Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 128
U m s a g n i r u m b æ k u r 128 TMM 2018 · 1 nær hann gerist – nema raunar í þriðja og síðasta hluta bókarinnar, en hann gerist í einni tímaframvindu (ef ég hef skilið rétt) og þarf því ekki slíkra fyrir- sagna með. Ef raðað er í tímaröð er fyrsta atburðarásin frá árunum fyrir stríð og innrás, frá desember 1938 til hausts 1939, og þjónar meðal annars því hlut- verki að kynna aðalpersónur, unga manninn Sigurð og stúlkuna Áslaugu, sem hann fær áhuga á, leiða þær saman og setja þær niður á sinn stað. Um leið verður til dálítil lýsing á mannlífinu í Reykjavík. Önnur atburðarásin hefst með innrás Þjóðverja 10. maí 1940 og nær fram í október árið eftir þegar hópur fólks úr fjölþjóðlegri andspyrnuhreyfingu, þeirra á meðal Áslaug, rænir Sigurði, þar sem hann er á flótta úr fangelsi Þjóðverja, og taka hann í flokk sinn. Þriðja atburðarásin fer fram nokkurn veginn í framhaldi af annarri en getur ekki talist til hennar af því að búið er að segja frá henni í mánuð áður en frásögn af annarri rásinni lýkur. En hér segir frá næsta ævintýralegri ferð 13 manna and- spyrnuhóps upp á miðhálendi landsins – ég geri ráð fyrir að svokallaður Inn- gangur bókarinnar, sem gerist uppi á Hveravöllum á Kili, tilheyri þessari atburðarás. Síðan heldur hópurinn norður og austur fyrir Hofsjökul, sunn- an Tungnafellsjökuls og norðan Vatna- jökuls uns hann kemur að Kárahnjúk- um, þar sem reynast vera fangabúðir Þjóðverja. Eftir viðburðaríka viðdvöl þar liggur leiðin til Vopnafjarðar og svo með kafbáti til Grænlands. Eftir að þangað er komið er aðeins eftir bókarhluti sem kallast Endalok og inniheldur einn kafla, einkenndan þannig að hann gerist á Seyðisfirði haustið 1962. Þó að málalokin skipti varla eins miklu máli hér og lesandi ætl- ast til ætla ég ekki að brjóta þá góðu reglu að leyfa lesendum að lesa ekki sögulokin fyrr en í bókinni sjálfri. Ekki geri ég mér grein fyrir því hvort það þjónar einhverjum góðum og gagn- legum tilgangi að hræra atburðarásun- um saman í stað þess að segja frá í einni samfelldri tímaröð. En það veldur að minnsta kosti engum erfiðleikum vegna þess að kaflarnir eru stað- og tímasettir svo ótvírætt og nákvæmlega. Margt er bráðskemmtilega gert í þess- ari bók, sérstaklega, finnst mér, þar sem notað er efni úr raunveruleikanum og aðeins snúið upp á það til þess að það geti staðist í andveruleikanum. Stund- um þarf ekki að breyta miklu. Kvæði Steins Steinars, Imperium Britannicum, stenst til dæmis fullkomlega, og batnar verulega finnst okkur líklega flestum, við það eitt að Britannicum er breytt í Germanicum, Goethe kemur í stað Shakespeares og kvæðið er lagt í munn Áslaugu (bls. 148–49). Aðferð andveru- leikans finnst mér heppnast langbest í frásögninni af komu Þjóðverja til Reykjavíkur og fyrstu dögum hernáms- ins. Þar er margt líkt raunverulegu her- námi Breta og þó með ólíkum blæ sem við könnumst við að hafi verið á ríki Hitlers í Þýskalandi og Churchills í Bretlandi. Þjóðverjar beittu meiri við- höfn og meiri hörku þegar þeim fannst það eiga við; ég held að það standist ágætlega. Stundum minnir frásögnin af gerðum hernámsliðsins óþægilega á verk Breta í veruleikanum (bls. 212): „En flestum fannst fulllangt gengið þegar marsérað var með alþingismanninn Einar Olgeirsson og báða blaðamenn Þjóðviljans út í skip þaðan sem þeir yrðu fluttir til Sachsenhausen-fanga- búðanna.“ Í rauninni voru þeir fluttir í alræmt fangelsi í London, en ekki skal ég efa að þeirra hefði beðið verri vist í Sachsenhausen. Viðbrögðum Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.