Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 19
S U ð U r 19 að þeim, Robert, ekki strax. En hann skildi ekki. Hann var hættur að vilja skilja hana. „Mamma, þú lýgur. Þú gerir þetta alltaf.“ „Hvað meinarðu með að ég geri þetta alltaf?“ „Hefur endaskipti á hlutunum. Lýgur um sannleikann.“ „Ég er ekki að ljúga, Florence.“ Og Marie­Claude sér skýrar vafninginn af rósarunnum sem ekki hafa blómstrað, litla tjörnina, fleiri rósarunna, og konuna sem fer þar um. „Ég hef aldrei logið að þér.“ Hverju sinni þegar konan snýr við lyftir hún pilsinu til að það krækist ekki í krana. „Ég er ekki lygarinn í þessari fjölskyldu.“ „Jú, þú ert það. Þú lýgur endalaust.“ „Flo, ég geri það ekki.“ Hún veit að til huggunar getur hún snúið sér að Matthew sem er enn sofandi en heldur á teiknimyndasögu og sól­ gleraugunum hennar í kjöltunni. „Nefndu eitt sem ég hef einhvern tíma logið að þér.“ „Þú sagðir að við gætum tekið Belle með okkur. Þú lofaðir að við gætum það.“ „Ég hélt að Bill og Karen hefðu hundana sína með, en þau gerðu það ekki svo ég gat ekki með góðu móti beðið um að koma með okkar hund. Við erum gestir. Það hefði ekki verið sanngjarnt.“ „En þú laugst. Þú sagðir eitt og gerðir annað.“ „Flo, þetta var engan veginn á mínu valdi. Það er ekki lygi.“ „Jæja þá, hérna er eitthvað betra,“ og þetta er nokkuð sem hana hefur langað að nefna lengi. „Þú sagðir mér að þið pabbi hefðuð skilið að skiptum í skyndi, að þið hefðuð bæði verið ástfangin öll þessi ár þegar ég var lítil. Þú sagðir okkur það alltaf, mamma, að við hefðum fæðst af ást.“ Marie­Claude er fegin að það er bara þetta og ekki eitthvert annað svikið loforð. „Þetta er satt. Það er dagsatt. Við elskuðum hvort annað afar, afar mikið.“ Hún hafði ekki lifað hamingjuríkari dag en daginn þegar Matthew fæddist. Þau bjuggu þá í París. Þessi morgunn á markaðnum er ennþá svo ljóslifandi: blautir sölubásarnir, ferskju­ pokinn, ungt andlit kaupmannsins, bólukeðjan á hálsinum á honum. Hún hafði teygt sig yfir kirsuberin til að kreista avókadó þegar hún fann eitthvað hlýtt á fótunum, þegar hún greindi loks milli eigin vatns og rigningarinnar. Og síðdegis kom Robert með Flo á spítalann. Þau bröltu bæði upp í rúmið til þeirra Matthews og létu eins og þau skildu ekki frönsku þegar hjúkrunarfræðingurinn skammaði þau. Þessi dagur var bara hápunktur á hamingjunni sem hafði safnast saman innra með henni frá andartakinu þegar hún hitti Robert en samt var ennþá meira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.