Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 92
k a r i ó S k g r é t U d ó t t i r e g e 92 þó fyrst og fremst sú listræna vinna sem býr bæði í og að baki því sem birtist áhorfandanum. Í vinnunni með efni (í stóru samhengi) birtist fagurfræðilegt næmi og inntak verksins er samtvinnað hinu efnislega og fagurfræðilega. Hið sjónræna, formræna eða áþreifanlega eru ekki umbúðir utan um hugsun heldur er efnislega vinnan aðferð til að hugsa. Líkt og önnur praktísk­fagurfræðileg fög greinir myndlistin sig frá fræði­ legri fögum með því hversu stór hluti hennar er óyrðanleg eða undirskilin þekking. Til einföldunar má segja að starf myndlistarmanns feli alltaf í sér einhvers konar vinnu með efni, samhliða því að teknar eru huglægar, hug­ myndalegar og fagurfræðilegar ákvarðanir í vinnuferlinu. Aðferðafræði listamannsins er einstaklingsbundin og háð persónulegri skynjun og reynslu. Í bókinni Teoretiske perspektiv på taus kunnskap (Fræðileg nálgun á undirskilda þekkingu) setur kennslufræðingurinn Håvard Åsvoll hug­ myndina um undirskilda þekkingu í fræðilegt samhengi. Undirskilin þekk­ ing (e. tacit knowledge) er í eðli sínu óskýr eða ómótuð. Hún byggist á persónulegri reynslu, þumalputtareglum, innsæi og dómgreind. Hugtakið má rekja til fjölfræðingsins Michaels Polanyi sem fullyrti að undirskilin þekking innihaldi alltaf einhvers konar aðgerð og að við vitum meira en við getum komið í orð. Hugmyndin um undirskilda þekkingu er ekki bundin við verklega aðgerð heldur ber öll hugsun með sér einhverja undirskilda þætti. Undirskilin þekking hvílir ávallt á einhvers konar hefð en er tjáð í gegnum aðgerðir sem eru háðar athygli, skynjun og líkamlegri færni og samhæfingu viðkomandi. Undirskilin þekking inniheldur ávallt órjúfanlegt samband á milli fræða og hefðarinnar annars vegar og framkvæmdar hins vegar. Í bóki sinni Tractatus Logico-Philosophicus (Rökfræðileg ritgerð um heimspeki) lýsir heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein einhvers konar endamörkum þess að hægt sé að tjá hugsun. Þar er höfuðáherslan lögð á að það sé aðeins í tungumálinu sem mörkin geti birst og allt það sem ekki er yrðanlegt sé nonsense eða merkingarleysa. Í raunhyggju er það grund­ vallaratriði að vísindalegar spurningar krefjast vísindalegra svara sem aftur byggja á vísindalegum rannsóknum. Í Tractatus reyndi Wittgenstein að afhjúpa þessi rök. Hann segir að það sem sé okkur mikilvægast og nærtækast sé hulið einmitt vegna þess hversu nálægt og auðþekkjanlegt það er. Grund­ vallaratriði í tilvistinni, merkingunni og siðfræðinni sé ekki hægt að túlka á sama hátt og þau sýna sig. En þessi grundvallaratriði eru einmitt viðfang myndlistarmanna. Í ritinu Sein und Zeit (Veran og tíminn) vildi Martin Heidegger gera upp­ gjör við arfleifð frumspekinnar allt frá tímum Platóns og Aristótelesar. Hei­ degger notaðist ekki við ákveðin hefðbundin hugtök í heimspeki sinni því hann vildi losna undan merkingasviði þeirra og koma í veg fyrir að hugsunin félli í fyrirfram mótað ferli. Myndmál listamanna er á sama hátt tilraun til að losna undan stöðluðu merkingarsviði og sýna hliðar á veruleikanum sem almennt eru huldar. Heidegger sagði að við ættum í tvenns konar sambandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.