Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Síða 9
t U n g U m á l i ð S k a pa r n ý J a H e i m a 9 nýlega út í enskri þýðingu og hefur hlotið góðar viðtökur en þar skapar höf­ undurinn dystópískan heim í japönsku samfélagi þar sem þeir öldnu verða stöðugt sterkari á meðan þeir ungu missa smám saman máttinn.2 Þetta við­ fangsefni á vel við í japönsku samfélagi sem glímir í dag við lýðfræðilegar breytingar þar sem hlutfall aldraðra eykst stöðugt. Tawada vinnur jöfnum höndum með samfélög þeirra menningarheima sem hún þekkir, blandar þeim saman og skapar nýja heima í rýminu sem myndast á milli þeirra. Nálgun Tawada að tungumálinu er margþætt, og í verkum hennar spilar það veigamikið hlutverk. Tungumálið er ekki aðeins verkfæri til að koma skáldskapnum á framfæri heldur er það í burðarhlutverki, rétt eins og væri um persónu að ræða. Tawada hefur einstakt lag á að draga fram hvaða virkni býr í tungumálinu og þann menningarmun sem býr í hverju máli. Tawada er sögð hafa beðið útgefanda sinn í Bandaríkjunum um að vinsamlegast þýða úr þýska textanum í stað þess japanska, því hún væri þar þegar búin að þýða textann yfir í vestrænan menningarheim.3 Þetta vekur okkur til umhugs­ unar um hvað liggur að baki tungumálinu, þar sem að baki hverju orði býr menning sem ekki er endilega hægt að snúa við með einföldum hætti, í hverri þýðingu felst ákveðin aðlögun og því nýtt skáldverk. Í viðtali við The Paris Review lýsir Tawada stöðu sinni gagnvart tungu­ málinu sem svo að henni líði eins og hún sé stödd mitt á milli tveggja tungumála og rýmið á milli þeirra hefði veitt henni nýja ljóðlist. Hún upplifi ekki eins og hún sé stöðugt að skipta á milli tungumála heldur þrífist hún í þessu rými á milli.4 Þessi lýsing höfundarins rímar vel við Etýður í snjó sem íslenskir lesendur geta nú notið í vandaðri þýðingu Elísu Bjargar. Skáldsagan skapar rými þar sem lögmál eins kerfis eða annars ríkir ekki heldur erum við stödd á kunnuglegum slóðum með nýjan blæ. Etýður í snjó er marglaga skáldsaga sem fjallar fyrst og fremst um samband tveggja tegunda spendýra, ísbjarnarins og mannskepnunnar. Tawada notar þetta óvenjulega sjónar­ horn til að líta inn í samfélag mannanna, án þess þó að gera bjarndýrin að tómu frásagnartæki. Tungumálið leikur stórt hlutverk í verkinu, hvers konar virkni það hefur í samfélaginu og hvaða vald getur legið að baki þess. Í upp­ hafi bókarinnar er erfitt að henda reiður á samskiptamynstri ísbjarnanna og mannanna en þar liggur einnig fegurðin í verkinu. Menningarheimar skarast þannig á töfrakenndan hátt án þess að hér sé á ferð einföld dæmisaga. Skáldsagan er samsett af þremur sögum sem sagðar eru frá sjónarhorni þriggja ísbjarna sem saman mynda eina kynslóðasögu. Tveir af björnunum eiga sér einhvers konar fyrirmyndir í raunheiminum en þriðja sagan er byggð á Knut, ísbirni sem öðlaðist heimsfrægð í dýragarðinum í Berlín og lést árið 2011. Toska, ísbjörninn sem sagt er frá í annarri sögunni, var móðir hans. Hún afneitaði honum sem gerði það að verkum að Knut var eingöngu alinn upp af mönnum. Fyrsta saga bókarinnar er sögð af ættmóðurinni sem ákveður að skrifa sjálfsævisögu sína eftir ævintýralegt lífshlaup. Hún lifir meðal manna, sækir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.