamanna. Útlaginn Cisco Kid sem drap með köldu blóði varð að mexíkanskri hetju þótt hann væri reyndar ekki annað en hugarfóstur bandaríska rithöfundarins O. Henry.2 Pancho Lopes var líka harðsvíraður bófi. Hver hefur ekki séð bíómynd þar sem bandarískir bófar, kúrekar, gangsterar eða mafíósar flýja til Mexíkó, og oftar en ekki er það til Tijuana. Þar eru engin lög, allt viðgengst. Og nú á síðustu áratugum hafa bæst við goðsögnina eiturlyfjasmyglarar og glæpa- gengi. Lag fransk-spænska söngvarans Manu Chau, Welcome to Tijuana, frá árinu 1998, endurspeglar í hnotskurn þessa ímynd borgarinnar: „Welcome to Tijuana, tequila, sexo, marihuana“ eða „Velkomin til Tijuana, tekíla, kynlíf, maríjúana.“3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.