Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 8
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 8 TMM 2018 · 1 að verja okkur fyrir rasismanum sem við mættum annars staðar. Ég kallaði stelpu sem kom frá Tyrklandi pærker og hún kallaði mig skævöje. Þið svona drápuð orðin. Já, gerðum þau hættuminni. Hver kenndi þér að lesa? Varstu snemma læs? Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég lærði að lesa. Mamma er mennt- aður bókasafnsfræðingur og ég þoldi ekki að lesa þegar ég var barn – fyndið núna þegar ég starfa sem rithöfundur. Mamma kom heim með bækur handa mér og ég nennti þeim ekki. Eitt sinn sagði ég við mömmu: Mér leiðist. Hún svaraði: Farðu að lesa. Og ég svaraði: Þá leiðist mér enn þá meira. Get ég þá ekki spurt þig hvort þú hafir átt uppáhaldsbók þegar þú varst lítil? Jú, þú getur það, ég elskaði bækur Roalds Dahl, gróteskar og absúrd sögur, Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna. Ég nennti ekki raunsæjum táningabókum þar sem krakkarnir verða skotnir hver í öðrum. Manstu eftir fyrstu bíómyndunum sem þú sást? Manstu eftir því þegar þú fórst í fyrsta sinn í kvikmyndahús? Já, ég man eftir fyrsta skiptinu þegar ég fór í bíó án þess að vera í fylgd fullorðinna, ég fór með vinkonu minni. Við vorum í fjórða eða fimmta bekk og sáum Mit liv som hund. Ég elskaði myndina – finnst þér hún ekki góð? Jú, algjörlega, mjög góð. Ég sat þarna ein í bíósalnum – man mjög vel eftir því – með vinkonu minni. Það hafði mikil áhrif á mig og myndin sem ég sá sömuleiðis. Hverjar eru fyrstu minningar þínar? Það er erfitt að þekkja muninn á því sem mér var sagt og því sem ég raun- verulega minnist. En þessa minningu á ég ein: það gerðist þegar ég varð í fyrsta sinn ástfangin af stelpu í bekknum mínum. Þá vissi ég ekki hvað orðið lesbísk þýddi. Við vorum samferða heim dag einn úr skólanum. Ég var á hjóla- bretti. Hún var á rúlluskautum. Á leiðinni sagði hún að ef ég væri drengur þá ættum við að verða kærustupar alltaf. Um leið þótti mér kyn mitt standa í veginum fyrir mér. Uppfrá því langaði mig í mörg ár til að verða drengur. Atriðið rís yfir aðrar minningar. Ég man hvernig mér leið þegar hún sagði þetta, ég get raðað atriðinu nákvæmlega upp aftur, hver smáatriði kristaltær. Þetta varð líka mín stærsta sorg: kyn mitt stóð í veginum fyrir mér. Við vorum kannski níu ára. Ég vissi ekki að lesbískar ástir væru til. Hvernig barn varstu? Óþekk, stillt? Ég var mjög viljasterkt barn, vildi ég eitthvað hætti ég ekki fyrr en ég fékk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.