Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 83
S v i F i ð m e ð g U l l F r á S ó l U 83 London í desember 2018. Samkvæmt samstarfsfólki Jóhanns er þó enn unnið að lokagerð myndarinnar og formlegrar frumsýningar er að vænta árið 2019. Svarthvít filma, vélstýrður fókus á myndavélinni, þoka, mistur, ofurhæg dolly­skot meðfram höggmyndunum sem draga fram abstrakt smáatriði þeirra og gefa þeim nýjar og síbreytilegar birtingarmyndir; allt blandast þetta við tignarlega og endurtekningarsama tónlist Jóhanns og vélrænan lestur leikkonunnar Tildu Swinton á tveimur síðustu köflum skáldsögunnar. Útkoman er kynngimögnuð. Á meðan End of Summer var orðlaus og áhorfandanum bauðst að fylla upp í rýmið með sjálfum sér eru högg­ myndirnar notaðar hér til að skapa í honum ókennileg hughrif. Takturinn í kvikmyndatökunni hægir á allri skynjuninni, tónlistin dregur mann innar og innar og innar þannig að heimspekilegur texti Stapledons um örlög og eðli mannkyns stingst inn af fullum þunga. Efnislega fléttast ótal þræðir úr höfundarverki Jóhanns inn í Last and First Men; ástríða hans gagnvart kvikmyndum og vísindaskáldskap, oflæti mannsins, sveiflan á milli útópíu og dystópíu, mörkin á milli manns og vélar. Og ekki síst þessi sífellda leit hans upp á við, burt úr þessari jarðvist, upp og út í geim, til sólar og enn lengra. Þótt ræturnar séu oft jarðbundnar og liggi jafnvel djúpt í jörðu (ræktun gúmmítrjáa í Fordlândia, námurnar í Miners‘ Hymns, ógnarlegir steypuklumparnir í Júgóslavíu) liggur leiðin ávallt upp á við. Við þetta bætast sýnileg áhrif frá meisturum kvikmyndasögunnar og ýmsir gagnrýnendur sem fjölluðu um sýningarnar tvær á Last and First Men vísa t.d. til hægðarinnar í 2001 eftir Stanley Kubrick og Solaris eftir Andrei Tarkovsky. Það er býsna ófullkomin greining sem byggir á 12 mínútna broti úr 80 mínútna kvikmynd, sem auk þess er hugsuð fyrir lifandi flutning, marg­ miðlunarlausnir og ljósabúnað, en þetta treysti ég mér þó til að segja: Last and First Men tryggir stöðu Jóhanns sem framsækins kvikmyndaleikstjóra og Listamanns með stórum staf. Með ótrúlegum tónlistarferli sínum sýnir Jóhann að þarna fór maður sem átti nóg eftir í sínum ranni, en að sama skapi sannar Last and First Men að í honum bjó kvikmyndaleikstjóri með skýra og metnaðarfulla sýn, leikstjóri sem var rétt nýbyrjaður að þreifa á eigin getu og hæfileikum. Fegurðin hjá svartholinu Þótt hér hafi verið farið mörgum orðum um höfundarverk Jóhanns Jóhanns­ sonar er listinn yfir önnur minna þekkt verk og áhrifavalda allt að því enda­ laus. Hann vann heldur ekki í tómarúmi heldur átti sér traust samstarfsfólk sem hafði án nokkurs vafa mikil og bein áhrif á það sem við köllum „tónlist Jóhanns Jóhannssonar“. Satt að segja er Jóhann rannsóknarefni í heila bók um það hvernig vinnusamur, alvörugefinn og glaðlyndur tónlistarmaður sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.