Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 88
k a r i ó S k g r é t U d ó t t i r e g e 88 Kari Ósk Grétudóttir Ege Orðum myndlist Orð um myndlist geta verið bindiefni og brú, þau geta opnað gættina og boðið listunnandanum inngöngu í listaverkið. En orð um myndlist geta líka varpað ofbirtu í augun eða leitt okkur inn í þokuveröld. Eðli myndmáls er annað en eðli tungumálsins og tungumálið nær aldrei að rúma myndlistar­ verk. En tungumálið getur svo sannarlega dýpkað skilning okkar á lista­ verkinu og opnað leiðir að fleiri túlkunarmöguleikum. Það virðist stundum sem við lifum á tímum þar sem lítið þol er fyrir margræðni og lítil geta til lesturs á milli línanna. Ágætt dæmi tekur guð­ fræðingurinn John Dominic Crossan þegar hann segir að það sé ekki svo að nútímamaðurinn hafi fundið uppá því að lesa biblíusögur á táknrænan hátt og að fólk til forna hafi lesið þær í bókstaflegum skilningi. Þessu sé einmitt öfugt farið, að til forna hafi þær verið táknrænar sögur sem við í dag erum svo vitlaus að taka bókstaflega. Góð listaverk eru á sama hátt eins og lifandi orð en ekki bókstafleg. Þau eru síkvik og margræð. Þau verða til í ákveðnu samhengi og þau gera ákveðna kröfu á áhorfandann. Þess vegna verður tungumál listarinnar ekki einfaldað og smættað frekar en listaverkið. Þegar myndlistarmaður tjáir sig um listsköpun sprettur tjáningin úr frumlægri reynslu. Reynslan sem hann lýsir er bæði tengd praktískri vinnu myndlistarmannsins og tilvistarlegri reynslu af því að vera í heiminum. Hún er í senn persónuleg, sammannleg og fagleg. Reynsla listamannsins og hæfi­ leiki hans til að beita meta­sjónarhorni á eigin vinnu er því afar mikilvægur snertiflötur á milli áhorfandans og listaverksins. Til þess að skilja merkingu listaverks þarf oft að setja það í heimspekilegt, samfélagslegt og listasögulegt samhengi. Það er hlutverk sýningartexta að halda utan um þetta samhengi og miðla því til áhorfandans. Listfræðingar, sýningarstjórar og aðrir sem miðla myndlist geta þar að auki opnað á nýjar og óvæntar tengingar handan við ásetning listamannsins. Undanfarið hefur hins vegar borið á ákveðinni tegund af myndlistartexta sem hvorki miðlar þessari frumlægu reynslu listamannsins né lýsir hún skýrri samfélagslegri eða heimspekilegri vídd. Þessi tegund texta gengur undir nafninu alþjóðleg lista­enska (e. International Art English). Hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.