Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 121
TMM 2018 · 1 121 Auður Aðalsteinsdóttir Hinn huldi heimur Jón Kalman Stefánsson: Saga Ástu, Bene- dikt 2017. 443 bls. Sögumannsröddin í verkum Jóns Kal- mans Stefánssonar er auðþekkjanleg og sterk, eitt af hans helstu sérkennum. Svo mjög, að í sýningu Borgarleikhússins á Himnaríki og helvíti, sem er byggð á samnefndum þríleik Jóns Kalmans, hefur hún þótt ómissandi og yfirgnæfir oft dramatíska eiginleika leikritsforms- ins þegar kór er löngum stundum látinn þylja ljóðrænan texta úr bókunum. Dönskum ritdómurum verður oft tíð- rætt um alviturt sjónarhorn sögumanna og „patosið“ í verkum Jón Kalmans, þ.e. háfleyga og tilfinningaríka framsetn- ingu á hinum mörgu hugleiðingum um tilveruna og ályktunum sem dregnar eru af því sem fram kemur í sögunni sjálfri. Slíkur stíll virðist Íslendingum ekki jafn framandi en er orðinn svo nátengdur höfundinum Jóni Kalmani í vitund minni sem lesanda að þegar ég endurlas nýlega Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness varð mér nokkrum sinnum að orði: „Þarna heyrðist í Jóni Kalmani.“ Það sýndi mér svart á hvítu hversu mjög Jón Kalman sækir í þennan höfuðpaur íslenskrar bókmenntahefðar – en einnig að textatengsl fela ekki aðeins í sér að yngri textar sækja í eldri texta, heldur breyta um leið þessum eldri textum.1 Ég get ekki lengur lesið vissar setningar úr Sjálfstæðu fólki án þess að heyra þær með sögumannsrödd Jóns Kalmans, hann hefur umbreytt verki Laxness fyrir mér. Hin sterku höfundareinkenni sem marka Jóni Kalmani sérstöðu innan bókmenntahefðarinnar tengja hann því jafnframt við aðra höfunda og verk hans við hefðina. Og þar sem skáldskapurinn sjálfur, tilurð hans og eðli, er jafnan eitt af stærstu viðfangsefnunum í bókum hans, sem fjalla að því leyti til um eigin lögmál, kom í sjálfu sér ekki á óvart að í upphafi nýjustu bókar Jóns Kalmans, Sögu Ástu, upplýsir sögumaðurinn les- andann um það að foreldrar aðalsögu- persónunnar Ástu hafi einmitt lesið Sjálfstætt fólk upphátt hvort fyrir annað þegar hún var í móðurkviði, og nefnt hana eftir sögupersónu Laxness, Ástu Sóllilju. Í viðtölum við Jón Kalman hefur komið fram að Saga Ástu er að ein- hverju leyti byggð á persónum og sögum úr fjölskyldu Jóns. Hann segist nota „sem viðspyrnu“ Huldu Markan, ömmu sína, og langafa sinn, Einar Markan söngvara, en aðalsöguhetjan Ásta sé skyld móðursystur hans, Jóhönnu Þrá- insdóttur þýðanda, sem hann þekkti sjálfur. Jón Kalman segist nýta „vissa ytri þætti úr lífi hennar“, til dæmis vin- áttu hennar og Ara Jósefssonar skálds. Það er ákveðinn grunnur í sögunni, en þetta er samt ekki saga þeirra, alls ekki, það væri hrein fölsun, gott ef ekki glæp- samleg einfeldni að halda því fram. Saga Ástu er skáldskapur. En skáldskapurinn byggir alltaf á veruleikanum, kemst ekki af án hans. Alveg eins og veruleikinn kemst ekki af án skáldskapar.2 Saga Ástu fjallar þó ekki aðeins um U m s a g n i r u m b æ k u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.