Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 43
á S t e p p U n n i 43 Ég bý til eftirrétt og Pol fer að velja vínið og bestu vindlana. Hann segir mér frá öllu sem hann veit meðan við böðum okkur og höfum fataskipti. Það eru um tuttugu kílómetrar heim til Arnols og Nabelar; þau búa í húsi ekki ósvipuðu okkar. Pol hefur séð það, þau voru nefni­ lega í samfloti á heimleiðinni. Arnol gaf merki með bílflautunni þegar þau tóku beygju og Nabel benti á húsið þeirra. Þau eru frábær, endur­ tekur Pol í sífellu, og ég finn til örlítillar öfundar yfir því að hann skuli vita svona mikið um þau. – Og hvernig er það? Sástu það? – Þau skilja það eftir heima. – Hvað áttu við með því að þau skilji það eftir heima. Aleitt? Pol yppir öxlum. Ég botna ekkert í því að honum finnist það ekki skrítið, en bið hann að segja mér nákvæmlega allt meðan ég held áfram undirbúningnum. Við skildum við húsið eins og við værum að fara í langferð. Fórum í yfirhafnir og héldum af stað. Eplakakan var í kjöltunni á mér og ég passaði upp á að hún snerti ekki pilsið. Ég hugsaði um það sem ég ætla að segja, um allt sem mig langaði að spyrja Nabel. Ef Pol byði Arnol upp á vindil og þær yrðu einar fengi hún tækifæri til að spjalla við hana um persónuleg málefni. Kannski hefði Nabel líka notað kerti og sífellt hugsað um frjósama hluti, og þar sem þau voru nú komin með eitt, þá gætu þau sagt okkur nákvæmlega hvað ætti að gera. Við þenjum bílflautuna þegar við rennum í hlað og þau koma sam­ stundis út til að taka á móti okkur. Arnol er hávaxinn, klæddur í galla­ buxur og rauðköflótta skyrtu; hann heilsar Pol og faðmar hann innilega eins og gamlan vin sem hann hefur ekki séð lengi. Nabel birtist bak við Arnol og brosir til mín. Mér sýnist okkur eiga eftir að koma vel saman. Hún er líka há eins og Arnol en grönn og í svipuðum fötum. Ég finn fyrir því að ég er of sparilega klædd. Að innan minnir húsið á gamalt fjallahótel. Veggir og loft úr viði, stór arinn í stofunni og gærur á gólfi og hægindastólum. Húsið er bjart og vel kynt. Reyndar er þetta ekki eftir mínum smekk, þótt mér finnist þetta fínt, og ég endurgeld bros Nabelar. Það er dásamlegur ilmur í lofti af salsa­sósu og grilluðu kjöti. Mér sýnist Arnol vera kokkurinn, hann líður um eldhúsið og færir til óhreint leirtau og segir Nabel að bjóða okkur inn í stofu. Við setjumst í sófann. Hún færir okkur vín og bakka með snarli og Arnol kemur að vörmu spori. Það er margt sem mig langar að spyrja um: Hvernig náðuð þið því, hvernig er það, hvað heitir það, er það duglegt að borða, hefur læknir skoðað það, er það jafn fallegt og þau í borginni? En samtalið dregst á langinn, um ómarkverða hluti. Arnol gefur Pol ráð um skor­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.