Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 141
U m S a g n i r U m B æ k U r
141
að heimili Elísabetar sem hefur verið í
eigu fjölskyldu hennar í fjóra ættliði, en
þar er mikið af undarlegum skápum,
eins og þeim sem áður er lýst. Þegar
Elísabet er að farða Kríu fyrir fyrsta
skólaballið segir hún henni frá að hún
hafi uppgötvað nýjan skáp, sem virðist
hafa verið falinn. Inni í skápnum var
skrín og í því mynd af stelpu sem eftir
nánari eftirgrennslan reynist hafa verið
ömmusystir Elísabetar, stúlka sem hvarf
þegar hún var tólf ára. Síðan hafði eng
inn í fjölskyldunni talað um hana og því
vissi hvorki mamma Elísabetar né hún
sjálf að stúlkan, Sylvía Snæhólm, hefði
nokkru sinni verið til. Stelpurnar
ákveða að grafast fyrir um málið og
sýna mikla útsjónarsemi í því. Sá þáttur
sögunnar minnir skemmtilega á gamal
dags sögur um unglinga að leysa ráðgát
ur.
Það er synd að rekja sögu leyndar
dómanna frekar, en þó þarf það ekki að
koma lesanda á óvart að einhver tengsl
eru milli ömmu Gerðu og Sylvíu, enda
eru þær af sömu kynslóð og bjuggu
báðar í miðbænum. En þó að sagan af
eftirgrennslan vinkvennanna sé ákveðið
burðarvirki í sögunni snýst hún ekki
síður um samskipti ungs fólks í mennta
skóla, vináttu, nám, ástir, tjáskipti og
samskipti, félagslíf og föt. Og allt eru
þetta flóknir hlutir, enda veltir Kría
fyrir sér hvort hún „ætti kannski að
byrja að glósa félagslífið líka“, því nýju
vinkonurnar eru vel inni í öllu en hún
„alveg græn“ (42). En hægt og hægt
blandast hún inn í hópinn og reynir að
yfirvinna erfiðleika fortíðarinnar.
Vinátta er því rauður þráður í Ljón-
inu. Erfiðleikar Kríu á Akureyri höfðu
með vináttu og vinslit að gera, og hún
þarf því bæði að takast á við spurningar
um fyrirgefningu þegar gamla vinkonan
bankar uppá, og að læra að treysta aftur:
Kríu hitnaði allri að innan. Hún ætlaði
varla að trúa því að henni hefði á ein
hvern óskiljanlegan hátt tekist að vingast
við þessar flottu stelpur. Hún reyndi að
þagga niður í litlu óþægilegu röddinni
sem bærði á sér einhvers staðar aftast í
kollinum og sagði að hún ætti manna
best að vita að þegar hlutirnir virtust of
góðir til að vera sannir, þá væru þeir það
yfirleitt. (38–39)
Í ljós kemur að það er nokkuð til í þessu
– en þó á annan hátt en Kríu hafði órað
fyrir.
Önnur hlið vináttunnar er svo í for
tíðinni, en amma Gerða hafði verið vin
kona Sylvíu, þótt hún vilji ekkert um
það tala. Sú vinátta segir síðan aðra
sögu, en fjölskylduaðstæður og sam
félagsstaða Gerðu og Sylvíu var gerólík.
Sylvía var af vel stæðu fólki – eins og
kemur fram í ættarhúsinu og ættarnafn
inu, enda er mamma Elísabetar skóla
meistari Menntaskólans í Reykjavík.
Gerða var hinsvegar af efnalitlu fólki
þar sem ekkert var sjálfgefið, enda fór
hún ekki í Menntaskólann. Mamma
Kríu reynir að útskýra þetta fyrir dótt
urinni eftir að amman bregst illa við tali
um Elísabetu og heimili hennar og
bendir á að Snæhólmfjölskyldan sé
bæði þekkt og stöndug, meðan Gerða
hafi „þurft að berjast fyrir öllu sem hún
hefur fengið í lífinu“:
„Amma og afi áttu ekki mikla peninga,
sérstaklega ekki eftir að hann veiktist. En
hún vann og vann, lagði til fjölskyldunn
ar frá því hún var krakki og menntaði
sig líka. […] Hún amma þín hefur aldrei
fengið neitt á silfurfati, Kría. Og kannski
sárnar henni bara að það sé fólk sem að
… tja, hefur kannski ekki þurft að hafa
fyrir hlutunum. Fjölskyldan hennar
Elísabetar vinkonu þinnar er búin að eiga
peninga í margar kynslóðir.“ (37–38)