Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 37
S a n n S ö g U r U m m a k a m i S S i 37 og fæst ekki við þá staðreynd að lífinu lýkur, um það hvað geðheilsan má við litlu, um lífið sjálft“ (7). Bók Joyce Carol Oates, A Widow’s Story (2011), er skrifuð þegar aðeins meira vatn hefur runnið til sjávar og er því yfirvegaðri og vitsmunalegri, en eigi að síður verður úr mögnuð lesning þar sem dauði eins er nýttur til að ná utan um tilvistarástand okkar mann­ anna. „My husband died, my life collapsed,“ stendur við titil fyrsta bókarhlutans, maðurinn minn dó, líf mitt hrundi. Báðar eru konurnar afar vel lesnar í bókmenntum, heimspeki og fleiru og nota þær þekkingu sína til þess að ljá umfjöllun sinni meiri dýpt og öðlast meiri sjálfskilning. Í bókunum sem hér verða til umfjöllunar er ekki gerð sérstök tilraun til þess að sækja utanaðkomandi visku, enda eru þær sjálfsprottnar ef svo má segja. Allar eru þessar bækur til marks um vinsældir bókmenntagreinar sem ég hef kallað sannsögur og er hugtakinu ætlað að ná yfir það sem fyrir engil­ saxneskum heitir „creative nonfiction“.4 Í skrifum af því tagi eru teknir fyrir sannsögulegir atburðir og þeim breytt í sögu sem er miðlað með hinum háþróuðu aðferðum skáldskaparins. Notuð eru samtöl og sviðsetningar en einnig er rými innan þessarar bókmenntagreinar fyrir persónulegar hug­ leiðingar af ýmsu tagi eins og Karl Ove Knausgård hefur sýnt í hinum mikla bókaflokki sínum Min kamp. Sannsagnahöfundur notar sjálfan sig oftast sem sögumann og það skapar mikla nánd. Textinn er iðulega spjallkenndur, rétt eins og rabbað sé við lesandann á persónulegum nótum yfir kaffibolla, fremur en að messað sé yfir honum á hátíðlegan hátt, hvað þá talað niður til hans. Hér þarf höfundurinn að gæta þess að verða ekki of sjálfumglaður og mála ekki of einhliða mynd af sér, þá er hætt við að lesandanum þyki hann ekki nógu trúverðugur, verði honum jafnvel afhuga. Áðurnefndar aðferðir leiða yfirleitt til þess að sannsögur verða mjög aðgengilegar, eru eins og skáld­ sögur aflestrar en þó um raunverulega atburði. Miðað er við að allar stað­ reyndir séu sannleikanum samkvæmar að svo miklu leyti sem það er unnt. Ekki er ætlast til þess að skáldað sé inn í heldur skal sannleikurinn birtur ber og þannig komið til móts við hungur okkar eftir raunverulegum atburðum. Á alvöruforlögum er meira að segja farið í nákvæma villuleit þegar sannsögur eru annars vegar. Því hefur verið haldið fram að það eitt að nota aðferðir skáldskaparins dugi til þess að úr verði skáldskapur, lífsreynslu sé umbreytt í texta og við það ferli verði til það sem við köllum skáldskap, enda nái minnið seint að halda utan um allar þær smáu staðreyndir sem þarf til að sviðsetja einstaka atburði úr fortíðinni, ekki einu sinni þó að dagbækur hafi verið haldnar, auk þess sem við höfum tilhneigingu til þess að urða það sem getur komið illa út fyrir okkur.5 Minni er vissulega brigðult og háð sjónarhorni sem skapar sammannlegan vanda þegar að öllum upprifjunartextum kemur eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.