Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 84
d av í ð H ö r g d a l S t e F á n S S o n 84 átti rætur í íslenskri nýbylgju fann sig á ýmiss konar krossgötum í tónlistar­ sögunni, megnaði að draga saman ólíka þræði, verða lykilmaður í að þróa nýja tónlistargrein og breyta þróun kvikmyndatónlistar með varanlegum hætti. Margt er enn framundan og arfleifð Jóhanns Jóhannssonar virðist vera í góðum höndum vina hans og fjölskyldu, þótt End of Summer sé hvergi fáanleg fyrir áhugasama aðdáendur, Last and First Men bíði enn formlegrar frumsýningar og tónlistin úr myndinni sé væntanleg. Samkvæmt heimildum vinnur umboðsmaður Jóhanns í Bandaríkjunum að því ásamt dóttur hans að gefa út áður óútgefið efni, t.a.m. úr minna þekktum heimildamyndum, og viðræður standa yfir um útgáfu tónlistarinnar úr Mother! Það eru því vonir til þess að viðamikið höfundarverk Jóhanns stækki enn frekar á komandi árum og aðdáendur öðlist þannig enn betri innsýn í sköpunarþrótt hans. *** Við uppljómumst þegar við hlustum á tónlist; þegar við hlustum á söngkonu syngja titra raddböndin í okkur sjálfum og ekkert áreiti í heiminum virkjar jafnmargar heilastöðvar samtímis og tónlist. Þetta gildir um alla tónlist – og eftir því sem tónlistin er nær hinum logandi kjarna tilfinningarinnar, þeim mun meiri verða áhrifin. Kannski er það þess vegna sem ég er svona upp­ tekinn af muninum á sólóplötum Jóhanns og kvikmyndatónlistinni; vegna þess að ég finn ekki jafn sterkt fyrir því sem hann var, á löngum köflum, fær um að miðla. Jóhann bjó yfir magnaðri tengingu við einhverja ósnertanlega vitund sem hrærðist af krafti um í honum, blandaðist saman við mannsins flóknu tilveru, það hrærðist og teygðist og túlkaðist að lokum í tóna sem innihéldu þegar best lét hárfína blöndu af fegurð og angist. Við erum öll manneskjur, við hugsum og skiljum eða teljum okkur skilja, við sjáum og heyrum og snertum og skynjum og teljum okkur finna til, en þegar upp er staðið skiljum við varla okkur sjálf, þess vegna leitum við í listina og þess vegna fagnar öll okkar tilvist þegar við heyrum sannleika annarrar manneskju hljóma. Allar þessar flækjur birtast í tónlist og kvik­ myndum Jóhanns Jóhannssonar, fegurð lífsins og harmur heimsins og vonin þeim við hlið; allt bundið saman á þeirri trú að sköpunin sé besta leiðin til að skilja heiminn og sjálfan sig. Við vitum núna hvernig andlát Jóhanns bar að garði, hvort sem okkur líkar betur eða verr; hann lést úr langvarandi neyslu áfengis og fíkniefna. Og kannski skipta endalokin ekki öllu máli, heldur það að Jóhann Jóhannsson virðist hafa lifað öll sín fullorðinsár í spennuþrungnu samspili ástríðu, vinnu semi, fegurðar, fíknar og harms. Við eigum öll okkar leiðir til að lifa í sæmilegum friði með eigin djöflum og leiðirnar til að fást við þá eru jafn­ margar og birtingarmyndirnar. Miðað við tilfinningaþungann í verkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.