Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 116
116 TMM 2018 · 1 Einar Már Jónsson „Gjörði hann heim og teygði tíma“ Um daginn lagði ég leið mína í Fílharm- óníuna í París sem nýrisin er í norðaust- urhorni borgarinnar. Þangað var kom- inn hinn víðfrægi og aðlaði Sir Simon Rattle með Fílharmoníuhljómsveit Berl- ínar, einsöngvurum og kór og stjórnaði meistaraverki Haydns „Sköpuninni“. Jafnframt því sem sungið var á þýsku birtist frönsk þýðing textans á skermi sem þannig var fyrir komið að allir gætu lesið. Skáldið rakti frásögn fyrstu Mósebókar, en jók hana með glæsileg- um lýsingum á dásemdum sköpunar- verksins sem lagðar voru í munn erki- engla meðan dagarnir sex að vísu vultu veltiligir um sjávarbelti. En um leið og ég hlýddi á tóna meistarans og las orð skáldsins fóru að sækja fast á mig ýmsar annarlegar hugsanir: hvað hefur mann- skepnan gert við alla þessa dýrð, hvernig hefur mannshöndin leikið hana í tímans togi? Raphael (bassi) söng, á þriðja degi: Hafið ólmast í freyðandi bárum, hæðir og klettar birtast, fjallstindarnir rísa upp, breitt fljótið flæðir gegnum víða sléttu, í mörgum bugðum. Tær lækur liðast suðandi gegnum hljóðan dal. En nú eru nýstárlegar sjónhverfingar farnar að mæta augunum á bárum hafs- ins; þarna er risastór hvít breiða, skyldi þetta vera hafís, á ólíklegasta stað? Nei, þetta er eyja gerð úr plastpokum sem skolast hafa út á opið haf og límst saman með einhverjum hætti; þar sem þær fljóta þrífst ekkert líf. Og þarna er ein- hver dökkur flekkur, er það kannske bakið á illhvelinu spaugsama Jasconio? Nei, það er hráolía komin úr tönkum sem einhver ólöghlýðinn skipstjóri – þeir eru margir – hefur spúlað úti á rúmsjó, eða þá óstöðvandi leki úr risa- fleyi sem liggur brotið við strönd. Fjöll- in eru sundurgrafin af námum, sums staðar hefur heilum lögum verið flett ofan af þeim til að ná í kolin sem undir þeim liggja. Nú er það gömul rómantík og úrelt að syngja um fljótin blá, þau eru orðin grá eða brún, og lækirnir kannske settir í stokka. Gabríel (sópran) söng, á þriðja degi: Nú bjóða engin fram til augnayndis grænar breiður, blómaskrautið lífgar þessa töfrandi sýn. Hér anga jurtir, hér spretta læknandi grös. Greinarnar svigna undan gullnum ávöxtum, limið beygist í svalandi hvelfingar, þykkur skógur krýnir fjöllin brött. En grænu breiðurnar eru ekki grænar lengur, þær eru komnar undir malbik, orðnar að hraðbrautum, vegum og bíla- stæðum, kannske liggja þær á botni uppistöðulóna, og í staðinn fyrir angan blóma er það ilmur púströranna og gráar gufur úr verksmiðjum sem fyllir vitin. Í læknandi grösum og gullnum ávöxtum safnast saman ólyfjan. Skóg- arnir hafa verið höggnir, eða þeir eru að H u g v e k j a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.