Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 36
36 B ó k m e n n ta H át í ð Rúnar Helgi Vignisson Sannsögur um makamissi carolina Setterwall og tom malmquist „Það er erfitt að lifa en ekki að skrifa um það,“ segir Carolina Setterwall í viðtali um bók sína Vonum það besta (2018) þar sem hún lýsir einni erfiðustu lífsreynslu sem manneskja getur lent í, makamissi. „Att leva är svårt, men inte att skriva om det.“1 Í lok október árið 2014 ákveður hún að sofa ekki í hjónaherberginu heldur í barnaherberginu hjá tæplega níu mánaða gömlum syni sínum, eins og hún hefur iðulega gert vegna þess hvað hann er órólegur á nótt­ unni. Þegar hún vaknar morguninn eftir og vitjar mannsins síns reynist hann vera látinn, einungis þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Tom Malmquist, annar sænskur höfundur, lýsir því í bókinni Hvert andartak enn á lífi (2015) hvernig barns­ hafandi kona hans veikist skyndilega af bráða­ hvítblæði og deyr síðan nokkrum dögum eftir að framkvæmdur hefur verið keisaraskurður. Eftir stendur hann með nýfætt barn og þúsund spurningar. „Att leva är svårt, men inte att skriva om det.“ Sum okkar kynnu að halda öðru fram varðandi síðari liðinn, enda fela skrifin í sér að endurupplifa hina erfiðu lífsreynslu. Um leið getur það hjálpað fólki að vinna úr í áföllum eins og Anna Ingólfsdóttir, aðalhöfundur bókarinnar Makalaust líf (2012), hefur bent á. Hún skráði einmitt niður reynslu sína af veikindum og missi manns síns jafnóðum og það segir hún hafa hjálpað sér við úrvinnslu sorgarinnar.2 Að skrifa er að hugsa og höfundurinn er tilfinning heimsins.3 Þetta hafa margir reynt, enda á mannkynið ótal sögur um missi og hörmungar. Frægar eru bækur bandarísku rithöfundanna Joyce Carol Oates og Joan Didion um makamissi. Sú síðarnefnda skrifar sína bók, The Year of Magical Thinking (2005), á meðan hún gengur í gegnum sorgarferlið og ber hún þess merki. Hún byrjar á henni sama dag og maður hennar deyr og skrifar hana á 88 dögum. Tilganginn með skrifunum segir hún vera að átta sig á tímanum sem fór í hönd, vikum og mánuðum sem brutu upp allar fastmótaðar hugmyndir sem hún hafði haft „um dauðann, um sjúkdóma, um líkur og heppni, um lán og lánleysi, um hjónaband og börn og minni, um sorg, um það hvernig fólk fæst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.