Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 46
46
B ó k m e n n ta H át í ð
– Til hægri, segir hann, – klósettið er til hægri.
Ég fylgi Pol eftir með augunum þangað til hann hverfur loks inn í
baðherbergið. Arnol stendur kyrr um stund, snýr baki í mig og horfir
inn eftir ganginum.
– Arnol, segi ég, þetta er í fyrsta skipti sem ég nefni nafn hans, – á ég
að gefa þér á diskinn?
– Já endilega, segir hann, lítur aðeins á mig og snýr sér svo aftur að
gang inum.
– Hérna, segi ég og ýti fyrsta diskinum á sinn stað, – hafðu ekki
áhyggjur, hann verður kannski svolítið lengi.
Ég brosi til hans, en bros mitt er ekki endurgoldið. Hann kemur aftur
að borðinu og sest í sætið sitt, og snýr bakinu í ganginn. Hann sýnist
órólegur, loks sker hann stóra sneið af kökunni með gafflinum og ber
að munninum. Ég horfi á hann hissa og held áfram að skammta. Nabel
kallar úr eldhúsinu og spyr hvernig við viljum hafa kaffið. Ég er að því
komin að svara þegar ég sé Pol læðast af klósettinu yfir að herberginu.
Arnol horfir á mig og bíður eftir svari. Ég segi að okkur finnist allt
kaffi gott, sama hvernig það er. Þá kviknar ljós í herberginu við endann
á ganginum. Síðan er nokkurra sekúndna þögn og þar á eftir heyri ég
holan hvell, eins og eitthvað þungt hafi dottið á teppi. Arnol er í þann
mund að snúa sér í áttina að ganginum og þess vegna segi ég:
– Arnol.
Hann lítur á mig og er að því kominn að standa á fætur.
Ég heyri annan dynk, strax á eftir hrópar Pol og eitthvað fellur á gólfið,
kannski stóll; þungt húsgagn sem dregst eftir gólfinu og síðan eitthvað
sem líkist brothljóði. Arnol grípur riffilinn sem hangir á veggnum og
hleypur inn eftir ganginum. Ég stend upp og stekk á eftir honum, þá
bakkar Pol út úr herberginu en mænir áfram þangað inn. Arnol stefnir
beint í áttina til hans og Pol bregst við, slær hann og ætlar að hrifsa af
honum riffilinn, ýtir honum til hliðar og hleypur í áttina til mín.
Þótt ég átti mig engan veginn á því hvað er að gerast, leyfi ég honum
að taka undir handlegginn á mér og við förum út. Ég heyri ískrið í hjör
unum þegar dyrnar lokast hægt að baki okkar, og rétt á eftir hávaða
þegar hurðinni er hrundið upp. Nabel öskrar. Pol fer upp í pallbílinn og
ræsir hann, ég stíg upp í mín megin. Við bökkum og eitt andartak skína
bílljósin á Arnol sem hleypur í áttina til okkar.
Við keyrum um stund eftir veginum og þegjum, reynum að róa
okkur. Skyrta Pols er rifin, hægri ermin nánast farin af og úr djúpum
rispum á handleggnum rennur blóð. Við nálgumst húsið okkar á feikna
hraða og á feiknahraða förum við framhjá því og fjarlægjumst það. Ég