Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 131
U m S a g n i r U m B æ k U r
131
sig á forminu og sent frá sér smásagna
söfn. Ástin Texas er þó að vissu leyti
annað og meira en smásagnasafn, því
sögurnar tengjast innbyrðis og styðja
við hver aðra, en slík verk hafa verið
kölluð sagnasveigar.
Það sem tengir sögurnar í bókinni
saman í þessu tilviki er ekki endilega
ákveðin persóna, tími eða staður, heldur
fjalla allar sögurnar að einhverju leyti
um ástina og áhrifin sem hún hefur á
fólk. Hún hefst þó á fullyrðingu ættaðri
frá Lacan um að ástarsambönd séu ekki
til. Það ætti að vera fyrsta vísbendingin
um að þó sögurnar séu um ást, þá séu
þetta ekki ástarsögur í eiginlegri merk
ingu. Ástin í sögunum er ekki sú hreina,
göfuga „og þau lifðu hamingjusöm til
æviloka”ást sem við þekkjum úr ástar
sögum og rómantískum gamanmynd
um, heldur kynjaskepna, öllu erfiðari
viðfangs.
Einn stærsti kosturinn við bókina eru
ofurnæmar lýsingar Guðrúnar á hvers
dagslífinu, hlutum og fólki. Hún dregur
upp ljóslifandi myndir af persónum
sínum með óteljandi pennastrikum í
formi hversdagslegra orða og gjörða. Þó
að atburðirnir séu hversdagslegir hver
fyrir sig sýna þeir hvernig lífi persón
anna í bókinni er stjórnað af ástinni, í
öllum hennar mismunandi formum.
Sameinaðir stöndum vér
Mikil gróska hefur verið í smásagna
skrifum síðustu ár en það sem hefur
lengst af hamlað henni eru erfiðleikar
við að koma henni til lesenda. Það
vandamál má að einhverju leyti rekja til
þess að ein helsta leiðin til að afla tekna
af smásögum er með því að gefa út smá
sagnasöfn. Smásagnasöfn eru að mínu
mati með verri leiðum til að njóta smá
sagna. Þegar smásögum er hrúgað
saman í safn eiga góðu sögurnar það til
að týnast í fjöldanum og þær slöppu
renna saman í eina óeftirminnilega
heild. Það krefst aga af lesandanum að
lesa eina og eina sögu í senn án þess að
hlaupa beint í þá næstu áður en maður
meltir söguna til fulls. Smásagnasöfn
eiga líka oft við ímyndarvanda að stríða
og margir falla í þá gildru að líta á þau
sem litla systkini skáldsögunnar. Þau
eru gefin út í svipuðu broti og oft er
munurinn alls ekki augljós af kápunni
að dæma. Í því samhengi geldur smá
sagan tengingarinnar við hinar sögurn
ar í bókinni og fær ekki að standa sem
sjálfstætt verk heldur er lesin í samhengi
við allt safnið. Sem sölu og markaðs
vara eru smásagnasöfn mun hentugri en
stakar sögur og verður því væntanlega
við það að una enn um sinn að flestar
smásögur birtist eingöngu í knippi með
öðrum. Svona eins og ef eina leiðin til að
hlusta á tónlist væri að kaupa heilar
plötur og hlusta á þær út í gegn.
Ef smásagnasöfn eru hljómplötur þá
eru sagnasveigarnir konseptplöturnar.
Hver saga, eða hvert lag leggur sitt af
mörkum til að skapa heildaráhrif en
geta þó líka staðið á eigin fótum sem
sjálfstæð verk. Sagnasveigurinn verður
þar af leiðandi heildstætt verk þó það
samanstandi af sjálfstæðum einingum
og þegar vel tekst til geta þessi verk
betur en nokkuð annað tekið saman
andrúmsloft tíma, staðar, iðnaðar eða
hvaða hluta samfélagsins sem hópur ein
staklinga myndar. Það má gera sér í
hugarlund að lesendur sem eru vanari
skáldsögum séu líklegri til að falla fyrir
sagnasveigum heldur en hefðbundnum
smásagnasöfnum. Í Ástin Texas er þessi
leið farin, fimm óskyldar sögur tengjast
að því leytinu til að þær segja allar frá
upplifun kvenna af ástinni og sambönd
um við annað fólk í Reykjavík samtíma
okkar. Þessi gegnumgangandi umfjöllun
um ástina sýnir á henni margar hliðar.
Persónurnar sjálfar eiga ekki margt