Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 18
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 18 TMM 2018 · 1 Ertu gift, áttu ástvin? Ég á kærustu. Við erum nýfluttar saman. Hvort þykir þér skemmtilegra / betra að elska eða vera elskuð? (Hlær.) Ég held það sé ekki hægt að skilja þetta í sundur. Ertu hugrökk? Ég held það – annars hefði ég aldrei farið til Kóreu og heldur ekki búið þar. Nú ertu nýlega flutt frá Mön og komin aftur til Kaupmannahafnar. Hvar annars staðar viltu búa? Sveit, staður, borg? Mig langar að búa á Grænlandi í að minnsta kosti eitt ár og lifa þar hvort tveggja um sumar og dimman vetur. Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn? Ég held ekki – fyrrverandi kærasta sagði einu sinni við mig: Þú lifir svo ríku innra lífi. Ég held hún hafi haft rétt fyrir sér. Ég þarf ekki mikla örvun utanfrá, þá ölvast ég bara af örvun. Það er svo nóg um að vera innra með mér að ég þarf ekki út að skoða hvert skúmaskotið í heiminum. Áttu þér fyrirmynd? Ég hef aldrei verið góður aðdáandi. Mér líkar við marga rithöfunda og listamenn en ég á ekki fyrirmynd. Ef þú værir ekki þú sjálf hver vildirðu vera? Tré. Haf. Ekki önnur manneskja. Hvað er undarlegast við sjálfa þig? Það kom mér – og öðrum – á óvart að ég skyldi verða fyrir þessari streitu. Og enn furðulegra þótti öllum og mér mest að ég skyldi ílengjast á þessari litlu eyju – ég reyndar velti fyrir mér að setjast þar að og verða kúreki. Það var mjög undarlegt. Ég bjó á afskekktum stað heima hjá mömmu minni og auðvitað þurfti ég félagsskap svo ég fór að mæta í hesthús skammt frá um það bil annan hvern morgun og hjálpa þeim við að moka flórinn. Þegar vinnu var lokið riðum við út. Þetta gæti verið það undarlegasta sem ég hef á ævi minni aðhafst og kom mér sannarlega á óvart, að ég færi að stunda reiðmennsku og kynni því svona vel að vera úti í náttúrunni. Hver er mesta ást lífs þíns hingað til? Þær eru margar: bækur, fólk, náttúran og nú hestar en ég myndi segja að hafið sé stærsta ást lífs míns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.