Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 7
r oy J a c o B S e n , S ö g U m a ð U r o g H ú m o r i S t i
7
menntahátíð og höfum oft síðan hist eða heimsótt hvor annan. Á þingum
og stefnum er Roy mjög í félagsskap Íslendinga enda er gamansemi hans og
samtalslist mjög í anda þess sem við eigum að venjast eins og ég gat um hér
í byrjun. Hjá sumum þjóðum ber mun meir á því að fólk stundi skynsam
legar rökræður og skoðanaskipti er það situr saman á meðan okkar hefð er
kannski meira í þeim anda að rifja upp menn og atvik og segja sögur. Eitt
sinn vorum við tveir ásamt fleiri norrænum höfundum á bókmenntahátíð
í Póllandi, bæði í Varsjá og Poznan vestar í landinu og sem lengi tilheyrði
Prússlandi. Eftir lok umræddra bókmenntadaga tókum við okkur saman
tveir og héldum til Krakow, í því skyni að skoða Auschwitzfangabúðirnar
illræmdu, en um þá eftirminnilegu heimsókn okkar skrifaði ég frásögn sem
birtist í bókinni Hvar frómur flækist (2004). Í bókinni eru nokkrar myndir,
meðal annars ein sem ég tók af gömlu torgi í Varsjá og í myndatexta er því
bætt við að á torginu megi sjá norska höfundinn Roy Jacobsen. Þegar hann
fékk bókina í hendur hringdi hann til mín og hló mikið og benti mér á að á
myndinni sæjust einnig tveir af frægustu núlifandi höfundum Norðurlanda,
þau P.O. Enquist og Märta Tikkanen, án þess að þeirra væri getið. Og Roy
sagði hlæjandi í símann að samkvæmt þessu væri frægð sín orðin allmiklu
meiri en hann hefði reiknað með.
Annar maður í norræna bókmenntabransanum og sem lengi hefur starfað
við útgáfu sótti rétt eins og Roy oft í félagsskap Íslendinga og hafði mjög
skemmtilegt auga fyrir sagnalist og gamansemi. Svo fréttum við að hann væri
búinn að venda sínu kvæði í kross, hættur í forlagsbransanum og kominn í
háa stöðu hjá einu af stærstu leikhúsum Norðurlanda. Okkur sumum fannst
sem þetta væru ekki sérlega góðar fréttir, menn söknuðu hans úr faginu og
sjálfur var ég efins um að hann myndi þrífast í sérkennilegu andrúmslofti
leikhúsbransans, enda fór það svo að hann sagði upp með hvelli og blaða
fyrirsögnum eftir aðeins tæpt ár á nýja staðnum. Þegar ég hitti hann næst og
spurði hvers vegna hann hefði hætt svona fljótt velti hann um sinn vöngum
og sagði svo: Þau í leikhúsinu föttuðu ekki minn íslenska húmor.
Og ég hugsaði: Svona hefði líka farið fyrir vini mínum Roy Jacobsen.