Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Síða 11
H ú n va r r e i ð
TMM 2018 · 1 11
Manstu hvaða ljóð þú last?
Ég var hrifin af dönsku skáldi sem heitir Morten Blok. Ætli ég yrði jafn
hrifin af honum núna? En ég var það þá.
Hafa foreldrar þínir haft áhrif á þig og verkin þín?
Ég skrifa svo mikið um fjölskyldur og vel má segja að ég skrifi um sambönd
mín við foreldra mína.
Viltu segja eitthvað um framtíð prentaðra bóka?
Ég held að þær muni lifa af, ég held að maður þurfi ekki að óttast að þær
fari halloka fyrir tölvuvæðingunni í samfélaginu.
Hver er staða bókmennta í heiminum í dag?
Það eru góðir tímar fyrir bókmenntir, opinberlega fá þær gott pláss, það er
mikill áhugi og hinir ungu eru áhugasamir, í boði eru margs konar námskeið
fyrir fólk sem vill skrifa.
***
Hvenær fórstu fyrst til Suður-Kóreu?
Ég fór fyrst árið 2000 með kærustunni minni. Við ferðuðumst um Asíu
í hálft ár. Við ætluðum til Tíbet, Víetnam, Kína, Filippseyja og fleiri landa,
ferðinni var ekki heitið til Kóreu, en í Víetnam veiktist ég alvarlega og það
þótti ekki öruggt að fara t.d. til Tíbet uppá sjúkrahús að gera og við tókum
skyndiákvörðun, breyttum plönum og enduðum í Kóreu.
Hittirðu foreldra þína?
Ég fór á barnaheimilið sem ég dvaldi á fyrstu mánuði ævinnar og fékk þar
upplýsingar um foreldra mína. Ég var spurð hvort ég vildi hitta þau. Það var
mér áfall að vita að til væru upplýsingar um þau en ég gat ekki hugsað mér
að hitta þau í þetta skipti.
En seinna heimsækir þú blóðforeldrana?
Já, svo fór ég þangað í þrjár vikur árið 2007 og hitti þau í fyrsta sinn. Þá
ákvað ég að fara aftur og dvelja lengi afþví mig langaði til að kynnast fjöl-
skyldunni. Ég var líka komin í samband við hóp fólks sem var gagnrýnið á
ættleiðingar og vildi kynna mér starf þess og skoðanir betur. Það voru megin-
ástæður þess að ég flutti til Kóreu árið 2007 og bjó þar í þrjú og hálft ár. Í lok
árs 2010 snéri ég tilbaka.
Hvernig kom landið þér fyrir sjónir?
Stærsti hluti Kóreu eru fjöll. Í Seoul eru bílar alls staðar, ljósaskilti á hús-
veggjunum og fólk útum allt, en hvar sem þú ert stödd í borginni sérðu til