Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Blaðsíða 123
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 1 123
Kalman nálgast skáldsagnaskrifin áfram
út frá sínum eigin forsendum þar sem
gildi skáldskaparins er ótvírætt, öfugt
við það sem lesa má úr skrifum Knaus-
gårds.6 Í því ljósi er ekki undarlegt að sú
ádeila sem hljómar mest sannfærandi er
sú sem snýr að stöðu rithöfundarins í
markaðsdrifnu ferðamannalandi:
„Íslenskt skáld er lundi“, segir sögu-
maðurinn í uppgjöf þegar hann íhugar
að taka tilboði um að verða nokkurs
konar sýningargripur fyrir ferðamenn
að skoða (393).
Texti um texta
Til er „bókmennta-heimur“ sem er
tiltölulega sjálfstæður frá hversdeginum
og pólitískum flokkadráttum hans, sem
hefur sín eigin mörk og virkni sem ekki
er hægt að leggja að jöfnu við venjulegt
pólitískt rými. Innan þessa alþjóðlega
bókmenntasvæðis má finna valdatafl og
ofbeldi af sérstöku tagi — bókmenntaleg
yfirráð [sem ekki má rugla saman] við
pólitísk yfirráðaform, jafnvel þó að þau
geti að mörgu leyti verið háð þeim.7
Þannig lýsir franska fræðikonan Pascale
Casanova bókmenntaheiminum, með
áherslu á alþjóðlega vídd hans. Casa-
nova talar í þessu samhengi um „alþjóð-
legt bókmenntasvæði“ sem hún kallar
„alheimslýðveldi bókmenntanna“ (fr.
République mondiale des lettres), en
hún nýtir sér m.a. kenningar Pierres
Bourdieu um svið (fr. champ). Bók-
menntaheimurinn er skilgreindur sem
nokkurs konar hliðstæður, alþjóðlegur
heimur sem lýtur eigin lögmálum, teng-
ist vitanlega hinu stærra samfélagsrými
og öðrum sviðum en yfirleitt á óbeinan
hátt.8 Þetta mætti ef til vill kalla „ytri“,
sögulega og pólitíska hlið bók-
menntanna, en í Sögu Ástu, setur bróðir
Sigvalda, sem er skáld, fram svipaðar
yfirlýsingar um „innri“ eða tilvistarlega
vídd skáldskaparins:
Það eru til tveir heimar, hið minnsta,
kæri bróðir. Annarsvegar sá sem blasir
við öllum, það sem þú lest um á síðum
dagblaðanna, það sem sagt er upphátt –
hinsvegar er það hinn huldi heimur. Þar
er allt sem við þegjum yfir, felum eða
viljum ekki viðurkenna. Þar er allt sem
við óttumst. Og þar er allt það sem við
vonumst eftir en fáum ekki, eða höfum
þá ekki haft afl til að sækja. Þú kallar
þann heim skáldskap, og átt við tilbún-
ing. Gott og vel. En hvort sem þér líkar
það betur eða verr þá er helvítis skáld-
skapurinn stundum það eina sem tekst að
lýsa tilverunni eins og hún raunverulega
er. Það eina …
Stopp, segir Sigvaldi, stopp! Þetta er
aðeins of mikið fyrir mig núna! (138)
Kenningar um textatengsl ganga út frá
því að „sérhver texti [sé] upptaka og
umbreyting annars texta,“ eins og Julia
Kristeva lýsir því með vísan til kenninga
Mikhails Bakhtin. Bakhtin líti „á skrif
sem lestur á eldri bókmenntaheildum,
en textann sem upptöku á og andsvar
við öðrum texta“, sem „tvíröddun við
fyrri bókmenntaheild“ og „ögrun við
fyrri skrif“, og slík tvíbendi sé „eina
aðferðin sem leyfir ritsmiðnum að ganga
inn í söguna.“9
Saga Ástu vekur sífellt athygli á þess-
um textalegu eiginleikum sínum og
tengslum við aðra texta (og reyndar tón-
list líka þótt ekki sé fjallað um þau
tengsl hér). Eitt dæmi er þegar Ásta hitt-
ir drenginn Jósef í sumardvöl í sveit.
Samband þeirra verður ein þungamiðja
sögunnar en þessar sögupersónur draga
sjálfar athygli að því að þær koma ekki
úr veruleika utan skáldskaparheimsins,
heldur spretti úr öðrum bókum:
Mamma valdi nafnið úr Biblíunni, segir
hann. Ég er því strangt til tekið varla til.
Ég er eiginlega bara gamall kall úr Biblí-
unni sem lifði fyrir meira en tvöþúsund
árum þarna niður frá, í Ísrael, Palestínu,