Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 123
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 1 123 Kalman nálgast skáldsagnaskrifin áfram út frá sínum eigin forsendum þar sem gildi skáldskaparins er ótvírætt, öfugt við það sem lesa má úr skrifum Knaus- gårds.6 Í því ljósi er ekki undarlegt að sú ádeila sem hljómar mest sannfærandi er sú sem snýr að stöðu rithöfundarins í markaðsdrifnu ferðamannalandi: „Íslenskt skáld er lundi“, segir sögu- maðurinn í uppgjöf þegar hann íhugar að taka tilboði um að verða nokkurs konar sýningargripur fyrir ferðamenn að skoða (393). Texti um texta Til er „bókmennta-heimur“ sem er tiltölulega sjálfstæður frá hversdeginum og pólitískum flokkadráttum hans, sem hefur sín eigin mörk og virkni sem ekki er hægt að leggja að jöfnu við venjulegt pólitískt rými. Innan þessa alþjóðlega bókmenntasvæðis má finna valdatafl og ofbeldi af sérstöku tagi — bókmenntaleg yfirráð [sem ekki má rugla saman] við pólitísk yfirráðaform, jafnvel þó að þau geti að mörgu leyti verið háð þeim.7 Þannig lýsir franska fræðikonan Pascale Casanova bókmenntaheiminum, með áherslu á alþjóðlega vídd hans. Casa- nova talar í þessu samhengi um „alþjóð- legt bókmenntasvæði“ sem hún kallar „alheimslýðveldi bókmenntanna“ (fr. République mondiale des lettres), en hún nýtir sér m.a. kenningar Pierres Bourdieu um svið (fr. champ). Bók- menntaheimurinn er skilgreindur sem nokkurs konar hliðstæður, alþjóðlegur heimur sem lýtur eigin lögmálum, teng- ist vitanlega hinu stærra samfélagsrými og öðrum sviðum en yfirleitt á óbeinan hátt.8 Þetta mætti ef til vill kalla „ytri“, sögulega og pólitíska hlið bók- menntanna, en í Sögu Ástu, setur bróðir Sigvalda, sem er skáld, fram svipaðar yfirlýsingar um „innri“ eða tilvistarlega vídd skáldskaparins: Það eru til tveir heimar, hið minnsta, kæri bróðir. Annarsvegar sá sem blasir við öllum, það sem þú lest um á síðum dagblaðanna, það sem sagt er upphátt – hinsvegar er það hinn huldi heimur. Þar er allt sem við þegjum yfir, felum eða viljum ekki viðurkenna. Þar er allt sem við óttumst. Og þar er allt það sem við vonumst eftir en fáum ekki, eða höfum þá ekki haft afl til að sækja. Þú kallar þann heim skáldskap, og átt við tilbún- ing. Gott og vel. En hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er helvítis skáld- skapurinn stundum það eina sem tekst að lýsa tilverunni eins og hún raunverulega er. Það eina … Stopp, segir Sigvaldi, stopp! Þetta er aðeins of mikið fyrir mig núna! (138) Kenningar um textatengsl ganga út frá því að „sérhver texti [sé] upptaka og umbreyting annars texta,“ eins og Julia Kristeva lýsir því með vísan til kenninga Mikhails Bakhtin. Bakhtin líti „á skrif sem lestur á eldri bókmenntaheildum, en textann sem upptöku á og andsvar við öðrum texta“, sem „tvíröddun við fyrri bókmenntaheild“ og „ögrun við fyrri skrif“, og slík tvíbendi sé „eina aðferðin sem leyfir ritsmiðnum að ganga inn í söguna.“9 Saga Ástu vekur sífellt athygli á þess- um textalegu eiginleikum sínum og tengslum við aðra texta (og reyndar tón- list líka þótt ekki sé fjallað um þau tengsl hér). Eitt dæmi er þegar Ásta hitt- ir drenginn Jósef í sumardvöl í sveit. Samband þeirra verður ein þungamiðja sögunnar en þessar sögupersónur draga sjálfar athygli að því að þær koma ekki úr veruleika utan skáldskaparheimsins, heldur spretti úr öðrum bókum: Mamma valdi nafnið úr Biblíunni, segir hann. Ég er því strangt til tekið varla til. Ég er eiginlega bara gamall kall úr Biblí- unni sem lifði fyrir meira en tvöþúsund árum þarna niður frá, í Ísrael, Palestínu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.