Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 95
o r ð U m m y n d l i S t 95 myndlist. En aðferðafræði listfræðinnar og reynsla listamannsins eru ólík og við þurfum á báðum sjónarhornum að halda. Listkerfið og flokkun lista hefur farið í gegnum margar vendingar í aldanna rás og varla hægt að tala um línulega þróun í þeim efnum, en þó liggja listsögulegar og samfélagslegar ástæður því að baki að framhaldsnám í myndlist er nú kennt á sömu stigum og bóknám í háskólum. Þegar Mynd­ lista­ og handíðaskóli Íslands varð að Listaháskóla Íslands hætti skólinn að hafa deildaskiptingu innan myndlistar. Hann losaði sig við trönur, renni­ bekki og vefstóla og réð til starfa bókmenntafræðinga, rithöfunda og mann­ fræðinga. Í kjölfarið kom inn orðræða úr háskólasamfélaginu og ný íðorð. Að einhverju leyti verður til heilnæmt smit milli faga en við þetta virðast lista­ menn líka að einhverju leyti missa forræðið yfir eigin fagi. Það sést til dæmis á því að eðlilegt þykir að kennarar án menntunar í listum kenni við Listahá­ skólann en slíkt myndi aldrei líðast í akademísku háskólanámi. Akademískar aðferðir og orðræða er orðin stór þáttur af myndlistarnámi á háskólastigi og litar bæði umræðuna um myndlist og jafnvel sjálft sköpunarferlið. Algengt er orðið að listamenn tali um sköpun sína sem listræna rannsóknarvinnu (e. artistic research) í frekar akademískum skilningi. Að sjálfsögðu er það ekki þannig að áður hafi listin verið óháð og ómeð vituð um fræðin. Listamenn hafa ávallt verið uppteknir af ólíkum fræðigreinum og starf listamannsins er í eðli sínu rannsókn. Aðferðafræði myndlistarmanna er hins vegar ólík akademískri aðferðafræði þar sem hún er að svo miklu leyti háð persónulegri reynslu, skynjun og huglægu mati. Hið stranga vísindalega tungumál nær því ekki utan um viðfang myndlistarinnar. Lögmál mynd­ málsins eru þar að auki önnur en tungumálsins. Það er ekki hægt að brjóta myndmál upp í merkingarlausar einingar á sama hátt og tungumálið og þess vegna er myndlistin ekki jafn eftirgefanleg og tungumálið þegar kemur að túlkun. En það þýðir ekki að um hana eigi að ríkja þögn eða að myndlistin og akademían eigi ekki samleið. Það er þó mikilvægt að þeir sem starfa við listir eða fjalla um þær hafi ákveðna meðvitund um það hvaðan tungumálið sem þeir nota kemur, úr hverju það er og ekki síst hvað þeir ætla sér með það. Martin Heidegger sagði að samband manns við veruleikann væri í eðli sínu sprottið úr undruninni, sem væri í senn frumlæg og upprunaleg. En eftir því sem maðurinn fjarlægist upprunann verður samfélagið ómannúðlegra og tæknilegra. Og þá hættum við að tala mannamál. Reynsla listamannsins gæti orðið vettvangur til að binda hugmyndir við efni og form og jafnvel leitt okkur út úr þoku lista­enskunnar, burt frá forheimsku einföldunar og verndað það sem akademían nær ekki utan um. Til þess að svo geti orðið þurfa myndlistarmenn að endurheimta forræðið yfir eigin fagi og beita fagtungumáli myndlistarinnar og sínu eigin frumlæga tungumáli, skyn­ reynslu og skoðunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.