Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 98
H J ö r t U r pá l S S o n 98 ég stóðst ekki mátið lengur, en gekk til mannsins, bað hann að afsaka ónæðið, sagðist ekki hafa komið þarna áður og spurði þess með hægð sem mig fýsti mest að vita. Hann svaraði mér fúslega; þetta væri aðeins höfuð sem hann hefði fundið á ruslahaug þar sem einhver hefði fleygt því. Hann kvaðst hirða dálítið um garðinn öðru hverju og hefði stungið því þarna ofan í flötina. iii Það hafði aðeins verið ætlun mín að líta sem snöggvast inn fyrir hliðið, en því lengur sem mér dvaldist, þeim mun forvitnari varð ég um garð og mann. Hann var fremur hávaxinn og grannur, í léttum ljósbrúnum vinnufötum, með þunna skyggnishúfu á höfði og kvikur í hreyfingum sem voru óvenju mjúkar. Það sást glöggt hve hann gekk óhikað og skipulega að verki og vann sér létt. Á fötum hans sá hvergi blett né hrukku þrátt fyrir eðli starfsins, og hann bar sig þannig að allt fas hans og framkoma markaðist af hógværð og höfðingleik sem sjálfkrafa vakti lotningu. Þótt garðurinn lægi í vetrardvala var jörð auð, og á stöllum sínum ríktu yfir honum sumar frægustu goðverur grískrar og rómverskrar fornaldar. Innan um þær lifði og hrærðist trjágarðsvörðurinn, höggmyndunum og öllum hnútum kunnugur í þessari vin í borgarysnum. Það var ekki auðgert að slíta sig þaðan, og hann fræddi gest sinn um hana með geðþekkum blæ af hóg­ værð og ástríðu í senn. Þar kom að ég spurði hvort til væri nokkurt prentað mál um garðinn. Hann lét ekki mikið yfir því, en sagði þó í fullri hógværð að hann hefði sjálfur tekið saman dálítinn bækling um hann. Þaðan eru ættaðir fróðleiksmolarnir um sögu garðsins hér næst á eftir: Fram að siðbreytingu stóð klaustur munka af Fransiskusarreglu á Kungs­ holmen, en það heiti fékk hólmurinn á sautjándu öld. Í aldarlokin eignaðist Carl Piper greifi land þar, sem hann jók síðar við, og hófst handa um að láta endurskipuleggja og breyta trjágarði sem enn ber heitið Piperska trädgården og reisa í honum tvö tvílyft og glæsileg hús og skeifulaga múr með vegg­ skotum fyrir höggmyndir, sem einnig eru við hann og konu hans kennd. Hún hét Christina Törnflycht Piper, en bæði voru þau tengd eða skyld hátt­ settu og valdamiklu fólki af nafnkunnum ættum úr efri lögum samfélagsins í Stokkhólmi. Múrinn getur enn að líta, en kort og koparstungur frá aldamótunum 1700 gefa góða hugmynd um stærð og útlit staðarins á blómaskeiði hans, því nú er þar allt minna í sniðum. Þennan lystigarð í stíl barokktímans, með þráðbeinar raðir af samhverfu og snöggklipptu limgerði, skrautrunna, gos­ brunna, garðskála og fjöldann allan af höggmyndum og styttum skipulögðu nafnkunnir arkitektar og garðyrkjumeistarar, og töluvert starfslið þurfti til að hirða um hann þegar hann stóð í mestum blóma, enda var hann þá einna glæsilegastur garða í höfuðborginni. Eftir að Carl Piper fylgdi konungi sínum í örlagaríkan herleiðangur úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.