Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.04.2019, Blaðsíða 133
U m S a g n i r U m B æ k U r 133 semdir og freistingar geta birst í ólíkleg­ ustu myndum. Í sögunni af Söru eru mismunandi myndir ástarinnar settar undir smásjá. Í henni segir frá blómstrandi ástarsam­ bandi Söru við samstarfskonu sína um leið og hún gerir upp ofbeldissamband úr fortíðinni. Hún lýsir öfgunum í til­ finningunum þegar hún var yngri, annað hvort henti hún Engilberti á dyr eða faðmaði hann að sér og fannst hún aldrei hafa verið nánari neinum. Í sam­ bandinu við Rannveigu eru skrefin minni, ígrundaðri og sambandið heil­ brigðara. Ástarsamböndin eru ekki aðeins aðskilin í tíma heldur einnig af þroska þess sem upplifir tilfinningarnar og samanburðurinn sýnir að það er himinn og haf milli ólíkra birtingar­ mynda ástarinnar, jafnvel þó hún eigi sér uppruna í sama brjóstinu. Um áreiðanlega og óáreiðanlega sögumenn Annað sem tengir sögurnar saman er að þær eru allar sagðar í fyrstu persónu af konunum sjálfum. Lesandinn fær sög­ una beint frá sögumanninum en það er ekki þar með sagt að allt sé látið uppi. Ljóst er að persónurnar átta sig ekki alltaf á því hvað tilfinningar þeirra, gjörðir og samtöl tákna. Miklu oftar leyfir Guðrún Eva sögumönnunum að segja frá atvikum og samtölum og leyfir lesandanum að ráða úr viðbrögðum þeirra hvað er á seyði innra með þeim. Stærstu atburðirnir í sögunni geta sprottið úr minnstu atvikunum og oft er lesandinn betur meðvitaður um hvað sé á seyði en sá sem segir söguna. Við fáum að gægjast inn í kollinn á sögupersón­ unum en fáum bara að heyra þeirra hlið af sögunni, kynnast því sem þær vita um eigin tilfinningar og hvað þær halda um tilfinningar elskhuga sinna. Það er þó ekki þar með sagt að við fáum bara að sjá fallegu hliðarnar á kon­ unum. Guðríður segir manninum sínum til dæmis að hún vilji eignast börn en lesandinn fær að heyra að sú sé ekki raunin, hún ljúgi að honum í þeim tilgangi að missa hann ekki. Hún játar fyrir móður sinni að hún sé að íhuga að fara frá honum, hans vegna, en móðir hennar sér í sambandinu tækifæri til stéttaklifurs og hvetur hana til að end­ urskoða ákvörðunina, jafnvel eignast eitt eða tvö börn til að friðþægja mann­ inum og í lok sögunnar er parið ennþá saman. Það er þó yfirleitt ljóst að gagn­ vart ástinni eru ekki bara konurnar sem segja sögurnar, heldur allar persónurnar valdalausar. Jónas, maður Jóhönnu, er alveg jafn vanmáttugur gagnvart eigin tilfinningum og hún. Þegar konan hans hefur verið úti alla nóttina með öðrum manni finnur hann fyrir skammar­ blandinni girnd til hennar þrátt fyrir sárindin. Þrátt fyrir að konurnar séu hrein­ skilnir sögumenn þá þarf þó alls ekki að vera að allt sem þær segi sé heilagur sannleikurinn. Þeir sem eru á valdi til­ finninga sinna eru ekki líklegir til að geta skilið þær til fulls. Togstreitan sem Jóhanna finnur fyrir vegna mótsagna­ kenndra tilfinninga sinna litar alla sög­ una um hana og hún veit ekki hverju hún á að trúa. Sögurnar mótast á milli þess sem persónurnar segja okkur um tilfinningar sínar og þess sem þær gera og segja upphátt. Það sem er mest spennandi við sög­ urnar er hversu hversdagslegar þær eru. Þrátt fyrir að ástin og viðfang hennar sé það sem knýi sögurnar áfram þá er margt fleira sem hefur áhrif á líf kvennanna. Vinna, fjölskylda, heimilis­ aðstæður og fleira skapa hverri og einni konu ákveðnar aðstæður og ástin í lífi þeirra verður partur af því, ekki eitt­ hvað því óviðkomandi. Í hefðbundnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.