Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Qupperneq 116
116 TMM 2018 · 1
Einar Már Jónsson
„Gjörði hann heim
og teygði tíma“
Um daginn lagði ég leið mína í Fílharm-
óníuna í París sem nýrisin er í norðaust-
urhorni borgarinnar. Þangað var kom-
inn hinn víðfrægi og aðlaði Sir Simon
Rattle með Fílharmoníuhljómsveit Berl-
ínar, einsöngvurum og kór og stjórnaði
meistaraverki Haydns „Sköpuninni“.
Jafnframt því sem sungið var á þýsku
birtist frönsk þýðing textans á skermi
sem þannig var fyrir komið að allir
gætu lesið. Skáldið rakti frásögn fyrstu
Mósebókar, en jók hana með glæsileg-
um lýsingum á dásemdum sköpunar-
verksins sem lagðar voru í munn erki-
engla meðan dagarnir sex að vísu vultu
veltiligir um sjávarbelti. En um leið og
ég hlýddi á tóna meistarans og las orð
skáldsins fóru að sækja fast á mig ýmsar
annarlegar hugsanir: hvað hefur mann-
skepnan gert við alla þessa dýrð, hvernig
hefur mannshöndin leikið hana í tímans
togi?
Raphael (bassi) söng, á þriðja degi:
Hafið ólmast í freyðandi bárum,
hæðir og klettar birtast,
fjallstindarnir rísa upp,
breitt fljótið
flæðir gegnum víða sléttu,
í mörgum bugðum.
Tær lækur liðast
suðandi gegnum hljóðan dal.
En nú eru nýstárlegar sjónhverfingar
farnar að mæta augunum á bárum hafs-
ins; þarna er risastór hvít breiða, skyldi
þetta vera hafís, á ólíklegasta stað? Nei,
þetta er eyja gerð úr plastpokum sem
skolast hafa út á opið haf og límst saman
með einhverjum hætti; þar sem þær
fljóta þrífst ekkert líf. Og þarna er ein-
hver dökkur flekkur, er það kannske
bakið á illhvelinu spaugsama Jasconio?
Nei, það er hráolía komin úr tönkum
sem einhver ólöghlýðinn skipstjóri –
þeir eru margir – hefur spúlað úti á
rúmsjó, eða þá óstöðvandi leki úr risa-
fleyi sem liggur brotið við strönd. Fjöll-
in eru sundurgrafin af námum, sums
staðar hefur heilum lögum verið flett
ofan af þeim til að ná í kolin sem undir
þeim liggja. Nú er það gömul rómantík
og úrelt að syngja um fljótin blá, þau
eru orðin grá eða brún, og lækirnir
kannske settir í stokka.
Gabríel (sópran) söng, á þriðja degi:
Nú bjóða engin fram
til augnayndis grænar breiður,
blómaskrautið lífgar
þessa töfrandi sýn.
Hér anga jurtir,
hér spretta læknandi grös.
Greinarnar svigna undan gullnum
ávöxtum,
limið beygist í svalandi hvelfingar,
þykkur skógur krýnir fjöllin brött.
En grænu breiðurnar eru ekki grænar
lengur, þær eru komnar undir malbik,
orðnar að hraðbrautum, vegum og bíla-
stæðum, kannske liggja þær á botni
uppistöðulóna, og í staðinn fyrir angan
blóma er það ilmur púströranna og
gráar gufur úr verksmiðjum sem fyllir
vitin. Í læknandi grösum og gullnum
ávöxtum safnast saman ólyfjan. Skóg-
arnir hafa verið höggnir, eða þeir eru að
H u g v e k j a