Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 23
á m ö r k U m F áv í S i o g S k i l n i n g S
23
Erna Erlingsdóttir
Á mörkum fávísi
og skilnings
Um sögur lily king
Vandfundnir eru höfundar sem jafnast á við Lily King í lagni við að kryfja
samskipti fólks og gera þeim skil frá ýmsum sjónarhornum. Auk skáldsagna
hennar, sem eru orðnar fjórar talsins, koma þessi aðalsmerki á verkum hennar
vel fram í smásögunni „Suður“ hér að framan
sem birtist í vetrarhefti tímaritsins Plough shares
1997‒98.
Lily King er bandarísk og með BApróf í
ensku og MApróf í skapandi skrifum en báðar
greinarnar hefur hún kennt við ýmsa skóla. Hún
hefur sent frá sér skáldsögurnar The Pleasing
Hour (1999), The English Teacher (2005), The
Father of the Rain (2010) og Euphoria (2014) sem
kom út í íslenskri þýðingu Ugga Jónssonar árið
2018 undir heitinu Sæluvíma. Einnig hafa smá
sögur og annað efni eftir Lily King birst í ýmsum blöðum og tímaritum.
Sögur Lily King gerast á mismunandi stöðum í heiminum í ýmiss konar
samhengi og á ólíkum tímum en samskipti fólks eru gegnumgangandi
umfjöllunarefni, m.a. hvernig fólk upplifir iðulega veruleikann, tungumálið
og frásagnir annarra á mismunandi hátt og hvernig þessir þættir móta líf þess
margvíslega. The Pleasing Hour snýst um bandaríska aupairstúlku í Frakk
landi sem tekst á við nýtt tungumál, misvísandi sögur og ýmis leyndarmál,
bæði sín eigin og frönsku fjölskyldunnar sem hún vinnur fyrir. Í The English
Teacher hefur aðalpersónan að miklu leyti lagt bækurnar sem hún kennir til
grundvallar eigin lífi og því lifað á forsendum sagna sem aðrir hafa samið. Í
þeirri bók er samband mæðgina miðlægt en næsta skáldsaga á eftir, Father
of the Rain, greinir hins vegar frá feðginasambandi. Í nýjustu skáldsögunni,
Euphoria eða Sæluvímu, sem gerist að mestu leyti í NýjuGíneu á fyrri hluta
20. aldar, eru síðan ennþá fleiri og margþættari tengsl til skoðunar. Einn af
grundvallarþáttum sögunnar er ástarþríhyrningur aðalpersónanna en ekki
síður afstaðan milli þeirra sem mannfræðinga og fólksins sem er athugunar