Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 78
Vi ð a r H r e i n s s o n
78 TMM 2018 · 1
sjaldan róttækara en svo að vegið væri að spilltum eða mistækum valdhöfum
á grunni viðurkenndra kennisetninga, einkum trúarlegra. Eiginlegur réttur
til gagnrýni er nútímafyrirbæri sem varla var viðurkennt fyrr en á 19. öld.1
Jón lærði Guðmundsson (1574–1658) var bóndi, sjómaður, skáld, lista-
maður, læknir og galdramaður. Hann var gagnrýninn í hugsun og jafnvel
uppreisnargjarn andófsmaður. Spyrja má hvers eðlis gagnrýni Jóns hafi verið
og hve djúpt hún ristir, hvort hann hafi vegið að rótum valdakerfa samfélags-
ins? Eru rit hans frábrugðin eldri heimsósómakvæðum, t.d. Skáld-Sveins og
séra Sigfúsar Guðmundssonar? Kvæði þeirra voru ekki hættulegri en svo að
þau voru tæk í Vísnabók Guðbrands biskups árið 1612 sem átti að treysta
undirstöður kristinnar kirkju í landinu.
Skáld-Sveinn kvað sinn Heimsósóma á 15. öld og upphafserindið er
nokkuð vel þekkt:
Hvað mun veröldin vilja?
Hún veltist um svo fast
og hennar hjólið snýr.
Skepnan tekur að skilja,
skapleg setning brast
og gamlan farveg flýr.2
Skipan heimsins er í upplausn: „Millum frænda og mága/magnast heift og
grand,/ klagar hvör mest er má,“ segir Sveinn og deilir á ágirnd, bílífi og
spillingu ríkismanna. Róstur og valdabarátta sveinaaldarinnar svokölluðu
mynda augljóst baksvið í kvæðinu. Átök höfðingjanna um auð og völd voru
á kostnað hinna fátæku og innantóm auðsæld ríkismannsins gekk jafnvel
gegn náttúrunni:
Hvað er að fénu fengnu,
fyrst það kemur heim
í rúman ríkis garð?
Það gleymir ári gengnu,
hann greip fyrir tveimur og tveim,
snauður af sælu varð.
Hann gjörir sig rífan, rússar, drekkur og býtir,
en ríkismann við lítilmagnann kýtir,
kotungur eftir kúm og sauðum sýtir,
sjálf náttúran þennan lifnað lýtir.
Ríkismenn höfðu snúið baki við guði, fyrirgert sálum sínum og hallað sér að
veraldlegum gæðum og nautnum holdsins. Náttúran sem hér er vísað til er
í raun það sköpunarverk sem maðurinn var hluti af og í skilningi miðalda-
manna stóð hún oft nærri guði.
Sá frómi sextándualdarklerkur Sigfús Guðmundsson á Stað í Kaldakinn
(d. 1597) var enn hvassari í kveðskap sínum sem vel má heimfæra upp á